Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 17.–20. júlí 201514 Fréttir Erlent Dæmd í fangelsi vegna skopmynda n Farghadani fékk langan fangelsisdóm n Mótmælti írönskum yfirvöldum M yndlistakonan Atena Farghadani hefur verið dæmd í 12 ára og níu mánaða fangelsi fyrir að gagnrýna írönsk stjórn­ völd með friðsamlegum aðgerðum sínum og skopteikningum. Réttað var yfir Farghadani, sem er 28 ára, þann 19. maí síðastliðinn og henni gefið að sök að breiða út áróður gegn yfirvöldum og móðga íranska þingmenn með myndum sínum. Fyrir réttarhöldin söfnuðust 33.000 undirskriftir þar sem írönsk­ um yfirvöldum var mótmælt og ósk­ að eftir að Farghadani yrði sleppt úr haldi. Ekki bar það árangur. Handtekin fyrir list sína Í ágúst í fyrra komu tólf lögreglu­ menn að heimili Farghadani, gerðu eigur hennar upptækar, bundu fyrir augu hennar og stungu henni í fangelsi í höfuðborg Íran, Teheran. Átti að refsa Farghadani fyrir frið­ samleg mótmæli hennar gegn yf­ irvöldum með skopmynd sem hún teiknaði, fyrir að hafa átt samskipti við fjölskyldur pólitískra fanga og að gagnrýna yfirvöld á samfélags­ miðlum. Til stendur að setja lög í Íran sem takmarka aðgang að getnaðar­ vörnum og gera áður valfrjálsar ófrjósemisaðgerðir refsiverðar. Því hefur Atena Farghadani mótmælt. Á meðan Atena sat í fangelsi átti hún til að fletja út drykkjarmál úr pappa og nota sem yfirborð til að mála á. Þegar fangaverðir áttuðu sig á athæfi hennar eyðilögðu þeir myndir hennar og meinuðu henni að nota pappamál. Þegar hún fann pappamál á klósettum fangelsisins smyglaði hún þeim inn í klefa sinn. Stuttu eftir að hún hóf þá iðju var hún barin af fangavörðunum þegar hún neitaði að afklæðast svo hægt væri að framkvæma á henni líkams leit. Að sögn Atenu vissu fangaverðirnir að hún smyglaði bollum í klefann því þeir höfðu komið fyrir földum myndavélum á salernis aðstöðu fanganna – myndavélum sem áttu að hafa verið teknar úr notkun. Refsað fyrir að tala Atenu var sleppt út haldi í nóvem­ ber í fyrra og í kjölfarið talaði hún opinberlega um hvernig fangaverð­ ir hefðu yfirheyrt hana í níu klukku­ stundir á hverjum degi í sex vikur og oft neytt hana til að sæta niðurlægj­ andi líkamsleit. Að auki birti Atena myndbönd um málið á netinu og var handtekin að nýju nokkrum vik­ um eftir að henni var sleppt. Hún fékk áður nefndan fang­ elsisdóm fyrir að hafa staðið að því að fólk kæmi saman og hafa sam­ ráð um að ógna þjóðaröryggi í Íran, stuðla að áróðri gegn yfirvöldum, móðga þingmenn með málverkum sínum sem og þá sem yfirheyrðu hana. Hungurverkfall í mótmælaskyni Í mótmælaskyni fór Farghadani í hungurverkfall og var henni komið fyrir í einangrun í tvær vikur í fang­ elsinu í Teheran. Með hungurverk­ falli sínu vildi hún meðal annars mótmæla bágum aðstæðum í fang­ elsinu. Heilsu Atenu hrakaði töluvert í hungurverkfallinu og fékk hún með­ al annars hjartaáfall. Hún var flutt í annað fangelsi til að afplána dóm sinn og er hætt í hungurverkfalli. Heilsu hennar er þó enn ábótavant. Ákærð fyrir að taka í hönd karlmanns Nýlega var lögð fram ný kæra á hendur Farghadani, nú fyrir að hafa tekið í hönd á karlmanni. Karl­ maðurinn sem um ræðir er lög­ maður hennar og hafa þau verið ákærð fyrir að eiga í ástarsam­ bandi, standa í framhjáhaldi og að haga sér ósæmilega. Handabandið afdrifaríka átti sér stað fyrir um­ rædd réttarhöld. n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Atena Farghadani Sætir 12 ára fangelsisrefsingu fyrir friðsamleg mótmæli. Mynd www.AMnesty.oRG.uk umdeildar teikningar Skopmyndir Farghadani þar sem meðlimir þingsins eru teiknaðir upp sem dýr. Hefndarklám fer mjög vaxandi Ný bresk rannsókn leiðir í ljós að svokallað hefndarklám fer mjög vaxandi en sífellt fleiri atvik af slíku tagi eru kærð til lögreglu. Vit­ að er um þolendur í hefndarklámi allt niður í ellefu ára aldur og upp í fólk á eftirlaunaaldri. Flest­ ir þolendur eru hins vegar undir þrítugu og á móti hverjum einum karlkynsþolanda eru átta kven­ kynsþolendur. Meðal tilvika er 39 gamall maður sem kona ein fékk til að haga sér á lostafullan hátt í vef­ myndavél en beitti hann síðan fjárkúgun. Annað atvik segir frá 19 ára gamalli stúlku sem fyrrver­ andi kærasti tók myndir af er hún kom úr baði og birti þær síðan á netinu eftir að þau hættu saman. Yngsti þolandinn í rannsókninni er ellefu ára. Hefndarklám var gert að refsi­ verðu athæfi á Bretlandi í apríl síðastliðnum og er nú loksins tekið alvarlega í landinu. Samtök sem berjast gegn hefndarklámi fagna rannsókninni en telja að tilvik um hefndarklám séu miklu fleiri enda rannsaki lögreglan oft ekki mál af þessu tagi. Grikkir sam- þykktu Gríska þingið hefur samþykkt samkomulag sem lánardrottnar settu grískum stjórnvöldum á mánudaginn svo að Grikkir fái nýtt neyðarlán. Þar með hafa Grikkir tryggt að þeir muni fá 86 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusam­ bandinu. Alls kusu 228 þing menn með til lög unni en 64 gegn henni og sex þing menn sátu hjá. Óeirðir hafa geisað fyrir utan þinghúsið þar sem mótmælendur hafa meðal annars kastað bens­ ínsprengjum og grjóti í átt að lög­ reglu. Tillagan af samkomulaginu var umdeild á meðal Grikkja og sögðu sumir hana niðurlægjandi fyrir þjóðina en þar setja forsvars­ menn ESB Grikkjum ströng efna­ hagsleg skilyrði. Þar er þess meðal annars krafist að grísk stjórnvöld einkavæði ríkisfyrirtæki, hækki skatta og einfaldi lífeyriskerfi landsins. SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.