Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 19.–22. júní 2015 Ótrúlegur fjöldi Það er langalgengasta ástæðan Hann lifir allt af Launajafnrétti – það er krafan! Vilhjálm Þorsteinsson óraði ekki fyrir viðtökum netskrafls.is. – DV Hans Júlíus Þórðarson segir oft erfitt að ná í vinningshafa sem flytja úr landi. – DVErling Ólafsson hefur ekki áhyggjur af trjágeitungnum. – DV T il hamingju með daginn: Mæður, dætur, systur, eigin­ konur og frænkur okkar allra. Þetta er hátíðisdagur. Í dag eru hundrað ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Mikið hef­ ur áunnist í jafnréttisbaráttu á þeirri öld sem er liðin. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Stærsta skrefið sem þarf að stíga, en um leið skrefið sem virðist ókleift að taka, er launa­ jafnrétti. Einhverra hluta vegna næst ekki árangur þegar kemur að launa­ umslaginu. Leiðin að jafnrétti er ósköp ein­ föld, hún er bara ein. Sömu laun fyr­ ir bæði kyn fyrir sömu vinnu. Þar til þetta næst er ekki jafnrétti á Íslandi. Allar aðrar kröfur sem lúta að jafn­ rétti lenda í öðru sæti, þegar kem­ ur að launaumræðunni. Af hverju næst þetta ekki í gegn? Það er búið að setja lög. Það hafa verið haldin námskeið. Það hafa verið skrifað­ ar bækur – heilu ritraðirnar. Nú er Sigmundur Davíð búinn að úthluta hundruð milljónum króna á fjár­ lögum næstu ára (samtals 500 millj­ ónir) í enn einn jafnréttissjóðinn. Þessar friðþægingargreiðslur stjórn­ málamanna eru allt að því kómískar. Þessir fjármunir munu ekki nýtast til að jafna kjör kynjanna. Stjórnmála­ menn ráða ekki við það verkefni, að jafna kjörin. Allir flokkar hafa reynt sig síðustu árin og öllum mistekist. Kannski þarf að endurvekja gömlu rauðsokkurnar sem höfðu engan áhuga á að bera brjóst sín opinber­ lega en vildu jafnrétti. Ekki aðeins sömu tækifæri fyrir kynin heldur líka sömu laun fyrir sömu vinnu. Sökin hjá konunum? Liggur sökin hjá konunum sjálfum þegar kemur að launajafnrétti? Getur verið að efla þurfi innri kvenna­ baráttu hverrar konu? Þær þurfa kannski að taka málin í eigin hend­ ur. Vera ákveðnari í launaviðtölum og taka sterkari afstöðu með sjálf­ um sér. Það getur nefnilega verið ár­ angursríkara að standa sig vel í jafn­ réttisbaráttunni þegar maður er einn á skrifstofunni hjá starfsmannastjór­ anum frekar en að halda spjaldi á lofti á Lækjartorgi. Og er þá alls ekki verið að gera lítið úr því síðarnefnda. Það er engu líkara en margar kon­ ur glími við þröskuld, einhvern innri þröskuld sem kemur í veg fyrir að þær krefjist sömu launa og karlar. En hvað­ an er þessi þröskuldur upp runninn? Sökin hjá feðraveldinu? Líklegasta svarið er uppeldið. Og þá hittum við fyrir feðraveldið. Kannski er fljótlegasta leiðin að feður, bræð­ ur, eiginmenn, frændur og syn­ ir hvetji konur til að stíga skrefið til fulls og taka málin í eigin hendur. Ef við breytum uppeldinu styrkjum við konurnar okkar. Ef þær styrkj­ ast verða launakröfurnar meiri og launin hækka. Sennilega er þetta leiðin – leiðin sem færir okkur betra samfélag. Samfélag jafnréttis. Sam­ félag sem við getum verið stolt af. Viðmælendur blaðsins í dag eru að langstærstum hluta