Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 16
Helgarblað 17.–20. júlí 201516 Umræða
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
Rafhlöðu-
borvél
og skrúf-
bitasett
takmarkað
upplag
Borvél
Inniheldur:
BS 14-A Light borvél
2 x Li-on rafhlöður, 1,5 Ah
1 x hleðslutæki
1 x ORSY 200 tösku
30.876 kr.
Þessa glæsilegu borvél
og skrúfbitasett bjóðum
við í tilefni þess að Würth
samsteypan er 70 ára í ár.
70 áraafmælis-útgáfa
7.428 kr.
Grátlegt hrun Rásar eitt
M
agnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri er maður
sem ég met allmikils,
og fyrir því eru raunar
persónulegar ástæður
sem nú skal segja frá. Það er dá
lítið undarleg saga sem ég hef ekki
sagt áður, og er ástæða þess að mér
er ekki ofarlega í huga að gagnrýna
þennan geðþekka mann. En það
var á níunda áratug liðinnar aldar,
þegar gamlir kunningjar og skóla
bræður höfðu stofnað leikhús og
tekið Gamla bíó á leigu, að þeir
fengu mig til að þýða verkið „Litla
hryllingsbúðin“ – þ.e.a.s. laust
mál, samtöl og slíkt, en Megas
þýddi söngtextana. Verkið var
svo sett upp og sló í gegn, Laddi
lék eftir minnilegan tannlækni
og Björgvin Halldórs talaði og
söng fyrir mannætublómið í sýn
ingunni, og sömuleiðis vel skipað
í önnur hlutverk.
Svo liðu mörg ár, uns þáverandi
leikhússtjóri Borgarleikhússins
hafði samband við mig því þeir
ætluðu að setja upp verkið og vildu
fá leyfi til að nota minn hluta þýð
ingarinnar. Það var auðvitað auð
sótt, en fyrir slíkt fær maður borg
aðan smá pening, sem kemur sér
jafnan vel eins og flestir vita. Leik
hússtjórinn hafði þá lesið yfir þýð
inguna og sagði að þar væru nokk
ur atriði sem mætti hugsanlega
lagfæra, eitthvað sem hafði verið
staðfært á sínum tíma var kannski
orðið úrelt. Svona er alvanalegt, og
ég var spurður hvort ég vildi skoða
þetta sjálfur eða hvort þau ættu að
fá innanhússmann til að athuga
þetta og koma með tillögur um
breytingar. Þar sem ég hafði nóg
á minni könnu um þær mund
ir, á fullu við að semja bók og fáir
mánuðir í skiladag, þá fannst mér
ágætt ef einhver annar myndi
renna yfir þýðinguna og við mynd
um síðan skoða breytingatillögur.
Og með það kvaddi ég leikhús
stjórann, við ætluðum næst að
vera í sambandi þegar yrði farið að
æfa verkið.
Nýja þýðingin
Svo liðu vikur eða mánuðir án þess
ég heyrði nokkuð meir, og var far
inn að halda að leikhúsið hefði
hætt við að setja upp sýninguna.
Þar til ég hitti á förnum vegi ein
hvern leikara eða starfsmann úr
húsinu og spurði um þetta, og fékk
þá að vita að menn væru á fullu að
æfa stykkið og að stutt væri í frum
sýningu. Ég varð hvumsa og hafði
samband við leikhússtjórann og
spurði hvers vegna ég hefði ekkert
verið hafður með í ráðum. Og þá
svaraði hún, heldur svona kæru
leysislega, Æjá, við fengum þarna
ákveðinn mann til að fara yfir þína
þýðingu, og hann gerði svo miklar
breytingar að þú átt ekkert í þessu
lengur. Nú er þetta bara hans þýð
ing!
Og þannig fór það, verkið var
sýnt og kynnt, nema að mín var að
sjálfsögðu hvergi getið. Mér fannst
þetta allt hálf niðurlægjandi – fór
auðvitað að auki á mis við þessa
greiðslu sem ég hefði annars feng
ið, en það var kannski minna mál.
Ég ákvað að láta að mestu kyrrt
liggja, en skrifaði þó stjórn leik
félagsins bréf þar sem ég lýsti at
burðarásinni og sagði að mér
kæmi á óvart að þetta kompaní
kysi að senda mér á þennan hátt
langt nef, ekki síst í ljósi þess að
okkar samskipti hefðu jafnan verið
góð fram til þessa, leikhúsið hefði
sett upp verk byggð á mínum bók
um, meðal annars eina af vinsælu
stu sýningunum í aldarlangri sögu
LR.
Þá hringdi Magnús Geir
Þar með taldi ég þessari sögu end
anlega lokið þar til fáum árum
síðar að Magnús Geir Þórðarson
hringdi í mig, en þá var hann leik
hússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar.
