Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ríkisforstjórar í vanda
Tveir ríkisforstjórar hafa undan-
farið látið reyna á sjálfstæði sitt
gagnvart vald-
höfum. Annar er
Steinþór Pálsson,
forstjóri Lands-
bankans, sem
hefur ákveðið að
ráðast í að byggja
nýjar höfuðstöðv-
ar bankans við höfnina.
Hann sækir það fast en bæði for-
maður og varaformaður fjár-
laganefndar Alþingis, Vigdís
Hauksdóttir og Guðlaugur Þór
Þórðarson, hafa lagst hart gegn
áformunum. Margir þingmenn
hafa tekið í sama streng.
Hinn er Hörður
Arnarsson, for-
stjóri Landsvirkj-
unar, honum
er umhugað að
leggja sæstreng
til Bretlands. Slík
áform hafa orðið
stærri þáttur í markaðsstefnu
fyrirtækisins án umræðu meðal
eigenda þess. Slík stefna myndi
hafa mikil áhrif á atvinnuupp-
byggingu í iðnaði. Nú er Hörður
kominn í vörn með þessa stefnu
sína þó að hann hafi um sig her
markaðsfólks.
Helgarblað 17.–20. júlí 2015
Ég var með kaupfíkn Þetta er
yndislegt
Það er meiri mafía á
Íslandi en Ítalíu
Hvað binst við nafn?
Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir fór í meðferð við kaupfíkn. – DV Geir ÓIafsson söngvari á von á sínu fyrsta barni. – DVFausto Bianchi hefur rekið rakarastofuna Hársnyrtistofa Sandro í 20 ár. – DV
M
argar eru nefndirnar hér á
landi og ein sú sérkennileg-
asta er mannanafnanefnd.
Hún hittist reglulega og
ákveður hvort fólk sem vill gefa barni
sínu nafn sem ekki er í mannanafna-
skrá megi það. Þetta er nefnd sem
svo sannarlega er tekið eftir. Í hvert
sinn sem hún skilar áliti birtist
áberandi frétt um það í fjölmiðlum
með fyrirsögnum eins og þessum:
„Drengir mega heita Líam“ – „Mói
fær samþykki en Builien hafnað.“
Rökstuðningur nefndarinnar fyrir
ákvörðunum sínum er síðan birtur.
Þetta þykja skemmtilegar fréttir,
enda nokkuð skondnar, og því fá þær
veglegt pláss. Ekki er víst að foreldr-
um sé jafn mikið skemmt og ýmsum
öðrum vegna þessara frétta.
„Hvað binst við nafn?“ spurði
Shakespeare. Það er stórfurðulegt
að árið 2015 sé starfandi á Íslandi
nefnd, sem tekur að sér að ákveða
hvað einstaklingar megi heita. Það
á ekki að vera ríkisvaldsins að setja
sig þar í dómarasæti. Foreldrar eiga
að ráða nafni barns síns. Svo einfalt
er það. Það er ömurleg staða fyrir
foreldra að þurfa að standa í átök-
um við ríkisvaldið til að fá nafn barns
síns viðurkennt. Mun lengi í minn-
um haft þegar Blær Bjarkardóttir
Rúnarsdóttir höfðaði mál gegn ís-
lenska ríkinu, en mannanafnanefnd
hafði ákveðið að hún mætti ekki
heita því fallega nafni sem hún fékk. Í
því máli var nánast óumflýjanlegt að
mannanafnanefnd yrði að athlægi,
ekki einungis hér á landi heldur
einnig erlendis.
Mannanafnanefnd á sér örugg-
lega einhverja formælendur. Þeir
geta verið viðkvæmir fyrir því að
verið sé að nefna börn nöfnum sem
engin hefð er fyrir á Íslandi. Þeim er
einnig örugglega í mun að börn séu
ekki nefnd nafni sem verði þeim til
ama á lífsleiðinni. Þetta eru auðskilj-
anleg rök. Þau vega hins vegar ekki
þungt þegar hafður er í huga réttur
einstaklinga til að ráða nafni barna
sinna. Þar á ríkisvaldið ekki að koma
að málum. Við búum í lýðræðissam-
félagi þar sem réttur einstaklinga til
ákvarðana eins og þessarar á að vera
óumdeildur.
