Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 31
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Menning 31
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Alþjóðleg rithöfunda-
ráðstefna á Íslandi
n Haldin í þriðja sinn n Stór nöfn í bókaheiminum n Ísland tilvalið
I
celand Writers Retreat er ráð-
stefna fyrir rithöfunda og áhuga-
fólk um skrif í hvívetna, sem
haldin verður í þriðja sinn í apr-
íl 2016.
Það eru vinkonurnar Eliza Reid og
Erica Green sem fengu hugmyndina
að ráðstefnunni kvöld eitt þegar
þær sátu saman og sötruðu vín. „Er-
ica var nýkomin af námskeiði í USA
sem var á svipuðum nótum. Svona
námskeið hafa verið mjög vinsæl í
enskumælandi löndum, en á þeim
hittist alls konar fólk sem finnst gam-
an að skrifa og læra um skrif. Erica
var svo innblásin og hress eftir þetta
að á þriðja glasi vorum við búnar að
ákveða að gera þetta hér.“
Glöggt er gests augað
Eliza hefur búið á Íslandi síðustu
12 árin og á 4 börn með manni sín-
um, sagnfræðingnum Guðna Th. Jó-
hannessyni. „Það hafði sína kosti
að vera nýr Íslendingur og fara út
í svona verkefni. Íslendingar hafa
mjög afslappað viðhorf gagnvart
svona löguðu og enginn spurði til
dæmis um það hvort við hefðum
einhverja reynslu af svona skipulagi.
Hér hlustar fólk á hugmyndir og hef-
ur kjark til að taka ákvarðanir hratt
og vel.“
Erica bjó um skeið á Íslandi, á
meðan maður hennar starfaði fyrir
bandaríska sendiráðið, en er nú aft-
ur flutt til Bandaríkjanna og starfar
sem ritstjóri barnaefnis hjá National
Geographic. Hún er þó enn hluti af
IWR-teyminu og kemur til Íslands
þegar ráðstefnan er haldin.
Eliza segist lengi hafa spáð í að Ís-
land, þetta mikla bókmenntaland,
væri ekki nógu vel þekkt á heims-
vísu sem slíkt. „Okkur fannst svo
undarlegt að engir ritlistarviðburð-
ir væru haldnir hér. Hér er þessi ríka
bókmenntamenning og frábær að-
staða fyrir svona viðburð. Þetta er
nýr markhópur í menningartengdri
ferðaþjónustu, fólkið fer út að borða,
kaupir minjagrip og svo framvegis
og nú þegar eru gestir okkar að fara
í fleiri ferðir til Íslands jafnvel með
heilu fjölskyldurnar.“
Skipulag og skýrleiki
Fljótlega réðust þær Eliza og Erica í
gerð viðskiptaáætlunar og settu sér
skýr markmið. Þær nýttu tengslanet
sín vel og fengu ráð frá rithöfundum
og fólki með reynslu af svipuðum
verkefnum. „Þetta var líka frábær af-
sökun til að hittast yfir hádegismat
ítrekað. Við fundum strax nokkra
vel þekkta höfunda sem voru til í að
vinna með okkur og fljótlega urðu
Icelandair og Icelandair hotels okk-
ar aðal styrktaraðili. Hugmynd okk-
ar var vel skipulögð, viðskiptaáætl-
unin skotheld og við fengum strax
góðan hljómgrunn. Við erum mjög
þakklátar fyrir þennan rausnarlega
stuðning.“ Samstarf við bókmennta-
borgina Reykjavík hefur einnig ver-
ið gjöfult og gott en að sögn Elizu er
mikilvægt að hafa slík samtök sem
bakhjarl. „Fólk greiðir háar fjár-
hæðir fyrir að koma og það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að hafa alvöru
bakland.“
Alþjóðlegt yfirbragð
Ráðstefnan er haldin á Hótel Natura,
en þar eru ákveðnar skírskotanir til
menningar og bókmennta í hönnun
herbergjanna. Fyrsta ráðstefnan var
haldin í apríl 2014, en á hana komu
52 gestir. Í ár komu yfir 100 gestir frá
12 löndum. Það má því segja með
sanni að vöxturinn hafi verið hrað-
ur. „Það kom okkur á óvart að strax
annað árið komu 10 prósent gest-
anna frá fyrsta árinu á sína aðra ráð-
stefnu. Við komumst líka að því að
85 prósent gesta okkar geta hugs-
að sér að koma aftur og allir mundu
mæla með ráðstefnunni fyrir vini
sína.“
Dagskrá ráðstefnunnar inniheld-
ur meðal annars námskeið og fyr-
irlestra. „Við erum aldrei með fleiri
en 15 þátttakendur í hverri smiðju,
þannig fær fólk mjög mikið út úr
þeim og þátttaka hvers og eins er
mikil. Við gerum líka heilmikið fé-
lagslegt, til dæmis förum við í bók-
menntagönguferð um Reykjavík,
tökum heilan dag í gullna hringinn
þar sem leiðsögumaður er íslenskur
rithöfundur og við stoppum í Skál-
holti og á Gljúfrasteini, og svo höf-
um við þegið boð bæði í ráðhúsið og
á Bessastaði.“
Vekur athygli erlendis
Iceland Writers Retreat hefur nú
þegar fengið talsverða umfjöllun
í erlendum fjölmiðlum á borð við
Huffington Post og The New York er.