Hann sagði að þau hygðust setja
upp Hryllingsbúðina og spurði
hvort ekki mætti nota mína þýð
ingu. Ég reyndi að gera mig eins
föðurlegan í málrómnum og mér
var unnt og sagði eitthvað á þessa
leið: Þú fylgist líklega ekki nógu
vel með, ungi maður; nú mun vera
komin fram ný þýðing, og miklu
betri að því er mér skilst. En hann
svaraði: Ég veit allt um það. Ég er
með þær báðar hérna fyrir fram
an mig. Þær eru reyndar næstum
alveg eins, nema hvað að þar sem
sú nýja víkur frá hinni, þá er það
yfir leitt ekki til bóta! Síðan þá hef
ur mín þýðing verið notuð þegar
þetta stykki hefur verið sett á svið.
Og það fólk sem getur sett sig inn í
hugsanagang þeirra sem fást við að
skrifa og semja, og þeirra hégóm
leika, mun einnig skilja hvers
vegna mér er ekki vel við síðan
þetta gerðist að gagnrýna Magnús
Geir. En nú verð ég samt að spyrja
hann spurninga varðandi Rás eitt.
Ekki hægt að finna
fínni útvarpsrás
Fyrst þetta: Fyrir þremur, fjórum
árum var ég í „vinnubúðum“ í
Þýskalandi, þ.e.a.s. ég dvaldi þar
langdvölum einn í lítilli borg og
var að setja saman bók. Þegar
maður er einn í svona vinnu
törnum er lífið fábreytilegt, setið
við tölvuna á daginn, rofið með
göngutúr í verslun og kannski
kaffihús, ég var ekki með sjónvarp
og á kvöldin var blaðað í bókum og
hlustað á útvarp. Og þarna, árin
2011–2012, gerði maður sér ljóst
hvílík afbragðsútvarpsstöð Rás eitt
var. Þar sem ég var voru auðvit
að margar góðar rásir í loftinu, og
óteljandi á netinu. En mjög gjarn
an valdi maður tónlistarþættina á
Rás eitt RÚV. Og því miður er orðið
mjög tímabært að rifja þá upp.
Ég nefni sem dæmi að alla
morgna á Rás eitt, milli tíu og
ellefu, voru vandaðir og mjög
fræðandi tónlistarþættir. Það voru
ólíkir stjórnendur, hver sérfróður á
sínu sviði, og þar var kynnt klassík,
nútímatónlist, djass, kvikmynda
tónlist, kammermúsík o.s.frv. Nú
veit ég að fjöldi manna byrjar að
hrópa um menningarsnobb og að
enginn hafi áhuga á svona nema
einhver elíta, en það á tæpast við
mig í þessum efnum. Ég hef aldrei
lært neitt um tónlist eða gengið
í tónlistarskóla, er bara einn af
þeim sem ólst upp við dægur lögin
og það sem var í tísku. Og við að
hlusta á svona þætti varð mað
ur margs vísari, fróðari, auðugri í
anda, auk þess sem ég hafði heyrt
merkilega, oft skemmtilega og
áhrifamikla tónlist sem ég hefði
ella farið á mis við. Með öðrum
orðum: Menningar og fræðslu
stofnunin RÚV var að sinna sínu
hlutverki.
Raddir heimsins
Sem dæmi um svona þætti voru
raðir sem voru á dagskrá þar til
í fyrra og hétu Raddir; Raddir
Frakklands, Raddir Afríku,
Evrópu, Raddir frá Silkileiðinni.
Vandaðir þættir, skemmtilegir og
fræðandi þar sem rifjuð var upp
saga mismunandi landsvæða,
þjóðflutningar, þróun, stríðsátök,
menningarafrek, og svo leikin til
heyrandi tónlist. Menn hlusta á
svona þætti af sömu ástæðu og
fólki finnst áhugavert að ferðast,
eða sækja nám hjá Endurmenntun
til að kynnast framandi löndum
og lýðum. Annar þáttur af svip
uðu tagi sem lengi hefur verið inn
blásandi uppspretta fróðleiks og
skemmtunar er Til allra átta, en
nú síðast var umsjónarkona hans
líka látin fjúka í einhverjum „hag
ræðingaraðgerðum“.
Það var ekki bara á milli tíu
og ellefu á morgnana sem voru
þættir á Rás eitt með góðri tón
list, og vissulega má enn finna
þar vandaða dagskrárgerð, eins
og Hátalara Péturs Grétarssonar
síð degis. Á meðan ég var í áður
nefndri Þýskalandsdvöl var líka
„Ef ég hitti Magnús
Geir myndi ég
segja honum að það sé
á allra vitorði að hann
hafi staðið með því að
Rás eitt sinnti sínu menn-
ingarhlutverki á þeim
tíma þegar hann sat í
stjórn RÚV, en var ekki
orðinn útvarpsstjóri. Og
að þess vegna sé með
öllu óskiljanlegt að rásin
skuli hrynja jafn hryggi-
lega og orðið hefur á
hans vakt.
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja