Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 12
12 Fréttir Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Hvað elda ferðamennirnir? n Hvað borða þeir þegar eldað er undir berum himni? n Prímus og vatn lykilatriði G ríðarlegur fjöldi máltíða er eldaður undir berum himni á hverjum degi yfir háferðamannatímann. DV tók nokkra ferðamenn tali á tjaldsvæðum á Suður- og Austur- landi. Fékk að smakka og í stöku til- viki að leiðbeina. Það er frekar kulda- leg tilhugsun á sumarkvöldi að vera kominn í náttstað og hitinn er á bil- inu 5–8°C og byrja á að laga mat. Á flestum tjaldstæðum við Skóga, Vík í Mýrdal, Klaustur, Höfn í Horna- firði má sjá á hverju kvöldi mikinn fjölda kúlutjalda. Þar eru iðulega á ferð ferðamenn sem ferðast ódýrt og í nánu samneyti við náttúruna. Og hvað er í matinn? Á tjaldsvæðinu við Vík situr danska parið Malene og Phillip við borð sem er sambyggt bekkur og borð. Prímusinn hvæsir á potti sem er orðinn sjóðheitur. Hvað er í mat- inn? Phillip lyftir lokinu og segir „Tikka Masala.“ Um leið setur hann upp í sig bita og blæs út úr sér: „Ég er hálfur Íslendingur.“ Hann er Jons- son og kom síðast til Íslands fyrir nokkrum árum. Tikka masala-sósan var keypt í Bónus og kjúklinga bitum er bætt út í. Engin hrísgrjón eða grænmeti. Bara það nauðsynlegasta til að næra sig. Malene er kuldaleg og togar ermarnar niður. Nefið er rautt. Rétturinn smakkast ágætlega og það sem skiptir máli – sjóðheitur. Skyrhræringur við Skóga Pólska parið Grzeic og Ola norpa undir vegg veitingastaðarins og eru að borða með skeið upp úr litl- um álpottum. „Þetta eru hrísgrjón, jógúrt og epli með kanil,“ segir Ola aðspurð um réttinn. Raunar heldur hún á skyrdollu og er leiðrétt hvað það varðar. Hrísgrjónin eru hörð og rétturinn er kaldur. Of lítið er af eplum og kanil í réttinum þannig að hann bragðast hreint ekki vel. Auk þess er hann kaldur og nauðsynlegt hefði verið að fá eitt- hvað heitt í kroppinn. Þau hlæja bæði þegar blaðamaður grettir sig. Þau eru á tíu daga ferð og finnst dýrt að vera á Íslandi. Varla getur þessi kvöldmatur þó létt pyngjuna. Pasta frá Póllandi Á tjaldstæðinu í Vík eru margir að fara að elda kvöldmat. Þrír pólskir félagar eru að sjóða pasta með Hunt's-tómatmauki. Ora-túnfisk- ur, niðursoðinn í vatni fer svo út í að lokum. Þetta bragðast ágæt- lega. Þau sögðu að oftast væri pasta í matinn. Þau tóku með sér pasta að heiman en eru að klára það og ætla að kaupa meira slíkt á hring- ferðinni. Sebastian, Ilonce og Ania eru skælbrosandi enda hlýnar þeim fljótt af heitum pastaréttinum. Þau njóta þess líka á tjaldstæðinu í Vík að þar er aðstaða innandyra og hún er vel þegin á köldu síðkvöldi. Á rölti um tjaldsvæðið göngum við næst fram á tvær franskar konur sem eru með sjóðandi vatn í potti. Spennandi að sjá hvað franskar konur elda. Marie Claire og Dany verða hálf skömmustulegar þegar þær svara því til að í matinn sé taí- lensk bollasúpa. „Bara alls ekki mjög franskt,“ segir Marie og flissar. Súp- una tóku þær með sér að heiman og eiga stafla af þessum bréfum. „Það er dýrt að ferðast um Ísland,“ segir Marie. Hún viðurkennir reyndar að hið sama megi segja um Frakkland þegar blaðamaður DV segir: „Það er líka mjög dýrt að ferðast um Frakk- land.“ „Oui, oui,“ (Já, já), svarar sú franska og Dany vinkona hennar tek- ur undir. Við skiljum sátt, nema hvað súpan var ekki upp á marga fiska. Döðlur í Borgarfirði Að lokum er Anne, franskur nemi á Veðurstofu Íslands, tekin upp í og henni ekið á Borgarfjörð eystri. Hún ætlaði að elda pasta. Þurrk- aðar döðlur í forrétt. Ekki held- ur mjög franskt þar. Af fleiri tjald- búum á og við hringveginn má ráða að þeir borða flestir pasta og miklu frekar til að lifa en njóta. n Eggert Skúlason eggert@dv.is „Þetta er hrísgrjón, jógúrt og epli með kanil. Ola frá Póllandi Tikka Masala Danska parið Malene Lintrup og Phillip Jonsson með ágæt- lega girnilegan kjúklinga- rétt. Hráefnið keypt í Bónus. Phillip er hálfíslenskur. MynD EggErT SkúlaSOn Skyrhræringur Pólska parið Grezesic og Ola með skyrhræringinn. Hörð grjón slógu ekki í gegn. Ekki sérlega spennandi. Kalt að auki. MynD EggErT SkúlaSOn Pasta með túnfiski Sebastian frá Póllandi með pasta með tómatsósu og túnfiski. Túnfiskurinn gerði útslagið. Bara ágætis kvöldverður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.