Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 17.–20. júlí 201522 Fólk Viðtal
Þegar Elsa Lára segir að þau hafi
byggt húsið sjálf, þá virkilega mein-
ar hún að þau hafi gert allt sjálf. Eða
nánast allt. Það eina sem þau fengu
iðnaðarmenn til að gera var að leggja
pípulagnir. „Á lokasprettinum feng-
um við reyndar aðstoð frá einum
vini okkar og frænda sem er góð-
ur í því að skera flísar, svo við gæt-
um flutt inn fyrir jól, og við rétt náð-
um því. Við fluttum inn kvöldið fyrir
Þorláksmessu 2007 og ég bókstaflega
sofnaði ofan í súpudiskinn á jólun-
um,“ segir hún hlæjandi. En þeim
tókst að halda jólin á nýja heimilinu,
sem hafði verið markmiðið. Tæpu
ári síðar gerðust hins vegar atburðir
sem flestir þekkja og ekki leið á löngu
þangað til róður fjölskyldunnar tók
að þyngjast.
Þingmennskan bjargaði húsinu
Elsa Lára viðurkennir að hún hafi í
raun dottið í lukkupottinn með því
að komast inn á þing því laun henn-
ar sem þingmaður eru töluvert hærri
en kennaralaunin sem hún var á áður.
„Ef ég hefði verið á þeim launum mik-
ið lengur hefðum við misst húsið. Það
hjálpaði auðvitað mikið þegar Rún-
ar fór út að vinna, en staðan var mjög
erfið og við vorum alveg á brúninni.“
Lánið sem í upphafi var 24 millj-
ónir stendur í 39 milljónum í dag,
þrátt fyrir að þau hafi fengið eitthvað
niðurfellt. Þau hjónin fóru í gegn-
um sértæka skuldaaðlögun, eða svo-
kallaða 110 prósent leið. „Við lentum
tveimur mánuðum eftir á með gjald-
daga á meðan við fórum í gegnum
það ferli, en við fengum niðurfelld-
ar 5,8 milljónir. Samkvæmt skilmál-
um og vegna þess að húsið hækk-
aði í verði, mátti fella það á okkur
aftur. Okkur tókst hins vegar að gera
samkomulag við bankann um að við
tækjum aðeins á okkur helminginn
og fengum niðurfelldar 2,8 milljón-
ir.“ Af því að hjónin fóru í gegnum sér-
tæka skuldaaðlögun eiga þau ekki rétt
á leiðréttingu verðtryggðra fasteigna-
lána, líkt og fjöldi Íslendinga. Þau geta
hins vegar nýtt séreignarsparnað sinn
til lækkunar á láninu.
Einhverfugreiningin var áfall
„Svo notum við tímann núna, á með-
an við erum á hærri launum, til að
borga niður. Dæmið lítur allt öðruvísi
út í dag en við reynum að vera skyn-
söm. Okkur líður vel hérna og langar
að búa hér áfram. Svo veit mað-
ur ekki hve mikinn tíma maður fær,
þannig að maður má ekki gleyma sér
í áhyggjum. Maður verður að lifa líf-
inu og njóta þess að vera til. Ekki velta
sér of mikið upp úr framtíðinni,“ segir
Elsa Lára auðmjúk. Það var nefnilega
fleira en fjárhagserfiðleikar sem fjöl-
skyldan þurfti að takast á við á þess-
um tíma. Sem varð til þess að hún
lærði að meta lífið betur.
„Árið 2007 fékk dóttir mín ein-
hverfugreiningu og það var rosalegt
áfall. Hún er með dæmigerða ein-
hverfu sem er þyngst á skalanum. Ég
vissi í raun ekki hvað einhverfa var.
Mér fannst ég vera að missa barnið
mitt og fór í gegnum kvíða- og þung-
lyndistímabil í kjölfar greiningarinn-
ar. Mér fannst eins og hennar vonir og
draumar væru horfnir. Þetta reyndi
mikið á fjölskylduna í heild sinni.
Þetta var svo erfiður tími. Ég kunni
ekki á hana og var alltaf grátandi. Ég
fór í gegnum mikið sorgarferli.“
Hefur náð miklum framförum
Greiningarstöðin bauð upp á fjöl-
skylduráðgjöf sem Elsa Lára nýtti
sér og það hjálpaði henni mikið.
„Ég man að á þessum tíma fór ég að
hugsa að ég vissi ekki hver framtíð
mín sem heilbrigð manneskja yrði.
