Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 17
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Umræða 17 RENAULT TRAFIC 2015 STUTTUR L1H1 DCI 90 2,0 TURBO Hlaðinn aukabúnaði: Hliðar- hurðir á báðum hliðum - Bakk- skynjari - Hraðastillir - Handfrjáls búnaður fyrir síma - USB tengi - Stöðugleikakerfi - Spólvörn - Flottara Stereo - Plata í botni - Skilrúm með glugga - Gluggar í afturhurðum. Okkar verð : 3.396 án vsk. (4.211.040,- með vsk. ) um 300 þús undir listaverði. úRvAL NýRRA Og NýLEgRA SENDIBíLA á staðnum á frábæru verði RENAULT MASTER 2015 MILLI- LANgUR DCI 125 L2H2 3,5 HÁÞEKJU Aukabúnaður í þessum bíl sem kostar aukalega í umboðinu er Skilrúm á milli vörurýmis og farþega = 55.000 - 270° opnun á afturhurðum kr. 99.000 - Loft- kæling kr. 130.000 - Bakkskynj- ari kr. 100.000 - Stöðugleika- kerfi kr. ? Spólvörn kr. ? USB tengi kr. ? Varadekk kr. ? Okkar verð: 3.900 þús án vsk. (4.836.000 með vsk. ) Um 850 þús. undir listaverði. FORD TRANSIT CUSTOM 290 L2H1 TREND TDCI 125 Nýr 2015 Ford Transit Custom 290 L2H1 - Langur. Aukabúnað- ur: TREND pakki kostar 400.000 í umboði. Innifalið = Samlitir stuðara - Handfrjáls búnaður - Hraðastillir - Kastarar - Loftkæling - Hiti í framrúðu - Hiti í útispeglum - Leðurstýri og gírhnúi - LED ljós í innréttingu - Viðarklæðning í flutningsrými - Hjólkoppar. Dráttarkrókur 180.000,- Einnig : Fjarstýrðar samlæsingar - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Spólvörn - Stöðugleika- kerfi - Útvarp - Vökvastýri. Okkar verð: 3.990.000 án vsk. ( 4.947.600,- með vsk. ) Um 900.000 undir listaverði. RENAULT MASTER DCI 125 STURTUBíLL 9/2012 Renault Master Sturtubíll - Ekinn aðeins 16 þús. km. ABS hemlar - Aksturstölva - Fjarstýrðar samlæsingar - Geislaspilari - Líknarbelgir - Loftkæling - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Útvarp - Vökvastýri - Þjónustubók. Lengd á palli er 3280 mm. Okkar verð: 4.290.000,- án vsk ( 5.319.600,- með vsk.) RENAULT TRAFIC STUTTUR L1H1 2011 Renault Trafic L1H1 - Stuttur. Ekinn aðeins 47 þús. km. - Þjónustubók - Einn eig- andi - Aksturstölva - Armpúði - Fjarlægðarskynjarar - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisla- spilari - Litað gler - Líknarbelgir - Loftkæling - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Útvarp - Vökvastýri - Þjófavörn. Okkar verð: 2.390.000,- án vsk. (2.963.600,- með vsk.) Grátlegt hrun Rásar eitt hægt að ganga að því sem vísu að það væri vönduð tónlistardagskrá eftir tíufréttir á kvöldin og alveg til eitt á nóttunni, nú er á því bili yfir­ leitt endurflutt dægurmálaefni. En ég nefndi þennan tíma eftir klukk­ an tíu á morgnana vegna þess að nú er hann oftast hafður undir sama þáttinn, sem heitir Bergmál og spilar dægurtónlist. Það er svo sem ekkert út á þann þátt að setja, umsjónarmaðurinn er ágætur og veit margt, en þetta er ekta Rásar tvö efni. Rás tvö sendir út dægurtón­ list mestallan sólarhringinn, það gera líka ótal einkastöðvar, og því skilur maður ekki hvers vegna menningarrásin sem ríkið rek­ ur þarf líka að spila Carpenters, Stevie Wonder og Jackson Five, á tíma þegar þar til nýlega var kynnt eitthvað og flutt sem menn heyra ella ekki. Og sama má segja um dægur málaþætti og alls kyns rabb, slíkir þættir á Rás eitt eru margir fínir og í höndum áheyrilegra um­ sjónarmanna, en Rás tvö var góð í þannig efni og manni finnst ein­ hvern veginn eins og ætti að vera nóg pláss þar, án þess Rás eitt ein­ beiti sér að því líka, eins og Bylgj­ an og allt hitt. Peningamál? Ég veit að okkar ágæti útvarps­ stjóri er að slást við fáránlegt fjár­ málaklandur, en ef stofnun hans þarf að hætta að sinna sínu mikil­ vægasta hlutverki þá spyr maður sig hvort ekki sé rétt að slökkva frekar á útsendingum, heldur en að hætta með fræðandi tónlistar þætti og fara að spila í staðinn popp eins og allar hinar stöðvarnar. Auk þess sem ekki blasir við leik mönnum hvernig getur falist í því stór sparnaður að hafa mann í stúdíói sem leikur frekar þessa tónlist en hina. Ef ég hitti Magnús Geir myndi ég segja honum að það sé á allra vitorði að hann hafi staðið með því að Rás eitt sinnti sínu menningarhlutverki á þeim tíma þegar hann sat í stjórn RÚV, en var ekki orðinn útvarps­ stjóri. Og að þess vegna sé með öllu óskiljanlegt að rásin skuli hrynja jafn hryggilega og orðið hefur á hans vakt. Ef þróunin á Rás eitt verð­ ur áfram eins og hún hefur verið á síðustu tveimur árum eða svo verð­ ur það áfall fyrir lífið í þessari „ver­ stöð“ sem má líkja við það ef Sin­ fónían yrði allt í einu lögð niður, eða leikhúsunum lokað, eða bókaútgáfu skyndilega hætt, og þaðan í frá nær eingöngu boðið upp á Disneyklúbb­ inn og Séð og heyrt. n „Mér er ekki vel við síðan þetta gerðist að gagnrýna Magnús Geir. En nú verð ég samt að spyrja hann spurninga varðandi Rás eitt.“ Mynd Sigtryggur Ari „Með öðrum orðum: Menningar- og fræðslustofnunin RÚV var að sinna sínu hlutverki.“ Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.