Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir S ögurnar eru allar einstakar,“ segir Steinunn Rögnvalds­ dóttir, annar höfunda bók­ arinnar Rof, bók sem fjallar um íslenskar konur og fóstur­ eyðingar. „Markmiðið var að lyfta sögum kvenna og fá tækifæri til að segja þær.“ Fyrir tæpu ári óskuðu þær Steinunn og Silja Bára Ómarsdóttir eftir sögum kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu. Konurnar voru fljótar að láta í sér heyra og alls bárust tæp­ lega áttatíu sögur sem notaðar hafa verið í bókina sem kemur út á haust­ mánuðum. Í dag, þann 19. júní, hefja þær söfnun og forsölu á bókinni á vefnum Karolina Fund. Þar geta áhugasamir styrkt söfnunina með fjárframlögum en einnig tryggt sér eintak af bókinni. Á föstudag verð­ ur einnig upplestur upp úr bókinni, klukkan 14.30 á Bergson í Templara­ sundi. Margslungnar tilfinningar Blaðamaður ræddi við þær Silju Báru og Steinunni í fyrrasumar þegar þær voru að hefja vinnuna við bókina. Þar kom fram að um þúsund fóstur­ eyðingar eru framkvæmdar á ári á Ís­ landi, en um fjörutíu ár eru liðin um þessar mundir frá því að núverandi löggjöf um fóstureyðingar var sett. Nokkrar tilraunir hafa verið gerð­ ar til þess að draga úr rétti kvenna til fóstureyðingar á þessum fjörutíu árum, en fáar tilraunir gerðar til þess að rýmka hann. Fóstureyðingar eru ekki frjálsar á Íslandi og þurfa kon­ ur að sækja um heimild til þess að fá að fara í slíka aðgerð eða fá lyf sem binda enda á þungunina. Nú er bók­ in tilbúin og tími til að taka upp þráð­ inn aftur. Sögurnar sem Silja Bára og Steinunn fengu sendar eru fjölbreytt­ ar en fjalla allar um þessa ákvörðun, að fara í fóstureyðingu. Tilfinningarn­ ar eru margslungnar, sumar snúa að eftirsjá, aðrar að reiði vegna að­ stæðna eða viðhorfa sem konurnar mættu, aðrar lýsa skömm og sumar lýsa feginleika. Sjálfar segja höf­ undarnir að með lestri þeirra hafi viðhorf þeirra til fóstureyðinga ekki breyst heldur frekar sannfært þær um mikilvægi þeirra fyrir konur. Það var þó eitt og annað sem kom þeim á óvart við vinnuna. „Fyrir mér hefur þetta snúist svo mikið um rétt kvenna yfir eigin líkama,“ segir Silja Bára og Steinunn tekur undir það. Þær segja þó að við skrif bókarinnar og yfirferð frásagn­ anna hafi hugmyndin um eftirsjá setið eftir. „Við bjuggumst við því að fá sögur sem snerust um eftirsjá eftir fóstureyðingunni – sem við gerðum, en mér finnst ég skilja það miklu bet­ ur núna. Þær eru ekki neikvæðar, það er jákvætt að fá þær inn og fá að skilja: Af hverju sjá konur eftir því að fara í fóstureyðingu?“ segir Steinunn. Við vinnslu bókarinnar hafa þær skoðað sögurnar þar sem eftirsjá kemur fram og reynt að greina þær og setja þær í samfélagslegt sam­ hengi. „Eftirsjáin er oft notuð sem rök gegn fóstureyðingum,“ segir Silja og bætir því við að um það bil þriðj­ ungur kvenna fer í fóstureyðingu ein­ hvern tímann um ævina. „Í bók sem ég las á dögunum sem heitir einmitt „Every Third Woman in America“ var mjög góð tilvísun í að um helming­ ur hjónabanda endar með skilnaði. Fólk sér eftir makavali. Eigum við þá að banna hjónabönd eða sambönd? Eftirsjá er ekki endilega eitthvað sem á að banna, hún er ekki endilega slæm. Þú getur séð eftir því að hafa ekki verið tilbúin á þessum tíma til að eignast barn, eða séð eftir aðstæðun­ um sem þú varst í án þess að sjá eft­ ir fóstureyðingunni sjálfri,“ segir hún. „Konur verða að fá að geta gert mis­ tök án þess að þeim sé refsað fyrir það af samfélaginu.“ Horfa þarf í aðstæður kvennanna og greina það hvers vegna eftirsjáin er til staðar. „Yfirleitt hafa konur, sem sjá eftir fóstureyðingunni, verið í þving­ andi aðstæðum,“ segir Steinunn. Það getur verið vegna fjárráða, þvingandi maka eða skorts á stuðningi frá fjöl­ skyldum þeirra, eða jafnvel neyslu. „Þeim finnst þær hafa verið komnar út í horn og að þær hafi neyðst til að grípa til þessa ráðs. Þær upplifa að þær hafi þurft að taka þessa ákvörðun af illri nauðsyn. Það er því kannski ekki beint fóstureyðingin sem veldur þessari eftirsjá heldur sú tilfinning að hafa ekki vald yfir eigin aðstæðum.“ Samfélagið ýtir undir skömm Eftir gerð bókarinnar segjast þær sjá að það séu sér í lagi viðbrögð sam­ félagsins sem ýti undir þá tilfinn­ ingu hjá konum að þær hafi eitthvað til að skammast sín fyrir eftir fóstur­ eyðingu. „Það eru sumar konur sem upp­ lifa skömm eftir fóstureyðingu. Oft eru það konur sem hafa farið oftar en einu sinni,“ segir Steinunn og set­ ur það í samhengi við drusluskömm, það eru konur sem upplifa það að ábyrgðin á kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir sé þeirra, en ekki gerandans. Í raun sé skömmin sem konur upplifa eftir fóstureyðingu samfélagsleg og á ekki að hvíla á herð­ um þeirra sem þurfa á slíku inngripi að halda. „Skilaboðin eru að þú eigir að passa þig, þú berir ábyrgðina og að Helgarblað 19.–22. júní 2015 Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Konur verða að mega gera mistök n Skrifuðu bók um fóstureyðingar n Safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund n Markmiðið Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ef fóstureyðing er það sem kona þarf til þess að hennar líf geti haldið áfram á hennar eigin forsendum er fárán- legt að tala um að það þurfi að fækka fóstur- eyðingum. Silja Bára Ómarsdóttir „Yfirleitt hafa konur, sem sjá eftir fóstur- eyðingunni, verið í þvingandi aðstæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.