Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 15
Fréttir 15 É g var langt niðri á þess- um tíma og glímdi við miklar geðraskanir,“ seg- ir Hlín Einarsdóttir, sem var lögð inn á lokaða geðdeild daginn eftir að hún var handtekin úti í hrauni í Hafnarfirði eftir mis- heppnaða fjárkúgunartilraun á hendur forsætisráðherra landsins. Hlín dvaldi á deildinni í rúma viku þar sem hún fékk þá með- höndlun sem hún segist hafa þurft á að halda. Blaðamaður DV hitti Hlín og ræddi við hana um erfiða æsku, geðsjúkdóminn persónuleikarösk- un, köstin sem hún tók, nauðgun sem hún segir hafa ýtt undir erfið- leika hennar, hlut Malínar Brand, systur hennar, í öllum málunum, sundraða fjölskyldu og nú lífið sem bíður hennar. Systir mín er ekki svona saklaus En áður en við byrjum á byrjuninni er gott að fá nokkur atriði á hreint. Var þetta allt Hlín að kenna? Stóð hún ein í þessu öllu saman og var systir hennar, Malín Brand, sem handtekin var ásamt Hlín, óvart dregin inn í þessa atburðarás sem hún „… hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjöl- skylduböndum,“ eins og fram kom í yfirlýsingu hennar til fjölmiðla? „Nei, það er ekki satt. Hún kom að báðum þessum málum alveg jafn mikið og ég. Það eru hrein ósannindi af hennar hálfu að ég hafi ein staðið í þessu og að hún hafi einhvern veginn dregist inn í þetta út af mér. Það segir sig bara sjálft þegar hún kemur með mér í Hafnarfjörð að sækja töskuna,“ segir Hlín og bætir við að hug- myndin hafi kviknað eina kvöld- stund í maí þegar Malín gisti hjá henni. „Malín átti í miklum fjárhags- erfiðleikum og ég líka. Þessi hug- mynd kom út frá þessari stöðu sem við vorum í. Malín gisti hjá mér eitt kvöldið og þessi hugmynd kviknaði,“ segir Hlín um upphaf- ið að hótunarbréfinu sem sent var eiginkonu forsætisráðherra. Ekki útklipptir stafir En hótunarbréfið var ekki, eins og greint hafði verið frá í fjölmiðl- um, búið til úr útklipptum bók- stöfum úr gömlum fréttablöð- um heldur var það skrifað í tölvu, af þeim báðum, stílað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og að lokum prentað út á skrifstofum Morgun- blaðsins þar sem Malín starfar. Þær keyptu síðan frímerki og um- slag og sendu bréfið. „Systir mín tók þátt í þessu öllu og því var mér brugðið þegar hún kom fram í fjölmiðlum og skellti skuldinni á mig og minn sjúkdóm,“ segir Hlín sem hefur ekki náð sam- bandi við systur sína síðan þær voru handteknar föstudaginn 29. maí. Hlín segist standa óhrædd við þær fullyrðingar að systir hennar hafi tekið alveg jafn mikinn þátt í þessu og hún og að sannanir fyr- ir því sé að finna í gögnum sem lögreglan haldlagði í húsleit eftir handtökuna í Hafnarfirði auk fleiri sönnunargagna. Segir Malín hafa tekið helming miskabótanna „Það eru hljóðupptökur til í sím- anum mínum sem sanna að hún tók alveg jafn mikinn þátt í þessu og ég. Hún sá til dæmis um allt sem viðkom þessum miskabót- um. Mér var nauðgað og Malín hjálpaði mér að komast í gegnum það og stóð í öllum samskiptum við manninn sem braut á mér. Ég lét hana meira að segja fá helm- inginn af miskabótunum, 375 þús- und, því ég vildi sýna henni að ég væri þakklát fyrir hennar aðkomu að málinu, fyrir að vera þessi milli- göngumaður.“ DV hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Malín til að spyrja út í yfirlýsingar hennar í fjölmiðlum, þátttöku hennar í fjárkúguninni og eftirmálum hinnar meintu nauð- gunar en ekki gengið sem skyldi. Samkvæmt heimildum DV er Malín stödd erlendis hjá kærasta sínum. Þau kynntust hér á landi í apríl, skömmu áður en þessi reyfarakennda atburðarás hófst. Helgarblað 19.–22. júní 2015 Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Atli Már Gylfason atli@dv.is „Ég vildi að ég gæti tekið til baka það sem ég gerði“ n Hlín Einarsdóttir reyndi að kúga fé út úr forsætisráðherra n Hún stígur fram og greinir frá geðröskunum Framhald á næstu síðu  Glímir við erfiðleika Hlín greinir frá alvarlegum veikindum sem hún segir hafa hrjáð sig lengi. Mynd SiGtryGGur Ari „ Það er alveg skelfilegt og í raun næstum óyfir- stíganlegt að vera kölluð lygari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.