Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 29
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Lífsstíll 29 Á form er grasrótarhreyfing sem býður upp á ókeypis lík- amsrækt fyrir alla sem vilja taka skrefið út fyrir kassann í tengslum við hreyfingu. For- sprakki og yfirþjálfari Áforms er Rakel Eva Sævarsdóttir en hún kynntist sambærilegum hópi þegar hún var búsett í Boston fyrir nokkrum árum. Æfingarnar henta öllum Orkuboltinn Rakel Eva hefur haldið úti Áforms-æfingum alla miðvikudags- og föstudagsmorgna í heilt ár. Hún segir Áform vera sam- félagshóp sem fer óhefðbundnar leiðir, kort í ræktina er óþarft og veðr- ið er breyta sem skiptir engu máli. Eins geta þátttakendur Áforms alltaf gengið að því vísu að það sé æfing og að ekkert gjald sé greitt fyrir. „Áform er samfélag fyrir alla sem vilja hreyfa sig! Um er að ræða skipulagðar æfingar klukkan 6.30 tvisvar í viku. Hvort sem tilgangur- inn er að koma sér upp úr sófanum, viðhalda góðu formi eða koma sér í enn betra form eru allir velkomnir, æfingarnar henta öllum og eru fyrir alla. Þetta snýst bara um að mæta á staðinn, hreyfa sig, hvetja hvert ann- að áfram, ná árangri og síðast en ekki síst að njóta! Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig varðandi af hversu miklum ákafa æfingin er tekin. Ég lofa öllum hörkuæfingu ef áhuginn er til staðar.“ Kynntist einhverju alveg nýju Rakel Eva telur viðmótið á æfingunum algjört lykilatriði og að þar sé hvatning og gleði ávallt í fyrir- rúmi. Þessu kynntist hún sjálf þegar hún byrjaði að æfa með „ November Project“-hópnum í Boston þar sem hún eignaðist vini fyrir lífstíð og komst í sitt allra besta form. „Þegar ég flutti til Boston með manninum mínum og stráknum okk- ar 2013 langaði mig að finna góðan hlaupahóp. Ég rambaði á umfjöllun um hóp starfandi í Boston sem kallast November Project. Ég ákvað að skella mér á æfingu einn morguninn eftir að hafa lesið að það eina sem mað- ur þyrfti að gera væri að láta sjá sig og að það kostaði ekkert! Þarna kynnt- ist ég einhverju alveg nýju enda allir velkomnir hvort sem fólk var í hörku- formi eða mörgum kílóum of þungt. Á fyrstu æfingunni minni mættu rúmlega 100 manns og ég hafði aldrei kynnst jafn miklum krafti og gleði eins og þarna ríkti. Allir brosandi og hvöttu hvert annað áfram. Það var alveg nýtt fyrir mig, eyjaskeggja frá Íslandi sem var ekki vanur því að ókunnugt fólk sýndi hvert öðru áhuga og hlýju. November Project varð mér gríðarlega mikilvægt á meðan við bjuggum í Boston, ég kynntist mörgu frábæru fólki og náði ótrúlegum ár- angri.“ Faðmast á æfingum Í Boston getur frostið farið niður í -15 til -20 gráður á veturna og kuldinn níst inn að beini á köldustu morgn- unum. Rakel segir það ekki hafa háð November Project-hópnum og því hafi hún ekki séð að veðráttan á Ís- landi þyrfti að koma í veg fyrir sam- bærilegan hóp hérlendis. „Eftir að við fluttum heim sumar- ið 2014 fann ég hversu háð ég var fé- lagsskapnum. Þessi gleði, kraftur og kærleikur til náungans var eitthvað sem mig langaði að reyna miðla til Íslendinga og setja á laggirnar hér heima. Úr varð Áform. Á æfingum tökumst við ekki í hendur heldur föðmumst við en það er lykilþáttur og þannig byrjum við hverja æfingu. Í fyrstu finnst mörgum þetta hálf kjána- legt en svo verður þetta nauðsynleg byrjun á deginum.