Auðvitað kemur það fyrir, og
sennilega nokkuð oft, að börn eru
nefnd nöfnum sem verða til þess að
þau hafi nokkurn ama af, þeim er
strítt og þau uppnefnd. En þar er líka
oftar en ekki um að ræða nöfn sem
mannanafnanefnd er ekki þekkt fyr-
ir að hafa skipt sér af. Drengur sem
heitir einfaldlega hinu góða íslenska
nafni Björn getur átt á hættu að vera
uppnefndur Bjössi bolla. Það er ein-
faldlega svo að þeir sem vilja nota
nafn einstaklings gegn honum geta
snúið út úr nánast hvaða nafni sem
er. Óttarr Proppé hefur örugglega
ótal sinnum á lífsleiðinni þurft að út-
skýra nafn sitt og ritun þess fyrir öðr-
um. Engar sérstakar fréttir berast af
því að hann hafi beðið sálartjón af.
Stúlka sem skírð væri Gail þyrfti ör-
ugglega að útskýra það fyrir ein-
hverjum, en það eru engar sérstakar
ástæður til að ætla að henni yrði
strítt á meinlegan hátt vegna þess.
Sennilega ekkert meira en Önnu sem
krakkarnir kalla Önnu pönnu þegar
þannig liggur á þeim.
Þeir einstaklingar sem skipa
mannanafnanefnd eru örugglega
hið mætasta fólk en er gert að vinna
samkvæmt úreldum sjónarmiðum.
Mannanafnanefnd er barn síns tíma
og best er að jarða hana hægt og
hljótt og án þess að syrgja. n
M
argir Íslendingar eiga sér
þann draum æðstan að
Ísland gangi í Evrópusam-
bandið og helst af öllu
að við tökum upp evru,
gjaldmiðil hins rísandi Evrópuríkis.
Þessu sama fólki finnst mörgu hverju
að þá verst hafi verið troðið á lýð-
ræði á Íslandi þegar ekki var gengið
til þjóðaratkvæðagreiðslu um það
hvort halda ætti áfram til streitu um-
sókn Íslendinga um að ganga inn í
sambandið. Fæst af þessu fólki tók
undir kröfur á síðasta kjörtímabili
um að efnt yrði þá til slíkrar þjóðarat-
kvæðagreiðslu, hvað þá að þess væri
krafist að þjóðin yrði spurð hvort
hún yfirleitt vildi sækja um aðild
þegar umsóknin var send til Brussel.
Sú ákvörðun að senda inn umsókn
að þjóðinni forspurðri voru afdrifa-
rík mistök af hálfu okkar sem stóðum
að þeirri ákvörðun. Um þetta hef ég
margoft fjallað.
Ólýðræðisleg samkunda
Vandinn við Evrópusambandið er
hve ólýðræðislegt það er. Stjórn sam-
bandsins er úr tengslum við þing
aðildarríkjanna eins og margoft
hefur komið fram og þing Evrópu-
sambandsins fær litlu ráðið gagn-
vart Stjórnarnefnd sambandsins og
gríðarlega öflugu embættismanna-
kerfi.
Þeim fréttum er nú lekið úr þessu
kerfi að ástæðan fyrir svívirði-
legri framkomu við Grikki í skulda-
þrengingum þeirra, sé sú að þjóðin
leyfði sér í lýðræðislegri kosningu að
hafna afarkostum Evrópusambands-
ins til lausnar skulda- og gjaldmiðils-
krísunni. Breska blaðið Guardian
hefur eftirfarandi eftir háttsettum
embættismanni í Brussel: „Ef Grikkir
hefðu samþykkt þessa kosti hefðu
þeir fengið betri meðhöndlun en
þeir fá nú eftir að þjóðin hefur hafn-
að þeim.“ Svona talar tyftari.
Seljið þið eyjarnar!
Rifjast nú upp hugmyndir ættaðar
frá Þýskalandi, að Grikkjum beri
að einkavæða hafnirnar sínar, þar
á meðal í Píreus, og selja eyjarn-
ar. Menn trúðu því varla þegar
Merkel Þýskalandskanslari og
aðrir æðstu stjórnmálamenn Þjóð-
verja orðuðu hugsanir á borð við
þessa fyrir fáeinum mánuðum. En
nú eru þær komnar fram í formleg-
um viðræðum allra æðstu stjórn-
málamanna Evrópusambandsins
við Grikki. Þeir vilja að gríska þing-
ið ábyrgist hugsanlega fjárhagsað-
stoð frá ríkjum lánardrottna þeirra
með því að setja fimmtíu milljarða
evra að veði í ríkis eignum sem verði
innleyst með sölu og einkavæðingu
ef ekki tekst að standa við alla samn-
inga til hins ítrasta. Krafan um sölu á
ríkiseignum og einkavæðingu stend-
ur auk þess óháð þessu veði. Skyldi
einhvern ráma í raddir í Hollandi og
Bretlandi um að Íslendingar eigi nóg
af fallvötnum og hverum sem hægt
sé að nýta til að borga niður Icesave?
