Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Menning 33 loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is Fæst í apótekum og verslunum um land allt FRÁBÆRT Í FERÐALAGIÐ Sótthreinsiklútar alltaf við hendina Sótthreinsigel í handhægum umbúðum Neðanþvottaklútar ómissandi í útileguna Farðahreinsiklútar mildir og rakagefandi Hand- og andlits hreinsiklútar fyrir klístraða krakkaALLAN HRINGINN mynd felur í sér sögu sem gæti ver­ ið frásögn frá hennar lífi en er í raun frásögn úr lífi annarra,“ segir Sigrún. Að lesa ljósmyndir eins og ljóð Þegar ljósmyndin er skoðuð renn­ ur hugurinn því til ólíkra staða og tíma: bæði augnabliksins sem ljós­ myndin var tekin og til hliðstæðs lífs Ninu í Bandaríkjunum – hvernig voru sumarfríin í Detroit? spyr mað­ ur þegar maður skoðar mynd af ís­ lenskri tjaldútilegu: „Hver mynd felur í sér mjög margar sögur og ég held að sem lesandi eða áhorfandi eigi maður að leyfa sér það – að lesa eða skoða myndirnar svolítið eins og ljóð. Bara leyfa sér að búa til sög­ ur um hverja mynd, hún býður les­ andanum á vissan hátt að gera það,“ segir Sigrún. En myndirnar bjóða lesandanum einnig að tengja við og rifja upp eigin minningar. „Mér finnst mjög áhuga­ vert hvernig mynd sem er tekin í Vogaskóla á sjötta áratugnum kveik­ ir minningar hjá mér úr Álftamýrar­ skóla á áttunda og níunda áratugn­ um. Það má kalla það „punktum“ sem er hugtak frá Roland Barthes. Ég horfi á þessa skó og þá hellist yfir mig tilfinning sem ég tengi við að spila fótbolta í grasi á skólalóðinni á vorin, og það gýs upp þessi vonda lykt sem kemur þegar klakinn er að bráðna ofan í grasið. Þegar ég horfi á myndina þá finn ég þessa lykt – samt er þetta ekki mynd úr mínu lífi. Þetta er ekki einu sinni frá þeim tíma sem ég er í grunnskóla en það getur verið svona smáatriði í mynd – punktum – sem að talar einhvern veginn beint til manns.“ Smáatriðin dregin fram Lítil og að því er virðast ómerki­ leg smáatriði kveikja oft sterkari til­ finningar en heildarmyndin og brenna sig þannig inn í minni okkar: áferðin á kjól mömmu, hvernig skýin glömpuðu á Tjörninni einn sumar­ dag, svipbrigði vinanna eða líkams­ stellingar. Með því að birta stækk­ aða mynd af einu smáatriði við hlið hverrar upprunalegrar ljósmyndar í bókinni beinir Nina athygli lesand­ ans í átt að ákveðnu atriði og tiltek­ inni tilfinningu. „Eitt dæmi er mynd úr Aðal­ stræti frá sjöunda áratugnum. Þegar maður sér myndina í heild fer mað­ ur að skoða húsin og skiltin og setja í sögulegt samhengi, en vegna þess að Nina stækkar upp smáatriði og dregur fram konu með veski sem er eitthvað að flýta sér á milli staða þá skynjar maður betur hvað það er að vera kona á hlaupum í íslensku veðri, á háhæluðum skóm á gangstétt sem er öll brotnuð upp. Þá er það tilfinn­ ingin sem skilar sér. En hvort tveggja staðreyndirnar og tilfinningarn­ ar segja einhvern sannleika um sjö­ unda áratuginn í Reykjavík.“ Ljósmyndirnar eru þannig ekki aðeins skemmtileg heimild um það hvernig hið ímyndaða uppvaxtar­ land leit út, um fatastíl, hönnun, arkitektúr á ákveðnu tímabili, held­ ur einnig líkamlegri hluti: „Þær eru heimild um brosið, augnaráðið, snertinguna, um allt þetta óáþreif­ anlega, tilfinningarnar og hugar­ ástandið.“ Þar sem Nina sér ljósmyndirnar með augum aðkomumannsins opn­ ar hún oftar en ekki augu íslenskra lesenda fyrir áhugaverðum hlutum sem þeir hefðu annars litið fram­ hjá. „Hún dregur fram þau smáat­ riði sem hafa talað sterkt til hennar. Við erum kannski orðin svolítið vön að sjá svipaðar myndir – til dæmis þrjár konur sitjandi á grasi í Hljóm­ skálagarðinum. En hún sér þetta á svolítið framandi hátt og stoppar við einhver atriði sem gætu auðveldlega farið framhjá þeim sem eru vanir að sjá svona myndir.“ n „ Ímyndunaraflið er líkt og draumarnir, þetta skapandi afl sem gerir okkur mögulegt að takast á við raunveru­ leikann. Á hlaupum Kona á hlaupum í Aðalstræti á sjöunda áratugnum. Mynd Sveinn ÞorMóðSSon Kveikir minningar Smáatriði í ljósmyndunum kveikja oft eigin minningar í huga áhorfandans. Mynd Pétur thoMSen Höfða mál vegna moskulokunar Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar höfðar skaðabótamál K ynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar mun höfða skaða­ bótamál á hendur borgaryfir­ völdum í Feneyjum vegna lok­ unar á Moskunni, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag. Hinn 22. maí var innsetningunni, sem er hugarsmíð seyðfirsk­sviss­ neska listamannsins Christopher Büchels og sýningarstjórans Nínu Magnúsdóttur, lokað af feneyskum borgaryfirvöldum. Í fréttinni kemur fram að málið verði líklega tekið fyrir hjá héraðs­ dómstól í borginni fyrir 5. ágúst næst­ komandi. Ekki kemur fram hversu há skaðabótakrafan er. Kostnað­ ur við þátttöku Íslands á tvíæringn­ um er yfirleitt milli 50 og 60 millj­ ónir. 24 milljónir er greiddur af fjárlögum frá menntamálaráðuneyti, en kynningarmiðstöðin þarf að afla meirihluta fjármagnsins annars stað­ ar frá. Í frétt RÚV er haft eftir Björgu Stef­ ánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, að í rökstuðningi borgaryfirvalda fyrir lokuninni komi fram að það hafi verið mat lögreglu að ekki væri um mynd­ listarsýningu að ræða, heldur raun­ verulegan tilbeiðslustað sem ekki var leyfi fyrir. En slíkan dóm telur KÍM lögregluna ekki hafa forsendur til að fella Forsvarsmenn tvíæringsins hafa enn ekki tekið einarða afstöðu í mál­ inu. Björg segir enn fremur að í ágúst verði kallaður saman vinnuhópur sem muni endurskoða þátttöku Ís­ lands á Feneyjatvíæringnum. Fen­ eyjatvíæringurinn er líklega þekktasta og ein virtasta myndlistarhátíð heims og senda langflest þjóðríki heims full­ trúa á hátíðina. n kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.