Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 36
36 Menning Þ að er algengt að við sjáum söngkonu standandi fyrir framan hljómsveit einung- is skipaða karlmönnum spilandi lög eftir karlhöf- unda – en ef við snúum kynjahlut- föllunum á hvolf erum við komin með sjaldséðari sjón. Á tónleikum sem nefnast „Höfundur óþekktur“ í Eldborgarsal Hörpu mun fimm manna hljómsvei,t einungis skipuð kvenkyns hljóðfæraleikurum, leika lög íslenskra kvenpopptónskálda – aðeins söngvararnir eru karlar. „Við köllum þetta kynjasnún- ing,“ segir Védís Hervör Árnadóttir, listrænn stjórnandi tónleikanna. „Þarna verður fullskipuð hljómsveit kvenna – það hefur aldrei gerst áður á Eldborgarsviðinu.“ Þar að auki munu nokkrar af goðsagnakennd- ustu kvennahljómsveitum Íslands- sögunnar koma fram: Dúkkulísurn- ar, Kolrassa krókríðandi og Grýlan Ragga Gísla. 10 prósent af útgreiddum stefgjöldum Það er KÍTÓN, félag kvenna í tón- list, sem stendur fyrir tónleikun- um í samstarfi við Nefnd 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Til- gangurinn er að benda á þá stað- reynd að kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fái enn einungis tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum, en tónleikunum er einnig ætlað að sýna ungu íslensku tónlistarfólki sterkar kvenkyns fyrirmyndir í tón- listarbransanum. Védís segir að þrátt fyrir að stað- an sé mun betri en áður þá megi alveg spyrja sig af hverju hlutföll- in séu svo skökk enn í dag. ,,Við erum ekki fórnarlömb eða í ein- hverri aumingjavæðingu, við stíg- um fram á mjög jákvæðan hátt, sjá- um margar leiðir að því að auka þátttöku kvenna og vindum okkur í þær! Alllt hefur sínar skýringar: á öldum áður var ekki til siðs að kon- ur væru tónskáld. Þær höfðu ekki aðgang að sömu menntun og karlar og það eimir auðvitað enn af þessu, sem svo skýrir þessi stefgjöld – enda tekur það höfundarréttinn 70 ár að renna út eftir andlát tónhöfunda.“ Annars konar hvatning „Við fáum allt öðruvísi hvatningu í tónlistarmenntun. Það eru ólík viðhorf sem mæta stelpum sem byrja að spila á trommu eða bassa, þessi hefðbundnu karlahljóðfæri og hljóðfæri almennt. Konur eru kannski aðallega að spila á píanó, gítar eða syngja og „fronta“ bönd,“ segir Védís. „En það er í alvörunni í umræðunni enn þann dag í dag að við séum bara ekki gerðar fyrir ákveðin hljóðfæri, að líffræði karla og kvenna skilji hæfileikana að. Nú ætlum við bara að snúa þetta niður. Ekki einu sinni reyna að tala um að Þórdís meistari Claessen geti ekki setið og massað trommurnar vegna þess að hormónabúskapur karla og kvenna sé svo ólíkur,“ bætir hún við. Hún segir að þrátt fyrir að mik- ill fjöldi öflugra kvenkyns tónlistar- manna sé starfandi þurfi það að vera regla frekar en undantekning að í hljómsveitum séu stelpur. „Þegar það koma fram kvennahljómsveit- ir eins og Grýlurnar, Dúkkulísurn- ar eða Kolrassa krókríðandi, þá felst einhver massayfirlýsing í því, það hristir upp í hlutunum – en svo líð- ur það bara hjá en efnið situr eftir og verður klassík. Við erum að bíða eftir því að það komi flóðbylgja af blandaðri hljómsveitum eða alls- herjar kvenhljómsveitum. Því það á að vera sjálfsagður hlutur í dag.“ n Helgarblað 19.–22. júní 2015 ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Kynjasnúningur í Hörpu Viðteknum kynjahugmyndum tónlistarbransans snúið á haus „Þarna verður full- skipuð hljóm- sveit kvenna – það hefur aldrei gerst áður á Eld- borgarsviðinu. Verk eftir eftirfarandi kvenhöfunda verða leikin á tónleikunum Björk Guðmundsdóttur, Emilíönu Torrini, Hafdísi Huld, Ingibjörgu Þorbergs, Láru Rúnars, Ólöfu Arnalds, Ragnheiði Gröndal, Sóleyju, Svölu Björgvins, Védísi Hervöru og Þórunni Antoníu. Védís Hervör Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Önnur hvatning „Það eru ólík viðhorf sem mæta stelpum sem byrja að spila á trommu eða bassa, þessi hefðbundnu karlahljóðfæri og hljóðfæri almennt. Konur eru kannski aðallega að spila á píanó, gítar eða syngja og „fronta“ bönd,“ segir Védís Hervör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.