Og af hverju ætti ég að vera að velta
mér upp úr einhverju sem gæti gerst
í framtíðinni? Svo lærði ég að þakka
fyrir að barnið mitt væri ekki lífs-
hættulega veikt.“
Þórdís Eva, dóttir Elsu Láru, hefur
fengið góða aðstoð fagaðila og stuðn-
ing innan úr skólakerfinu sem hefur
gert það að verkum að hún hefur náð
ótrúlegum framförum. Um leið og
hún fékk frumgreiningu, um þriggja
ára aldur, brást leikskólinn á Skagan-
um við og hún fékk þá þjónustu sem
hún þurfti. „Ég sá fyrir mér að hún
myndi aldrei eignast vini, gæti aldrei
lært að lesa eða hjóla og allt það. Hún
var líka greind með málþroskarösk-
un, en þegar hún byrjaði í skóla fór
hún í endurmat og málþroskaröskun-
in var þurrkuð út. Þá var hún búin að
læra að lesa og hjólaði út um allt. Í dag
á hún sína vini og fúnkerar vel. Hún er
algjör dugnaðarforkur og ég hef engar
áhyggjur af henni. Framtíð hennar er
björt,“ segir Elsa Lára og það fer ekki
á milli mála að hún er stolt af dóttur
sinni, sem dundar sér inni í herbergi
á meðan við spjöllum saman. „Að
ganga í gegnum þetta mótaði mig
mikið og ég held að dóttir mín hafi
verið send til mín til að kenna mér á
lífið. Ég er afar þakklát fyrir það.“
Hljóp til að líða betur
Þegar Elsu Láru leið sem verst ákvað
hún að reyna að gera eitthvað í sín-
um málum. Hún vissi að hreyfing
hefði jákvæð áhrif á andlega heilsu
og byrjaði að fara út að hlaupa, þó
þolið væri ekki upp á marka fiska.
„Ég þurfti fyrst á lyfjum að halda,
en mig langaði að takast á við þetta
öðruvísi. Ég byrjaði á því að skokka
hérna á milli ljósastauranna,“ seg-
ir hún og bendir á staurana úti um
gluggann. Það eru varla meira en
20 metrar á milli þeirra, en Elsa
Lára komst ekki mikið lengra í einu
þegar hún byrjaði. „Hlaupin eru
allra meina bót og það tók ekki mjög
langan tíma fyrir mig að finna að þau
voru að gera það sama fyrir mig og
lyfin höfðu gert. Mér fór að líða bet-
ur,“ segir hún einlæg.
Og hlaupaæðið var ekki lengi að
grípa Elsu Láru, en með hennar sögu
um átröskun í kjölfar stífrar líkams-
ræktar veit hún að hún verður að
passa sig. „Ég finn ekki fyrir púkan-
um þegar ég er í stífu prógrammi því
þá er vellíðanin af hreyfingunni svo
yfirgnæfandi. Og ég borða allt sem
ég vil, enda verð ég að borða vel til
að hafa orku í hlaupin.“ Eftir að hafa
rofið tíu kílómetra múrinn skráði
hún sig í hlaupahópinn Skagaskokk
og í dag hleypur hún allt að 100 kíló-
metra á viku og fer létt með það. Hún
er að æfa fyrir Laugavegshlaupið
sem fer fram um helgina. Um er að
ræða 55 kílómetra utanvegahlaup,
fyrsta utanvegahlaupið sem hún
tekur þátt í. Lengsta hlaupið hennar
hingað til eru 42 kílómetrar í Reykja-
víkurmaraþoninu, svo þetta verður
töluverð áskorun.
Hljóp í matarhléum
„Síðasta haust stakk vinkona mín
upp á því að við færum í hlaup-
ið, en mér fannst það alveg fárán-
legt, enda um eitt erfiðasta hlaup á
Íslandi að ræða.“ Þær ákváðu engu
að síður að skrá sig og þá var ekki
aftur snúið. Fyrir tólf vikum hófust
svo skipulagðar hlaupaæfingar eft-
ir excel-skjali, en það var stundum
erfitt að koma þeim fyrir á milli þing-
funda í sumar. „Ég var kannski að
vakna klukkan hálf sex til að ná tólf
kílómetrum fyrir vinnu, eða jafnvel
fara í hádegis- eða kvöldmatarhlé-
um í þinginu. Þetta var mikið púsl,“
segir hún hlæjandi.
„Fólk hefur verið að segja að ég
sé biluð, en ég fíla það bara. Þegar
maður er að stefna á 55 kílómetra ut-
anvegahlaup þá verður maður bara
að æfa. Ég hefði líklega ekki farið út í
þetta ef ég hefði vitað að þingið stæði
fram í júní, enda var ég oft að því
komin að gefast upp þegar dagarn-
ir voru sem lengstir. Ég vona bara
að heilsan haldi og ég nái að klára
hlaupið,“ segir Elsa Lára sem hlakkar
mikið til að takast á við Laugaveginn
um helgina. Fjölskyldan tekur svo á
móti henni í Þórsmörk, þar sem bú-
ast má við mikilli gleðistund. „Ég hef
aldrei farið þessa leið en ég er búin
að ímynda mér hana í huganum. Ég
er líka búin að sjá fjölskylduna fyrir
mér þegar ég kem í mark. Ég er búin
að koma mjög oft í mark í hugan-
um og vona að það takist líka í raun-
veruleikanum,“ segir Elsa Lára kímin
að lokum. n
„Mér fannst ég
vera að missa
barnið mitt og fór í gegn-
um kvíða- og þung-
lyndistímabil í kjölfar
greiningarinnar.
„Fólk hefur
verið að segja
að ég sé biluð, en ég
fíla það bara.
Glímir enn við eftirköst
Elsa Lára þróaði með sér
átröskunarsjúkdóma seint á
unglingsárunum og segir að
púkinn fylgi henni alltaf.
Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is