Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 19.–22. júní 201526 Fólk Viðtal pirraði suma karlana alveg óstjórn- lega. Þeir lækkuðu ekkert í launum, þeir þoldu bara ekki að konurnar hefðu sömu laun.“ Þórhildur segir þó vissulega hægt að ráða við vandamál, eins og launa- mun kynjanna, með lagasetningu, reglugerðum og kvótum. Enda hafi töluvert áunnist í þeim efnum á síð- ustu árum, það sé hins vegar mun erf- iðara að eiga við kynferðislega kúgun kvenna sem á sér svo djúpar rætur í menningunni, að hennar mati. Hefur mátt þola mikinn róg Aðspurð hvort hún hafi mátt þola neikvæðar athugasemdir í sinn garð vegna skoðana sinna og bar- áttugleði, segir Þórhildur það svo sannarlega hafa gerst. En henni hefur líka verið hrósað fyrir framlag sitt í umræðuna. „Konur eru nán- ast undantekningarlaust jákvæðar í minn garð, en það liggur við að það sé í skúmaskotum. Ég kalla það kló- settsamstöðu kvenna. Þær hvíslast á inni á klósetti og láta karlmenn yfir leitt ekki heyra þegar þær eru að hrósa öðrum konum. En ég hef líka mátt þola alveg óskaplega mikinn róg. Konur sem eru sýnilegar verða fyrir því. Og þá er ráðist á persón- una. Það er alltaf eitthvað gríðar- lega mikið að konum sem gera sig gildandi í samfélaginu. Þær eiga gjarnan við mikla skapgerðarbresti að stríða,“ segir Þórhildur sem hef- ur sjálf mátt sitja undir slíkum athugasemdum. „Ég hef verið svo heppin að kynnast og vinna með mjög mörgum konum sem eiga við þessa „skapgerðarbresti“ að stríða.“ „Ég er ekki leiðinleg“ „Ég horfðist kannski ekki nógu mik- ið í augu við rógburðinn fyrr en honum fór að linna og andrúms- loftið fór að breytast. Ég veit ekki af hverju það gerðist. En það var talað um að enginn gæti unnið með mér. Það voru meira að segja skrifaðar heilu blaðagreinarnar um það. En samt hef ég nú sett upp fleiri stór- ar leiksýningar en nokkur annar Ís- lendingur. Hvernig hefði ég getað það ef enginn gæti unnið með mér? En þetta buldi á mér árum saman og það er afskaplega erfitt að bera svona af sér. Það fer enginn og segir: „ég er ekki leiðinleg“ eða eitthvað í þeim dúr. Þetta var hræðilega erfitt.“ Það tekur á Þórhildi að ræða um rógburðinn og hún viðurkennir það hiklaust fyrir blaðamanni. Henni finnst erfitt að sitja undir alhæfing- um um sjálfa sig og geta ekkert gert. „Hvað sem maður kann að segja og hvað sem maður reynir að bera af sér, þá tekur maður þetta auð- vitað inn á sig. Svo líður tíminn og þá er eins og allt mýkist. Ég held ég þyki ekki lengur leiðinleg. En það þótti ég mjög lengi – óskaplega leiðinleg og erfið. En ég veit ekki hvernig ég varð allt í einu skemmti- leg,“ segir hún og hlær. Þótt auðvit- að sé umræðuefnið ekki hlægilegt. En hláturinn undirstrikar hve fá- ránlegt það er að fullorðið fólk skuli haga sér með þessum hætti. „Þetta er lamandi“ „Það er hægt að halda svona rógsmaskínu gangandi, og henni er haldið gangandi gagnvart konum. Ég veit sosum ekkert hvort það hef- ur minnkað. En þetta er eitt af því sem hefur hamlað konum í því að beita sér. Þær vita meira og minna að þær verða fyrir ótrúlegu umtali og aðkasti. Það er mjög erfitt. Svo erfitt að það er erfitt að tala um það. Þetta er lamandi. Sérstaklega þegar maður er yngri og óöruggari, sem maður getur verið langt fram eftir aldri. Maður er alltaf að hugsa hvað sé að manni. Hvað maður geri rangt. Maður verður mjög meðvitaður um þetta í vinnu og fer í sjálfsritskoðun til að forðast allt þetta umtal, líkt og Guerilla Girls, sem nýlega sóttu Ís- land heim, þær eru alltaf með gór- illugrímur þegar þær koma fram svo ekki sé ráðist á þeirra persónu.“ Þórhildur segir að auðvitað geti gustað á milli fólks í því erfiða og flókna ferli að setja upp leik- sýningu. „Leikhúsið er þrunginn vinnustaður, miklar tilfinningar og oft mikil spenna í lofti. Það sem helst kemur mér úr jafnvægi er þegar mér finnst einhver slá slöku við, ekki vera á tánum. En oftast gengur þetta átakalaust og gleðin í fyrirrúmi.“ Ellefu ára í Þjóðleikhúsinu Þórhildur er fædd á Ísafirði en flutt- ist til Reykjavíkur þegar hún var sjö ára. Hún byrjaði ung að dansa ball- ett og það eru komin 58 ár síðan hún stóð fyrst á sviði Þjóðleikhússins. Þegar talið berst að æskunni stendur hún upp og sækir úrklippubók um starf sitt í leikhúsinu, heimildir sem til stendur að nota í bók sem á að rita um leikstjóraferil hennar, sem og myndir frá því hún var ung. Ein myndanna sýnir hana ásamt stall- systur á sviði Þjóðleikhússins, ellefu ára montna og sperrta í tindátabún- ingi. „Það var ótrúlegt ævintýri og ballettkennarinn innrætti mér svo mikla virðingu og ábyrgðartilfinn- ingu að mér fannst Þjóðleikhúsið hvíla á mínum herðum.