konur. Við lögð­ um okkur fram um að ræða við sem flestar konur og ekki bara í fréttum af kvennadeginum, heldur öllum frétt­ um. Það er við hæfi. Til hamingju með daginn, Íslendingar! n Ritstjórar slíðra sverðin á Snaps Það hefur löngum andað köldu á milli Morgunblaðsins og 365 miðla á undanförnum árum – ekki síst eftir að Davíð Odds­ son, fyrrverandi forsætisráð­ herra og seðlabankastjóri, var ráðinn annar af ritstjórum blaðsins haustið 2009. Davíð, sem nefndi á sínum tíma 365 miðla aldrei annað en Baugs­ miðla, gagnrýndi þannig „farsakenndar tilfæringar á yfir­ stjórn 365 miðla“ í Reykjavíkur­ bréfi Morgunblaðsins undir lok síðasta árs þegar Kristín Þor­ steinsdóttir, fyrrverandi starfs­ maður Baugs, var gerð að aðal­ ritstjóra 365. Þar sagði hann að „hvert barn [mætti] sjá að þær miðuðu eingöngu að því að herða tök eigandans á fjöl­ miðlasamsteypunni og vant­ aði þó lítið upp á undirgefnina fram að því.“ Margir gestir veitingastaðar­ ins Snaps ráku því upp stór augu – og mátti nánast heyra saumnál detta – þegar Davíð Oddsson birtist þar í hádeginu síðastliðinn þriðjudag til að hitta Kristínu Þorsteins­ dóttur. Vel fór á með ritstjórum þessara stærstu einkareknu fjölmiðla landsins sem létu ekki myndatökur ýmissa gesta á staðnum trufla sig. Verðskulduð viðurkenning Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fjórtán Ís­ lendinga fálkaorðunni 17. júní. Þar á meðal var Guðjón Friðriks­ son sagnfræðingur en hann skrifaði á sínum tíma ævisögu forsetans. Einhverjir hafa gef­ ið í skyn að þarna hafi forset­ inn verið með puttana og viljað þakka ævisagnaritara sín­ um. Er það heldur ómerkileg kenning. Svo vill til að Guðjón hefur á liðnum áratugum skrif­ að afar metnaðarfullar bækur, má þar nefna Sögu Reykjavíkur og ævisögur Jónasar frá Hriflu, Einars Benediktssonar, Jóns Sig­ urðssonar og Hannesar Hafstein. Hann hefur sex sinnum verið tilnefndur til Íslensku bók­ menntaverðlaunanna og hlotið þau þrisvar, fyrir Sögu Reykja­ víkur, ævisögu Einars Bene­ diktssonar og ævisögu Jóns Sig­ urðssonar. Geri aðrir betur! Víst er að fálkaorðan lenti á réttum stað þegar hún var veitt þess­ um afkastamikla og vandvirka sagnfræðingi. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Það er engu líkara en margar konur glími við þröskuld, einhvern innri þröskuld sem kemur í veg fyrir að þær krefjist sömu launa og karlar. Launajafnrétti Jafnrétti mun ekki nást nema sömu laun verði greidd fyrir sama starf, óháð kynferði. Mynd SiGtRyGGuR ARi Einni öld síðar V ið fögnum því um þessar mundir að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosn­ ingarétt. Eftir ötula baráttu hugrakkra og þrautseigra kvenna höfum við öðlast öll lagaleg réttindi til jafns við karla. Og ekki bara það. Ísland trónir á toppi alþjóðlegra jafnréttismælinga, hvergi í heiminum mælist meira jafnrétti en hér. Á tímamótum sem þessum er sjálfsagt að þakka fyrir sig. Formæður okkar lögðu mikið á sig, konurnar sem börðust fyrir kosningaréttinum, fyrir spítölunum, fyrir velferðarkerf­ inu, fyrir leikskólum, fæðingarorlofi og fóstureyðingum. Þær tryggðu okk­ ur það sem þykir sjálfsagt í dag. Viðfangsefni