Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 17.–20. júlí 201524 Sport Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is BMW 320D F30 Nýskr. 07/2012, ekinn aðeins 8 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, lúga og mjög mikið af flottum aukabúnaði! Tilboðsverð 6.990.000. Raðnr.253805 BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, diesel, sjálf- skiptur mjög vel útbúinn stórglæsilegur bíll! Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.230069 Þessar eru bestar Þ á er mótið hálfnað í Pepsi-deild kvenna og hjá flestum liðum einni umferð betur. Línur eru heldur betur farnar að skýrast. Íslandsmeistaratitillinn í ár fer annað hvort í Kópavog- inn eða í Garðabæinn. Þá bendir flest til að Afturelding og Þróttur leiki í 1. deild að ári. Í liði með sérfræðingum DV sem allir fylgj- ast vel með í Pepsi-deild kvenna valdi ég lið ársins, besta leik- mann, besta þjálfarann og mestu vonbrigðin. n Hjörvars Hafliðasonar Hápressa besti leikmaðurinn Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 14 mörk í tíu leikjum segja töluverða sögu en Fanndís hefur ekki bara verið að skora einhver mörk. Hún kláraði leikina gegn Stjörnunni og Selfoss fyrir liðið sitt. Þá hefur hún einnig lagt upp fjölda marka. Ásta Eir Árnadóttir Breiðablik Vesna Smilljkovic Valur Málfríður Erna Sigurðardóttir Breiðablik Mckenzie Sauwerin Þróttur Berglind Þorvaldsdóttir Fylkir Rakel Hönnudóttir Breiðablik Donna Key Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Stjarnan Hallbera Guðný Gísladóttir Breiðablik besti Þjálfari Þorsteinn Halldórsson Breiðablik Steini er á sínu fyrsta ári með liðið og hefur tekist að búa til gott lið á stuttum tíma. Hann hefur aðeins notað 15 leikmenn í fyrstu 10 umferðunum og er lítið fyrir breytingar. Það er slík íhaldssemi sem oftar en ekki hefur fleytt þjálfurum langt. Gerði vel þegar hann sótti þrjá lykil- leikmenn frá Val, Málfríði, Hallberu og Svövu. Vonbrigðin Dagný Brynjarsdóttir Selfoss Það verður að segjast alveg eins og er að flestir áttu von á meiru frá Dagnýju sem gekk til liðs við Selfoss fyrir leik- tíðina frá þýsku meisturunum Bayern München. Hún greindi frá því á dögun- um að hún hafi nánast fengið leið á fót- bolta á meðan veru sinni í Þýskalandi stóð. Vonandi er hún búin að hrista þau leiðindi af sér og sýnir okkur sitt rétta andlit í seinni umferðinni. Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan Hún hefur sett markið svo hátt að áhangendur Stjörnunnar gera ráð fyrir þrennu í hverjum leik. Harpa hefur gert 7 mörk í deildinni í ár en á sama tíma í fyrra voru þau orðin 15. Harpa er væntan- lega að bíða eftir því að leikar æsist og fer þá að raða inn mörkunum. Elín Metta Jensen Valur Hún er vissulega sú þriðja markahæsta með sjö mörk. En Elín hefur valdið ákveðnum vonbrigðum í deildinni. Hún var slök í leikjunum gegn bestu liðunum, Selfoss, Breiðablik og Stjörnunni. Öll mörkin hennar nema eitt hafa komið gegn þessum svokölluðu lélegu liðum deildarinnar, Þrótti, Aftureldingu og KR. Enginn leikmaður Þróttar hefur skorað Eftir 10 leiki (900 mínútur) hefur Þróttur aðeins skorað eitt mark. Það var sjálfsmark. Vonandi skorar leikmaður Þróttar áður en mótinu lýkur. Þetta er vandræðalegt. M y n D a ð sE n D u M Fs Staðan í Pepsi- deild kvenna 1 Breiðablik 28 2 Stjarnan 24 3 Valur 18 4 Selfoss 17 5 ÍBV 16 6 Fylkir 16 7 Þór/KA 12 8 KR 6 9 Þróttur R. 2 10 Afturelding 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.