Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 35
Menning 35 um á háum hælum og öskrar og bíð- ur eftir að vera bjargað, á sama tíma og hún er fordæmd fyrir að hafa meiri áhuga á ferlinum heldur en á börnum (annarra). Nördinn með gleraugun er kannski gáfaður, en konur hafa engan áhuga á slíkri mannleysu. Myndin fellur því fljótt á mannlega þættinum. Vænum skammti af Alien er skellt inn þegar einhver vill breyta eðlun- um í vopn fyrir herinn og fær mak- leg málagjöld. Raptorarnir vita ekki alveg hvar þeir eiga heima og skipta jafn oft um lið og Ítalir í heims- styrjöld. Og loks birtist T-Rex sem gestastjarna og reynir að bjarga því sem bjargað verður. Risaeðlurn- ar eru sem fyrr mikið sjónarspil, en myndinni tekst ekki að vinna á því bót að vissulega höfum við séð þetta allt saman áður. Enn er beðið eftir þeirri framhaldsmynd sem sú fyrsta á skilið, þó vissulega megi hafa gam- an af hér ef allar vangaveltur eru skildar eftir á ganginum. n Helgarblað 19.–22. júní 2015 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Torino Rín Mósel Lyon Basel Nevada Roma Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Áklæði Að mæta músíkinni á miðri leið einkennast af nokkrum spuna,“ seg- ir Víkingur Heiðar. „Þessi dagskrá sem hefur heitið Gráa svæðið er innblásin af Fredrich Chopin. Milli ellefu og eitt á kvöldin átti hann það sem hann kallaði gráu stund- ina sem var dýrmætasti tími hans. Þá settist hann við hljóðfæri og im- próvíseraði. Næsta morgun vaknaði hann og vann úr spunanum. Margt óvænt mun gerast hjá okkur í Mengi en ákveðið er að flytja Tunglskins- sónötu Beethovens og síðasta verk- ið sem Sjostakovich samdi sem er víólusónata, en í þriðja kaflanum er hann að líkja eftir hæga kaflanum í Tunglskinssónötunni.“ Með Stradivarius-fiðlu Napóleons Fjölmargir tónlistarmenn, innlend- ir og erlendir, koma fram á hátíðinni þar á meðal er japanska fiðlustjarn- an Sayaka Shoji sem kemur þar fram í annað sinn. Hún og Víkingur Heið- ar hafa spilað þó nokkuð saman er- lendis. „Hún er mikil stjarna, einn fremsti fiðluleikari okkar tíma og spil- ar á Stradivarius-fiðlu sem Napó leon Bónaparte átti og er eitt þekktasta hljóðfæri í heiminum í dag,“ segir Víkingur Heiðar. „Við Sayaka erum á sama aldri og spilum stundum saman úti og það er gaman að geta spilað á Íslandi þau tónverk sem við spilum annars staðar. Það eru magnaðir listamenn á þessari hátíð, þar á meðal margir af fremstu hljóð- færaleikurum Skandinavíu.“ Aðspurður hvernig honum finn- ist tónlistarlífið á Íslandi segir Vík- ingur Heiðar: „Það er mjög gott mið- að við það sem áður var. Framboð á tónleikum og tónleikaaðsókn sýnir að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir hlustað á klassíska tónlist.“ Hann bætir við: „Á Íslandi finnst mér fólk of mikið skilgreina fyrirfram hvers konar tónlist það vilji hlusta á. Á þessari hátíð er flutt alls kyns tónlist, kannski er framsækið rokk fyrir hlé og tónlist fyrir strengjahljóðfæri eft- ir hlé. Tónlistarstefnum og straum- um er blandað saman og þannig er hægt að fá tónleikagesti til að hlusta á nokkuð annan hátt en áður. Mér finnst að fólk mætti opna eyrun bet- ur og hætta að líta svo á að músíkin eigi að þjóna þeim. Mús- íkin þjónar að einhverju leyti en verður ekki áhuga- verð fyrr en maður mætir henni á miðri leið. Það er stórkostlega skapandi að hlusta á tónlist og það er hægt að gera á svo marga vegu. Maður getur sem dæmi hlustað á laglínuna vefast saman eða hlustað á hljóminn og taktinn.“ Ósammála gagnrýni á menntamálaráðherra Nýlega skrifaði Víkingur Heiðar grein í Fréttablað- ið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni þar sem þeir fögnuðu hugmynd menntamálaráðherra um að stofnaður yrði tónlistar- skóli fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyr- ir sig. „Mitt í öllu annríkinu dreif ég í það að skrifa þessa grein með Jakobi,“ seg- ir Víkingur Heiðar. „Ég er mjög ósammála þeim sem gagnrýna menntamála- ráðherra í þessu máli. Það er ekki rétt að ef af þessu verði muni tónlistarnámi á landsbyggðinni hnigna og nemendum þar fækka. Það sem gerist er að við bætist skóli í Reykjavík með hágæðanám fyr- ir nemendur á framhaldsstigi. Af hverju fögnum við því ekki? Ég hefði viljað vera í svona skóla þegar ég var ungur.“ Hjá einni virtustu umboðs- skrifstofu í London Víkingur Heiðar segir mikla vinnu liggja að baki Reykjavik Mid- summer Music. „Þetta er hins vegar skemmtileg vinna og bætir nýrri vídd við tónlistarlíf mitt.“ Þegar há- tíðinni lýkur tekur við sumarfrí á Ís- landi úti á landi. Með haustinu hefst síðan mikill annatími, enda er Vík- ingur eftirsóttur píanóleikari víða um heim. Hann býr í Berlín en hef- ur einnig aðsetur á Íslandi. Hann er kominn á samning hjá einni virt- ustu og þekktustu umboðsskrif- stofu í London, sem nefnist Harri- son Parr ott og hefur meðal annars sjálfan Ashkenazy á sínum snærum. „Þegar ég sagði vinkonu minni frá Juilliard frá þessum fréttum sagði hún að ég hefði talað um það strax árið 2006 að ég vildi komast á samning hjá þessari skrifstofu. Því var ég búinn að gleyma. Þetta breyt- ir ansi miklu fyrir mig og það er mik- il heiður að fá að vinna með þeim sem þarna starfa.“ n Sayaka Shoji Fiðlustjarnan með fiðluna sem var í eigu Napóleons. Víkingur Heiðar Hann er kominn á samning hjá einni virtustu umboðsskrif- stofu í London. MyNd Sigtryggur Ari Vel þekkt skrímsli Skemmtileg, en ekki sú framhaldsmynd sem Júragarðurinn á skilið 22 árum síðar Chris Pratt er í aðalhlutverki í Jurassic World sem gerist 22 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.