Krafist afsals á fullveldi
Erlendir fjölmiðlar slá upp þessum
kröfum á hendur Grikkjum sem
kröfu um afsal á fullveldi Grikklands.
Í mínum huga er Evrópusambandið
að sýna okkur grímulaust andlit sitt.
Sú sýn er óhugnanleg þótt ekki komi
hún mér á óvart. Eða skyldu menn
nokkuð vera búnir að gleyma því
hvernig Evrópusambandið stóð á
bak við bresk og hollensk stjórnvöld
þegar þau ætluðust til þess að Ice-
save skuldbindingar Landsbankans
yrðu greiddar með okurvöxtum lög-
festum af Alþingi Íslendinga! Þetta
átti að knýja Íslendinga til að gera
með hnífinn á barka okkar.
Eitraður kokteill
Flestir andstæðingar inngöngu Ís-
lands í Evrópusambandið hafa fyrst
og fremst beint sjónum að sjávarauð-
lindinni og yfirráðum yfir henni. Það
er skiljanlegt og skynsamlegt að horfa
til hennar þegar íhuguð er innganga í
ESB. Ég hef hins vegar einkum horft
á tvennt. Í fyrsta lagi mikla tilhneig-
ingu til miðstýringar innan sam-
bandsins og síðan á þá ofur áherslu á
markaðsvæðingu þjóð félagsins sem
þar er í hávegum höfð. Þegar þetta
tvennt fer saman er kominn eitraður
kokteill: Miðstýrð krafa um markaðs-
og einkavæðingu!
Víti til varnaðar
Aðförin að grísku lýðræði og grískum
almenningi ætti að verða okkur öllum
víti til varnaðar. Það er hárrétt sem
hinn virti bandaríski þjóðfélagsrýnir
Noam Chomsky hefur sagt, að ef um
hefur verið að ræða óábyrga lántöku
þá hafa líka verið á ferðinni óábyrgir
lánveitendur. Og annar ágæt-
ur maður, nóbelsverðlauna hafinn
Stiglitz, hefur bent á að nauðsynlegt
sé að skoða lántöku Grikkja, á hvaða
forsendum bankar, einkum franskir
og þýskir, hafi lánað þeim, hverjir
hefðu hagnast og hvernig með féð
hefði verið farið. Þetta yrði að skoða
áður en gengið yrði frekar á lífskjör
almennings. Nú þegar atvinnuleysi
á meðal ungs fólks í Grikklandi væri
komið yfir 60% væri óðs manns æði
að ráðast í stórfelldan niðurskurð.
Í því sambandi skyldu menn hafa í
huga að þegar hefur mjög mikið verið
skorið niður og fer því fjarri að þeim
niðurskurði sé lokið, sbr. nýjustu til-
boð grískra stjórnvalda til að friða
eigingjarna lánardrottna sína sem nú
er komið fram að láta ekki stjórnast
eingöngu af frekju og græðgi held-
ur einnig af pólitískri þráhyggju og
drottnunargirni.
Okkar gæfa
Grikkjum á ég þá ósk til handa að
þeir beri gæfu til þess að losa sig und-
an evrunni. Það var gæfa Íslands að
vera laus og frjáls með sína smánuðu
krónu sem gjaldmiðil í hruninu og
eftirmálum þess. Krafan um fullveld-
isafsal Grikkja minnir á hve slæm
örlög það eru að vera undirseld valdi
evrópska fjármálakerfisins og póli-
tískum arftökum gömlu nýlendu-
herranna sem nú sitja á valdastólum
á svipuðum slóðum og fyrir rúmri
öld. n
Evrópusamband gegn lýðræði„Aðförin að grísku
lýðræði og grískum
almenningi ætti að
verða okkur öllum víti til
varnaðar.
Ögmundur Jónsson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is