“ Stækkar með hverjum mánuðinum Mætingin hefur ekki valdið vonbrigð- um og Íslendingar hafa sýnt þessu nýja og óhefðbundna líkamsræktar- tækifæri mikinn áhuga. Rakel segir þó að á myrkustu vetrarmorgnunum hafi verið fámennara en í góða veðrinu núna yfir hásumarið. Fastur kjarni hafi þó alltaf mætt og vonir standi til að sá kjarni verði töluvert stærri næsta vetur. „Áform stækkar með hverjum mánuðinum sem er ótrúlega skemmtilegt. Ef fólk myndi ekki mæta á æfingar væri Áform ekki til og því er það því að þakka að Áform er starfandi! Ég vona innilega að fólk haldi áfram að mæta í haust og vet- ur þegar það fer að dimma og kólna. Æfingarnar verða ekki síðri og gleðin og ánægjan jafnvel meiri ef eitthvað er. Framtíðarmarkmiðið er að Áform verði starfandi um allt land! Ef einhver hefur áhuga á að stofna hóp fyrir utan höfuðborgarsvæðið er bara hafa sam- band og við keyrum það af stað,“ segir Rakel Eva Sævarsdóttir að lokum, full eldmóðs þrátt fyrir að ganga síðustu metrana með sitt annað barn sem er væntanlegt í lok júlí. Rakel hefur fund- ið frábæran hóp til þess að leysa sig af en hlakkar til að koma tvíefld aftur til leiks eftir barnsburð. n n Kort í ræktina er óþarft og veðrið skiptir engu máli n Æfingar hefjast á faðmlagi Áform er fín ókeypis líkamsrækt fyrir alla Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Birna Bryndís Þorkelsdóttir hefur stundað Áform undanfarna mánuði. Hún mælir hiklaust með þessum hópi fyrir alla sem vilja byrja að hreyfa sig en henni finnst hópeflið og jákvæðin í loftinu það besta við æfingarnar. 1 Hvers vegna valdir þú Áform? „Vinkona mín var byrjuð að mæta og hvatti mig til að prófa. Ég var nú ekkert viss í fyrstu út af tímasetningunni og hafði satt að segja aldrei prófað að æfa snemma á morgnana áður. Ég hafði fyrir löngu talið mér trú um að það væri sko ekkert fyrir mig! En svo lét ég til leiðast og fann strax eftir fyrstu æfinguna hvað þetta átti vel við mig eða þar til ég vaknaði daginn eftir og gat varla hreyft mig vegna strengja!“ 2 Hvað finnst þér best við Áform? „Mér finnst afar mikil jákvæðni í loftinu á æfingum, allir mættir á eigin forsendum og gera sitt besta. Ég er hrifin af þeirri hugmynd að það eigi að vera hægt að hreyfa sig án þess að þurfa að borga fyrir það og hef einmitt valið að fara sjálf út að hlaupa. Núna finn ég samt hvað hópeflið er mér mikilvægt og ég legg mig meira fram þegar ég er að æfa með hópi.“ 3 Mælirðu með þessu fyrir aðra? „Já, algjörlega! Ég mæli sérstaklega með því að prófa að mæta á eina til tvær æfingar. Mér hefur nú tekist að smita nokkra úr stórfjölskyldunni til að mæta og öll hafa verið jafn ánægð og ég.“ 4 Fórstu út fyrir þægindarammann þegar þú byrjaðir í Áformi? „Já, ég myndi segja það en aðallega út af sjálfri hreyfingunni. Ég var búin að taka aðeins of langa pásu frá því að hreyfa mig svo ég er bara að byggja upp þol og styrk jafnt og þétt núna. Ég er strax farin að hlakka til að fá að prófa að mæta í snjó og myrkri og sjá hvernig það er. Ég veðja á að maður verði ansi stoltur af sér eftir vetraræfingarnar!“ „farin að hlakka til að mæta í snjó og myrkri“ Spurt og svarað um Áform „Vona innilega að fólk haldi áfram að mæta í haust og vetur þegar það fer að dimma og kólna. Forsprakkinn Rakel Eva kynntist sambærilegum hópi í Boston. Mynd ÞorMar vignir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.