Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 38
38 Menning Þetta er framtíðin í íslensku hip-hoppi Helgarblað 19.–22. júní 2015 Tónlistarhátíðin Secret Solstice haldin í Laugardalnum um helgina S ecret Solstice tónlistarhátíð- in verður haldin í annað sinn í Reykjavík um helgina. Yfir 140 listamenn og hljómsveit- ir troða upp á þessari þriggja daga tónlistarveislu í Laugardalnum. Hvað tónlistina varðar er áhersla há- tíðarinnar á hip-hopp, reggí og raf- tónlist. Stærsta nafnið á hátíðinni er vafalaust eitt vinsælasta og virtasta rappgengi allra tíma, Wu-tang Clan, sem spilar á stóra sviðinu á sunnu- dagskvöldinu. Nostalgían mun því vera við völd hjá stórum hluta há- tíðargesta, en DV mælir hins vegar með því að fólk forðist að festast í for- tíðinni og taki púlsinn á þeirri grósku sem er að eiga sér stað í íslensku hip- hoppi í dag. Eins og Iceland Airwaves er orðin að nokkurs konar uppskeru- hátíð íslenskra ind og rokktónlistar- manna er Secret Solstice að öðlast slíkan sess í hip-hopp-senunni. Hér eru nokkrir efnilegustu og heitustu hip-hopp-tónlistarmenn landsins, sem DV mælir með að fólk kíki á um helgina. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Herra Hnetusmjör Hver ert þú? Ég er Kópboi. Hvað munt þú bjóða upp á á Secret Solstice? Secret Solstice-sjóvið mitt verður algjörlega truflað. Ég verð með Joe Frazier með mér en við erum búnir að vinna saman að tónlist undanfarna mánuði og munum loksins sýna allt efnið okkar hingað til. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni sem þú gerir? Tónlistin mín er í rauninni bara það sem ég vil heyra í tónlist. Hver eru umfjöllunarefnin þín? Ég fjalla um það sem ég geri. Ég er ungur og heimskur þannig að þú færð að heyra hvað skiptir mig mestu máli í augnablikinu í tónlistinni minni. Hvað ert þú spenntur að sjá á Secret Solstice? Ég hugsa að ég sé spenntastur fyrir Wailers og því sem ég hef ekki heyrt áður, en ég ætla að nota tæki- færið og rölta og uppgvöta nýja tónlist. Nýjasta lag Herra Hnetusmjörs, Hvítur bolur gullkeðja, kom út í lok maí. Hlustaðu á Youtube. Shades of Reykjavík Hverjir eruð þið? Við erum Skuggar Reykjavíkur, $OR CREW, fjólubláir bófar. Listamenn úr öllum áttum með svipaðan bakrunn, áhugamál og lífsviðhorf. Hvað munuð þið bjóða upp á á Sectet Solstice? Við munum bjóða upp á sjóv sem verður ekki líkt neinu öðru hip-hopp sjóvi þar. Hvernig mynduð þið lýsa tón- listinni sem þið gerið? Hip-hopp af öllu tagi, oft í harðari kantinum en við höfum okkar mjúku hliðar. Kannski meira af hinu fyrrnefnda, bara eins og lífið. Hver eru umfjöllunarefnin ykkar? Lífið okkar, hugmyndir sem „egóið“ okkar fær, andleg málefni og fleira. Hlustið og þér munið heyra. Hvað eruð þið spenntir að sjá á Secret Solstice? Wu-Tang, allt ís- lenska hip-hoppið, FKA twigs, The Wailers og bara allt. Þetta verður geðveikt! Hvar er hægt að heyra tónlistina ykkar? https://www.youtube.com/user/ ShadezofReykjavik https://soundcloud.com/shadesof- reykjavik https://soundcloud.com/shamans- hawarma Úlfur Úlfur Hverjir eruð þið? Úlfur Úlfur, besta