„Fólkið sem kemur gerir auðvit-
að lítið annað en að skrifa og eft-
ir þessa upplifun hafa mjög margir
skrifað blogg og greinar fyrir smærri
og stærri miðla. Eitt gott dæmi um
þetta er að Ruth Reichl, sem er virtur
matargagnrýnandi, skrifaði þrjár
greinar á blogg sitt um Ísland, ráð-
stefnuna og matarmenninguna.
Þar sagði hún að Ísland væri algjör
matarparadís. Þessi kona er með yfir
100 þúsund fylgjendur á blogginu
sínu og það er augljóst að svona skrif
skipta máli fyrir okkur.“
Mikilvæg áhrif
Áhrifin fyrir íslenska rithöfunda eru
líka mikilvæg að sögn Elizu. „Það er
auðvitað einstakt tækifæri fyrir okk-
ar höfunda að taka þátt og kynna
verk sín, og ekki síður vegna tengsl-
anna sem myndast við alls konar
fólk úti í heimi.“ Eitt af því sem til-
heyrir ráðstefnunni er höfunda-
kvöld þar sem allir rithöfundar sem
kenna námskeið mæta og lesa úr
verkum sínum. Það er haldið í Nor-
ræna húsinu og aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Undirbúningur fyrir næstu ráð-
stefnu, sem verður haldin dagana
13.–17. apríl 2016, er í fullum gangi
en skráningin opnar mánudaginn
20. júlí. Íslendingar eru að sjálf-
sögðu velkomnir á ráðstefnuna, þó
að mest áhersla sé lögð á að kynna
hana erlendis. Nú þegar hafa 5 af 10
leiðbeinendum og fyrirlesurum ver-
ið kynntir til sögunnar en það eru
Steven Galloway, Gerður Kristný,
Miriam Toews, Adelle Waldman og
Cheryl Strayed, en sú síðastnefnda
hlaut heimsfrægð þegar kvikmyndin
Wild, sem gerð var eftir bók hennar
og Reese Witherspoon lék í, var til-
nefnd til Óskarsverðlauna. Nýjasta
skrautfjöðrin er svo kanadíski verð-
launahöfundurinn Vincent Lam.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á heimasíðu verkefnisins http://
www.icelandwritersretreat.com. n
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
„Okkur fannst svo
undarlegt að engir
ritlistarviðburðir væru
haldnir hér. Hér er þessi
ríka bókmenntamenning
og frábær aðstaða fyrir
svona viðburð.
Eliza Reid og
bækurnar
Þótti tilvalið
að setja á stofn
stóran bók-
menntaviðburð
á Íslandi.
Mynd ÞoRMAR ViGniR
Íslenskar bækur
1 Konan í lestinniPaula Hawkins
2 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson
3 Hamingjuvegur Liza Marklund
4 Einn plús einnJojo Moyes
5 Blóð í snjónumJo Nesbø
6 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson
7 Niceland Kristján Ingi Einarsson
8 Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir
9 Skutlubók Villa Vilhelm Anton Jónsson
10 Risasyrpa - Á ferða-lagi Walt Disney
Metsölulisti
Eymundsson
6. júlí–12. júlí 2015
Paula Hawkins