Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 39
Menning 39Helgarblað 19.–22. júní 2015 Sturla Atlas Hver ert þú? Ég er 22 KK. Ég og vinir mínir erum að gera tónlist sem fólk er að taka vel í. Hvað munt þú bjóða upp á á Secret Solstice? Við munum bjóða upp á ferska autotune-aða stemmingu. Gott partí og allir verða glaðir. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni sem þú gerir? Klukkan er að verða fimm á sunnudagsmorgni og þú ert niðri í bæ og veist ekki hvar neinn er og fyllist örvæntingu og heyrir skyndilega nafnið þitt kallað og snýrð þér við og það er mann- eskjan sem þú ert búinn að vera að leita að í allt kvöld. Tónlistin á að hljóma þannig. Hver eru umfjöllunarefnin þín? Við fjöllum bara um það sem skiptir okkur máli. Ástin var ríkjandi þema á mixtape-inu sem við gáfum út um daginn, það heitir Love Hurts. Ástin er kannski rauði þráðurinn í tónlistinni og síðan blandast aðrir tilheyr- andi hlutir inn í heildarmyndina. Hvað ert þú spenntur fyrir að sjá á Secret Solstice? Ég er mjög spenntur að sjá vin minn, Ben Dough, sem er að heimsækja Ísland yfir helgina. Hlakka til að sjá Stormzy og FKA twigs. Hvar er hægt að heyra tónlistina þína? http://sturlaatlas.com/ Svo er hún líka á Spotify og Soundcloud. GKR Hver ert þú? Ég er GKR og er uppalinn í vesturbænum. (GKR er stytting á nafninu Gaukur) Hvað munt þú bjóða upp á á Secret Solstice? Á Secret Solstice mun ég bjóða upp á góða orku og mikinn bassa. Ég vil að allir sem mæta á tónleikana mína séu tilbúnir að gleyma því slæma sem er í gangi og gera sitt besta til að hafa eins skemmtilegt og hægt er. Það er í raun ekki hægt að sjá fyrir nákvæmlega hvað ég býð upp á á tónleikum því ég er mjög spontant manneskja og geri oft eitthvað óvænt einungis út frá því hvernig mér líður en það verður þó allavega mikið rapp, ég mun rappa mjög, mjög, mjög mikið. Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni sem þú gerir? Ég er einlægur, hrein- skilinn og næstum því allt sem ég segi í lögunum mínum meina ég eða er satt. Hver eru umfjöllunarefnin þín? Frá því að rappa um að ég sé aðalmaðurinn yfir í að syngja um það að það væri kannski best fyrir mig að alltaf vera einn, því þá er ég ekki fyrir neinum og allir geta verið hamingjusamir án mín. Öll finnum við mismunandi tilfinningar á mismunandi tímum, suma daga horfir þú í spegil og hugsar: vá hvað ég er kúl. Svo koma dagar þar sem þú horfir í spegil og hugsar: mér finnst ég ekki nógu flott manneskja og byrjar þá að efast um ýmislegt við þitt eigið sjálf. Mér líður eins og of margir á Íslandi séu alltof lokaðir og það vantar einhverja manneskju sem þorir að segja hluti eða þorir að gera eitthvað öðruvísi. Það skiptir svo miklu máli, sérstaklega í listsköpun. Gísli Pálmi opnaði til dæmis fyrir mörgum hvernig íslenski „götuheimurinn“ er og það er kannski asnalegt fyrir sumum en þetta er samt ekkert bull. Munið það að allir gera mistök svo það ætti engin/nn að vera feimin/ nn við að prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hversu margir héldu að ég yrði lélegur rappari/tónlistarmaður en hér er ég. Hvað ert þú spenntur fyrir að sjá á Secret Solstice? Ég er mest spenntur fyrir FKA Twigs, hún hefur verið mjög framsækin í tónlist- arsenunni og rosalega áberandi 2014–2015. Hún er þekkt fyrir að vera með flott „live show“ enda eru mörgum tónlist- armyndbönd- um hennar leikstýrt af henni sjálfri. Hún mun vera stórt nafn í framtíðinni því hún virðist hafa mikinn metnað og er virkilega frumleg. Einnig er Stormzy mjög áhugaverður rappari, south london grime tónlist er mjög heit í dag og hann er að gera virkilega vel í þeirri senu, myndböndin hans eru líka skemmtileg. Hvar er hægt að nálgast tónlistina þína? Soundcloud.com/gkrofficial Youtube.com/gkrofficial

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.