rapphljómsveit á Íslandi í körfubolta. Hvað munuð þið bjóða upp á á Secret Solstice? Mikið af glænýju efni sem við höfum útsett með Agent Fresco. Rapp og þungur bassi, lifandi hljóðfæri og autotune. Hvernig mynduð þið lýsa tón- listinni sem þið gerið? Í grunninn er þetta melódískt trap. Persónulegt dót sem fær þig til að velta vöngum og slást. Hver eru umfjöllunarefnin ykkar? Lífið sjálft, íslenskur veruleiki og okkar upplifun af þessu prýðilega helvíti. Hvað eru þið spenntir að sjá á Secret Solstice? Fyrst og fremst Stormzy og FKA Twigs. Auðvitað Wu Tang líka. Skream, Foreign Beggars, MØ og HAM verður æði. Dr. Spock! Sturla Atlas. Og allt íslenska rappið maður, Gísla, Gauta, GKR o.s.frv. Ég hef samt varla byrjað að kynna mér erlenda tón- listarfólkið. Ætla að nota daginn í það. Hvar er hægt að heyra tónlistina ykkar? Við gáfum út plötu í síðustu viku, Tvær plánetur, sem fæst alls staðar þar sem plötur eru seldar. Verkið er líka á tonlist.is og í dag hentum við henni inn á Spotify svo fólk getur hlustað hvar sem er – hvenær sem er. Á Youtube má svo finna fullt af veglegum myndböndum með okkur. Tékkið á þessu öllu. Gísli Pálmi Gísli Pálmi er án vafa vinsælasti rapparinn á Íslandi í dag. Bæði persóna og tónlist Gísla Pálma er umdeild en fyrsta breiðskífa hans, sem kom út í apríl á vegum Smekkleysu, hefur slegið í gegn. Slíkar vinsældir hafa varla sést í íslensku rappi frá því að Rottweiler-hundar voru upp á sitt besta í byrjun aldarinnar. Strax frá því að fyrsta lag Gísla Pálma kom út árið 2011 var ljóst að nýr hljómur væri að ryðja sér rúms í íslensku hip-hoppi. Tón- listin sver sig í hefð trap-tónlistar sem kemur frá suðurhluta Bandaríkjanna, textarnir fjalla á súran en harðnagla- legan hátt um eiturlyf og ofbeldi, og myndböndin eru uppfull af gullkeðjum og kvikmyndalegum glamúr. Lord Pusswhip Hver ert þú? Pussolini VHS spóla næntís beibí. Hvað munt þú bjóða upp á á Secret Solstice? Ég ætla að flytja nýtt efni af fyrstu opinberu Pusswhip-útgáfunni sem er í bígerð, bæði takta og rapp. Einnig verða hugsanlegir leynigestir og meira skemmtilegt. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni þinni?Sækadelísk, framúrstefnu- og tilraunahip-hopp og raftónlist. Hver eru umfjöllunarefnin þín? Bara eitthvert fokkt opp rugl, hryllingsmyndir og eitthvað falið dæmi sem ég fíla persónligt. Hvað ert þú spenntur fyrir að sjá á Secret Solstice? Fyrst og fremst er ég spenntur að sjá krúið, t.d. undrabörnin Martein, GKR og Mælgin sem munu líka troða upp í Fenrir hip hop tjaldinu. Beat- machinearon lofar líka góðu. Annars er ég spenntur að sjá Stormzy, Twigs, Wu (aug- ljóslega) og síðan kannski Zero 7 og Charles Bradley. Ég þekki ekki mikið af þessu sjitti þannig það verður gaman að eigra um og ramba máski á eitthvað nýtt. Hvar er hægt að heyra tónlistina þína? Á Soundcloud.com/mantis- fromdamudgang eða á YouTube, annars eru tvær útgáfur á leiðinni – nýtt efni á kanadísku útgáfunni Bad Actors Inc. og kassetta með gömlu rapp sjitti á hinu íslenska Ladyboy Records.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.