samtímans Enn er þó langt í land og aldeilis ekki svo að allir séu sammála um helstu baráttumál kvenfrelsis í dag. Færar leiðir eru enn umdeildari. Greiningar á samfélaginu sýna þó svart á hvítu að hér er kynbundinn launamunur við­ varandi, það hallar á konur í stjórn­ málum, atvinnulífi og fjölmiðlum og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Formleg réttindi eru því mið­ ur ekki nóg. Raunverulegt jafnrétti á ekki bara að ríkja í kjörklefanum, heldur eigum við öll að hafa sömu möguleika þegar kemur að virkni og ábyrgð í daglegu lífi. Raunveru­ legt jafnrétti krefst þess að konur séu metnar að verðleikum og að á þær sé hlustað án þess að þær séu hlut­ gerðar eða klámvæddar. Raunveru­ legt jafnrétti næst aldrei fyrr en kon­ ur upplifa sig raunverulega öruggar, ekki fyrr en þær fá að vera í friði án of­ beldis eða áreitni. Ofbeldi Ofbeldi er ein stærsta ógnin við lýð­ ræðið, við virka þátttöku kvenna, áhrif þeirra og völd. Ofbeldið sem konum er hótað ef þær eru ekki þægar á vettvangi stjórnmálanna, inni á heimilunum, á skemmtistöð­ um eða annars staðar í lífinu. Kynbundið ofbeldi á sér margar birtingarmyndir en hefur alltaf sama markmiðið: Að halda konum niðri og takmarka virkni þeirra. Rétt eins og ofbeldishótunum gegn femínist­ um er ætlað að þagga niður í baráttu þeirra eru ofbeldishótanir í nánum samböndum til þess gerðar að brjóta niður sjálfstraust og sjálfsmynd þol­ andans og skekkja þannig sambönd sem eiga að vera á jafnréttisgrunni. Samfélagið verður að breytast. Það verður að tryggja að konur geti óhræddar sagt skoðun sína hvar og hvenær sem er og tekið virkan þátt í því sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Áfram stelpur Sem betur fer hafa sterkar og kraft­ miklar konur staðið í ströngu í vetur og framtíðin er björt. Byltingar vetrarins hafa endurskilgreint lík­ ama kvenna á þeirra eigin forsend­ um, þær hafa afhjúpað og mót­ mælt karlrembu hversdagsleikans og þær hafa opnað umræðuna um kynbundið ofbeldi á eftirtektar­ verðan hátt. Fyrst og fremst hafa byltingar vetrarins krafist breytinga á samfé­ lagi sem fram til þessa hefur verið vanmáttugt gagnvart kynbundnu ofbeldi. Þær hafa sýnt fram á um­ fang vandans, þær hafa varpað ábyrgðinni af gerendum, þær hafa kallað fram samstöðu og aðgerðir. Okkur ber að grípa boltann. Við sem einstaklingar getum litið í eig­ in barm, umgengist fólk af meiri nærgætni og virðingu og staðið með þolendum. Við getum hafn­ að klámvæðingu og hlutgervingu kvenna og hvatt aðra til slíks hins sama. Stjórnvöld verða sömuleiðis að taka boltann, tryggja viðeigandi réttarbætur, stuðning og ráðgjöf fyrir þolendur og standa myndar­ lega að forvarnarstarfi fyrir börn og fullorðna. Mikið vona ég að einn góð­ an veðurdag, helst eftir minna en 100 ár, muni einhver skrifa um alla þessa hluti sem sjálfsögð réttindi og finnast nær óhugsandi að ein­ hvern tímann hafi kynbundið of­ beldi grasserað. n Sóley tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Kjallari „Sem betur fer hafa sterkar og kraftmiklar konur staðið í ströngu í vetur og fram- tíðin er björt. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.