Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Bótaþegar á Íslandi yngri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum n Konur tvöfalt líklegri til að þiggja bætur n Kynbundið ofbeldi möguleg skýring E ins og DV greindi frá nýver- ið, kom fram í ársskýrslu Tryggingastofnunar ríkisins fyrir árið 2014, að heildar- fjöldi örorkuþega á Íslandi hafi hér um bil tvöfaldast frá ár- inu 1999. Fjölgunin, sem í tölum er úr 8.673 upp í 16.323, verður að hluta til skýrð með mannfjölgun og breytingum á lagaumhverfi. Þær skýringar duga þó ekki, og einnig er á huldu hvað veldur því að á Ís- landi eru konur sem þiggja örorku- eða endurhæfingarlífeyri tvöfalt fleiri en karlar í sömu stöðu. Þegar tölur um bótaþega fyrir árið 2014 eru bornar saman milli Norðurlandanna, kemur í ljós að íslenskir örorkubótaþegar eru yngri en í hinum löndunum. Sigríður Lilly Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir mikilvægt að setja ákveðna fyrirvara á samanburði talna milli Norðurlandanna. „Eins lík og al- mannatryggingakerfi á Norður- löndum eru í grundvallaratriðum, þá eru útfærslurnar um margt ólík- ar. Til þess að fá raunhæfan saman- burð um virkni í þessum samfélög- um, þyrfti að bera saman tölur yfir alla þá sem ekki taka þátt á vinnu- markaði – af hvaða ástæðum sem það kann að vera, og fá greiðslur úr almannatryggingakerfunum. Bótaflokkar á Norðurlöndum eru mjög misjafnir, að slíkur saman- burður gæfi miklu dýpri og rétt- ari mynd af þátttöku í samfélaginu og hvernig við erum að nýta okk- ar sameiginlegu sjóði fyrir þá sem standa höllum fæti.“ Uppstokkun bótakerfa Sigríður Lilly bendir á að miklar kerfisbreytingar hafi átt sér stað í nágrannalöndunum sem farið var í upp úr aldamótum. Þá færðist fólk milli flokka, færri þiggja nú örorku- lífeyri til langtíma, en á sama tíma voru endurhæfingarúrræði efld til muna. „Endurhæfingarúrræðin þykja nú sjálfsögð réttindi fólks í þess- um löndum.“ Sigríður bendir þó á að aðgerðirnar, sem mikil póli- tísk samstaða ríkti um, hafi litlu breytt um heildarfjölda þeirra sem standa utan vinnumarkaðar. „Svíar settu sér til að mynda það markmið að fækka bótaþegum með langtímaörorku um helm- ing á tilteknum árafjölda og eru komnir fram úr því markmiði fyr- ir nokkru. Þessir einstaklingar hafa gjarnan flust yfir í önnur bótakerfi, svo sem endurhæfingarúrræði, at- vinnuleysisbætur eða félagsaðstoð sveitarfélaga. Þó að heildarfjöldi einstaklinga sé sá sami er vissulega ávinningur að fleiri geti nýtt sér endurhæfingarúrræði og það hef- ur skilað árangri.“ Að sögn Sigríðar hefur Ísland þá sérstöðu að hér fjölgar bótaþeg- um á meðan þeim fækkar á hinum Norðurlöndunum, að Færeyjum undanskildum, en líta verði til þess að atvinnuleysi er minna á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. „Því miður fer hópurinn stækk- andi, sem hefur ekki náð tökum á tilveru sinni í þjóðfélaginu eins og það hefur þróast. Hvað veldur því þarf að rannsaka mun betur. Auð- vitað vildum við sjá þessar tölur standa í stað eða lækka.“ Nýtingu gagna ábótavant Sigríður bendir á að starfsskilyrði TR séu allt önnur en gerist hjá sam- bærilegum stofnunum í nágranna- löndum okkar. Stofnunin er rekin á fjárhæð sem nemur 1% af útgreiðsl- um á meðan 3–4% eru nær lagi hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. „Í nágrannalöndunum eru grein- ingardeildir, og stofnanirnar hafa rannsóknarskyldu. Það er óneit- anlega blóðugt að sitja á þessum upplýsingum en hafa ekki mann- afla og fjármuni til að vinna úr þeim. Úrvinnsla væri mikilvægt verkfæri fyrir þingmenn og aðra þegar ákvarðanir eru teknar um þróun réttindakerfisins.“ Konur mun fleiri Á öllum Norðurlöndunum eru konur fjölmennari í hópi bótaþega, en ekki hefur reynst unnt að graf- ast fyrir um ástæður þess á Íslandi vegna fjárskorts hjá TR. „Ein af skýringunum gæti ver- ið að margar konur eru undir tvö- földu álagi, þær bera ábyrgð á fullri vinnu og heimilinu að auki. Rann- sóknir sýna að það er streituvaldur að bera ábyrgð á mörgum stöðum. Í Svíþjóð var nýlega gerð rann- sókn sem sýndi að þegar feður fóru í auknum mæli í fæðingaror- lof varð fjölgun á öryrkjum í hópi ungra feðra. Slíkar niðurstöður styðja tilgátuna um að skýringin á fleiri konum í hópi öryrkja sé þetta aukna álag. Annar þáttur sem nefndur hefur verið og gæti ýtt undir örorku hjá konum hér á landi er að örorkulífeyrisþegar öðlast rétt til margvíslegra barnatengdra greiðslna í kerfinu. Slík örorka er ákveðin fátæktargildra fyrir konur til lengri tíma litið því fyrir margar þeirra reynist erfitt að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir langan tíma heima með börn. Þá þarf að taka kostnaðinn við barnagæslu inn í myndina.“ Örorkubætur eru tekjutengdar og á Íslandi er launamunur kynj- anna enn í kringum 19%. Þetta þýðir að tekjutengingin fellir karla fremur en konur þegar útgreiðsla bóta er annars vegar. Þetta á bæði við um örorkubætur og aðrar greiðslur TR. Kynbundið ofbeldi möguleg skýring Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir kynjadreifingu á örorkubótum mjög athyglisverða. „Mér finnst full þörf á að rannsaka þetta. Með því að komast að því sanna um ástæðurnar gætum við sparað þjóðfélaginu mikla peninga og að sjálfsögðu aukið lífsgæði með því að grípa fyrr inn í hjá konum sem búa við slæmar aðstæður. Ég er sannfærð um að ein af ástæðunum sem liggja þarna að baki er algengi kynbundins ofbeldis gagnvart kon- um. Ofbeldi gegn konum er svo út- breitt og afleiðingarnar geta verið skelfilegar og langvarandi, bæði líkamlegar og andlegar.“ Kristín segir merkilegt hversu litlum fjár- munum hefur verið varið í að skoða þetta mál, enda geti rétt að- stoð fyrr í ferlinu breytt þróuninni fyrir marga. „Jafnréttisstofa vinn- ur lögum samkvæmt að jafnrétti kynjanna og þarna er mikið verk að vinna.“ n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Sigríður Lilly Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu. Bótaþegar undir 49 ára aldri Finnland Danmörk Svíþjóð Ísland Noregur 27.8 % 37.3% 32.7% 33.8% 50.1% „Því miður fer hópurinn stækk- andi, sem hefur ekki náð tökum á tilveru sinni í þjóðfélaginu eins og það hefur þróast. Hvað það er sem veldur þarf að rannsaka mun betur. Sigríður Lilly Baldursdóttir Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.