“ Þórhildur átti sér draum um að verða atvinnudansari, en áttaði sig fljótlega á því að dansinn var henn- ar leið inn í leikhúsið, frekar en ann- að. „Ég var tiltölulega fljót að gera mér grein fyrir því að ég væri ekki til- vonandi stórstjarna í ballett. Ég hafði hreinlega ekki réttan vöxt í það.“ Á deit með Brian Jones Hún fór þó í listdansnám í Royal Ball- et School í London og segir námsárin hafa verið einstaklega dýrmætan og skemmtilegan tíma, sem hún hefði alls ekki viljað missa af. „Ég fór korn- ung út og bjó í mestu menningar- borg veraldar. Heimurinn opnaðist fyrir mér. Ég sá svo mikið og margt. Við fengum skólaafslátt á ballett- og óperusýningar. Svo fór ég heilmikið í kvikmyndahús og leikhús,“ segir Þórhildur sem verður hálf dreymin á svip þegar hún rifjar þetta ævintýri upp. Hún hverfur í huganum aftur um nokkra áratugi, í hringiðu menn- ingar og lista í miðri Lundúnaborg. „Skemmtanalífið var allt öðru- vísi. Við vorum mikið í heimapar- tíum og maður þurfti alltaf að vera með deit. Sem var ekki menningin hérna heima. Við þekktum auðvit- að ekki marga en reyndum að finna okkur deit. Ég fór meira að segja einu sinni á deit með Brian Jones í Roll- ing Stones. Ég vissi það reyndar ekki fyrr en mörgum árum seinna,“ segir hún kímin. Unga íslenska stúlkan drakk í sig heimsmenninguna í stór- borginni, og sneri heim til Íslands reynslunni ríkari. Varð smám saman leikstjóri Þórhildur aðstoðaði við uppsetn- ingu fjölda sýninga, ýmist sem dans- höfundur eða ráðgjafi, áður en hún fór að spyrja sig að því af hverju hún leikstýrði ekki sjálf. Henni fannst hún hafa næga þekkingu til þess. Reyndar lék hún aðeins á sviði áður en til þess kom og var með fyrstu fastráðnu leikurunum hjá Leikfélagi Akureyrar. En hún fann sig ekki sem leikari. „Mér fannst ekki gaman að leika. Ég fékk ágætishlutverk og end- aði feril minn sem leikkona á því að neita hlutverkum. Það tekur mikinn toll af fólki að vera leikari. Það þarf að gefa svo gríðarlega mikið af sjálfu sér og veita öllum aðgang og aðild. Öðruvísi verður leikari aldrei góð- ur. Hann getur verið sæmilegur, en ekki góður. En ég kærði mig ekki um þetta. Ég dáist hins vegar að þeim leikurum sem geta þetta. Það er svo mikið örlæti að hleypa fólki inn í sál- arlíf sitt, en þangað verður leikarinn að sækja list sína.“ Þrátt fyrir að Þórhildi langaði til að leikstýra þá hafði hún kannski ekki nógu mikla trú á sér í fyrstu. Hjá Leikfélagi Akureyrar hitti hún hins vegar læriföður sinn, Magnús Jónsson, sem hjálpaði henni að öðl- ast þá trú. „Hann byggði mjög mik- ið upp sjálfsmynd mína. Hann hafði svo mikla trú á mér og fól mér leik- stjórn. Hann var mjög uppörvandi og uppbyggjandi á allan hátt. Ég á honum óskaplega mikið að þakka,“ segir Þórhildur einlæg. Hún segist í raun aldrei hafa tekið ákvörðun um að verða leikstjóri þótt hugur henn- ar hafi leitað þangað, heldur hafi það gerst smám saman. Dregin út í ævintýri En það var annar maður sem kom inn í líf Þórhildar á fyrstu árum henn- ar í leikhúsinu, sem hafði alltaf trú á henni, og hefur enn. Það er mað- urinn hennar til fimmtíu ára, Arnar Jónsson leikari. „Arnar var ofurhugi og mikil stjarna. Og hann dró mig út í alls konar ævintýri sem ég hefði annars aldrei tekið þátt í, því ég er svo mikil skynsemismanneskja,“ seg- ir hún kímin. „Mér fannst allt sem hann var að gera algjört glapræði en honum ekki.“ En meðal þess sem Arnar fékk Þórhildi með sér í var að stofna, ásamt fleirum, Leiksmiðju sem reyndist mikið gæfuspor og skemmtilegt ævintýri. „Alþýðuleik- húsið var næsta glapræðisævin týrið en þannig mjakaðist ég út í leik- stjórn,“ segir hún glöð í bragði, stolt af sínu framlagi til íslensks leiklistar- lífs. Og hún er enn að leikstýra þó að vissulega hafi dregið úr því með ár- unum. „Þetta er svo óskaplega gjöfult starf og það eru mikil forréttindi að hafa fengið að starfa við leikstjórn,“ segir hún þakkát að lokum. Og bætir við: ,,Gleðilegan baráttudag.“ n „Ég held ég þyki ekki lengur leiðin- leg. En það þótti ég mjög lengi – óskaplega leiðin- leg og erfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.