Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 36
36 Menning Sjónvarp Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Grallari á skjánum S umardagar er nýr þáttur sem er á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Þættirnir eru nítján talsins og þar eru sagðar fréttir úr höf- uðborginni og af landsbyggð- inni. Þetta eru fjölbreyttir þætt- ir með óvæntum uppákomum og alls kyns viðmælendum. Þar sem Hraðfréttamennirnir Fann- ar Sveinsson og Benedikt Vals- son eru meðal umsjónarmanna er óhjákvæmilegt að grín og glens komi við sögu. Það fylgir því ætíð viss spenna að sjá Fannar á skjánum því hann er algjörlega ótaminn og tilbúinn í allt. Hér á árum fyrr var Grím- ur grallari ein af mínum upp- áhalds sögupersónum, en um hann og uppátæki hans voru skrif- aðar margar stórskemmtilegar bækur sem færðu höfundinum Richmal Crompton mikla frægð. Kannski minnir Fannar mig á Grím grallara, sem gæti verið ein ástæða þess að ég hef hann í svo miklu uppáhaldi. Ég get ímyndað mér að mjög settlegt fólk andvarpi þegar Fannar bregður á leik, það vill virðuleika, sem finnst ekki í fari Fannars. Ég hef sérstaka unun af grallarahætti hans. Það sama virðist eiga við um viðmælendur hans, sem taka því ekki illa þegar viðtalið tekur óvænta stefnu vegna sérkennilegra og stórfuðulegra uppátækja spyrjandans. Benedikt Valsson er mun lúmsk ari húmoristi og hefur virðuleikann sem Fannar skortir. Hann hefur ekkert fyrir því að vera alvarlegur en getur fyrirvaralaust komið manni á óvart með því að bregða fyrir sig vel heppnaðri og stundum kaldhæðnislegri fyndni. Önnur hæfileikamanneskja, Salka Sól, kemur líka við sögu í þáttunum, hún er blátt áfram og vingjarnleg, með góða sjónvarps- framkomu. Þetta eru vel heppnaðir, skemmtilegir og fróðlegir þættir. Þarna eru allir í sumarskapi, eins og við eigum að vera á þessum góða árstíma. n „Þetta eru vel heppnaðir, skemmtilegir og fróðleg- ir þættir. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 19. júlí 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (73:78) 07.08 Kóalabræður (4:13) 07.18 Kalli og Lóa (2:26) 07.30 Lundaklettur (15:39) 07.37 Sara og önd (2:5) 07.44 Kosmó (1:15) 07.54 Vinabær Danna tígurs 08.05 Hæ Sámur (16:52) 08.12 Elías (16:52) 08.23 Sigga Liggalá (16:52) 08.36 Kúlugúbbarnir (12:26) 09.00 Disneystundin 09.01 Finnbogi og Felix 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Herkúles (13:13) 09.52 Millý spyr (23:78) 09.59 Klaufabárðarnir 10.07 Hrúturinn Hreinn (7:10) 10.20 Með okkar augum e 10.50 Attenborough: Furðu- dýr í náttúrunni e 11.15 Pricebræður bjóða til veislu (4:5) e 11.55 Sannleikurinn á bak- við Amazon-vefinn e 12.25 Öldin hennar e 12.30 Ljósmyndari ársins e 13.00 Matador (15:24) e 14.20 Lífæðin til Eyja e 14.50 Mótokross (2:5) 15.25 Konsúll Thomsen keypti bíl (2:3) e 16.05 Tónlistarhátíð í Glas- gow (1:2) e 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóa (17:26) 17.32 Sebbi (30:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (35:52) 17.49 Tillý og vinir (23:52) 18.00 Stundin okkar e 18.25 Gleðin í garðinum (5:8) (Trädgårdsonsdag) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Íslendingar (1:11) (Krist- inn Hallsson) 20.40 Öldin hennar (29:52) 20.45 Íslenskt bíósumar - Perlur og svín 6,3 e 22.10 Stúlkurnar í Anzac (2:6) (Anzac Girls) 23.10 Taumlaus ást (Wild at Heart) 01.10 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok Stöð 2 Sport 2 Stöð 3 09:20 Formúla 1 11:40 IAAF Diamond League (Demantamótaröðin - Mónakó) 13:40 UEFA Champions League (Anderlecht - Arsenal) 15:20 UEFA - Forkeppni Evrópudeildarinnar (KR - Rosenborg) 17:10 NBA (The Bad Boys) 18:55 Goðsagnir efstu deildar ( Ragnar Margeirsson) 19:30 Pepsí deildin 2015 (FH - KR) B 22:00 Wimbledon Tennis 00:00 Pepsí deildin 2015 (FH - KR) 11:00 ICC (Benfica - PSG) 12:45 ICC (Real Madrid - AS Roma) 14:30 Premier League (Crys- tal Palace - Fulham) 16:10 Premier League World 16:40 Goðsagnir efstu deildar (Ragnar Mar- geirsson) 17:50 ICC (Benfica - PSG) 19:30 Pepsí deildin 2015 (FH - KR) 22:00 ICC (Real Madrid - AS Roma) 23:45 Premier League 2013/14 (Man. City - Norwich) 18:00 The Amazing Race (12:12) 18:45 One Born Every Minute (3:20) 19:35 Cristela (4:22) 20:00 Last Man Standing (10:22) 20:25 Bob's Burgers (8:22) 20:50 American Dad (3:19) 21:15 Brickleberry (9:13) 21:40 Work It (8:13) 22:05 Wilfred (5:13) 22:30 Drop Dead Diva (7:13) 23:15 No Ordinary Family (8:20) 00:00 Strike Back (7:10) 00:50 Bob's Burgers (8:22) 01:15 American Dad (3:19) 01:40 Brickleberry (9:13) 02:05 Work It (8:13) 02:30 Wilfred (5:13) 02:55 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:00 The Talk 12:00 Dr. Phil 14:25 Hotel Hell (7:8) 15:15 Læknirinn í eldhúsinu (7:8) 15:40 The Biggest Loser 17:20 Top Chef (4:17) 18:05 Parks & Recreation (4:13) Gamanþáttaröð með Amy Poehler í aðalhlutverki. Hún leikur Leslie Knope sem nú hefur fengið nýtt og stærra hlutverk sem svæðisstjóri almenn- ingsgarða og tekur það mjög alvarlega. 18:30 The Office (17:27) 18:55 Top Gear (2:7) 19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cook- ing (18:20) 20:15 Psych (5:16) 21:00 Law & Order: UK (1:8) 21:45 American Odyssey (9:13) 22:30 Hannibal 8,7 (4:13) Þriðja þáttaröðin um dr. Hannibal Lecter og lið sérfræðinga sem glíma við óhugnarlegar morð- gátur. Aðalhlutverkin leika Mads Mikkelsen, Hugh Dancy, Caroline Dhavernas og Laurence Fishburne. 23:15 The Walking Dead (12:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 00:05 Rookie Blue (7:13) 00:50 State Of Affairs (2:13) 01:35 Law & Order: UK (1:8) 02:20 American Odyssey (9:13) 03:05 Hannibal (4:13) 03:50 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Elías 07:35 Ævintýraferðin 07:45 Doddi litli og Eyrnastór 07:55 UKI 08:00 Algjör Sveppi 09:05 Tommi og Jenni 09:25 Scooby-Doo! Leyni- félagið 09:50 Tom and Jerry: The karate Guard 10:00 Kalli kanína og félagar 10:10 Xiaolin Showdown 10:50 Ben 10 11:10 Ofurhetjusérsveitin 11:35 iCarly (34:45) 12:00 Nágrannar 13:45 Íslenskir ástríðuglæpir (3:5) 14:15 Ísland Got Talent (1:11) 15:10 Ísland Got Talent (2:11) 16:05 Married (1:10) 16:30 Restaurant Startup (7:10) 17:15 Feðgar á ferð (4:8) 17:45 60 mínútur (41:53) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (99:100) 19:05 Modern Family (7:24) 19:25 Þær tvær (5:6) 19:50 Mr Selfridge (10:10) 20:40 Rizzoli & Isles (1:15) 21:25 Shameless 8,7 (8:12) Fimmta þáttaröðin af þessum bráðskemmtu- legu þáttum um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækja- samir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 22:20 Leonie 00:00 60 mínútur (42:53) 01:00 True Detective (5:8) 01:55 Orange is the New Black (5:14) 02:55 Who is Clarck Rocke- feller 04:20 Four Weddings And A Funeral (Fjögur brúð- kaup og jarðarför) 06:15 Þær tvær (5:6) Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Fannar Sveinsson „Algjörlega ótaminn og tilbúinn í allt.“ MyND SIGTRyGGUR ARI dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið R étt eins og í öðrum íþrótt- um er ákveðin leikmanna- markaður í skákinni ef svo má segja. Keppnistímabil- ið nær yfir veturinn svo sumarið er oft sá tími sem menn nota til að styrkja sínar skáksveitir. Fyrir fáeinum vikum gerðust þau stórtíðindi að Taflfélag Vestmanna- eyja ákvað að draga sig út úr keppni í úrvalsdeild og hefja tafl í neðstu deild á næsta ári. Samhliða þessari ákvörðun hafa nokkrir af sterk ustu skákmönnum félagsins gengið í önnur félög. Ákvörðun TV er tekin á þeim grundvelli að félagið ætlar að setja meiri áherslu á barna- og unglingastarfsemi en áður hefur verið gert. Er það vel en spurning hvort ekki hefði verið hægt að fara einhvern milliveg varðandi þessa ákvarðanatöku. Félagið hefur átt sterka sveit í efstu deild um árabil og oftar en ekki nálægt Íslands- meistaratitlinum sem fór reyndar aldrei út í Eyjar. Henrik Daniselsen hefur teflt með TV í nokkur ár en gekk í Taflfé- lag Reykjavíkur. Mikill styrkur fyrir TR sem þéttir þannig enn frekar a- sveit félagsins. Björn Ívar Karlsson, einn virtasti skákkennari landsins, gekk að nýju í Skákfélag Akureyr- ar. Björn er úr Eyjum og hefur alltaf teflt með TV fyrir utan mennta- skólaár sín þegar hann tefldi með SA er hann var við nám í Mennta- skólanum á Akureyri. Mikill feng- ur fyrir Skákfélag Akureyrar sem næsta vetur mun tefla fram tveim- ur sveitum í úrvalsdeildinni og því munar ansi mikið um nýjan liðs- mann til að breiddin sé sem mest í félaginu. Ingvar Þór Jóhannesson landsliðseinvaldur gekk til liðs við Hugin. Afar stór biti þar á ferðinni. Helgi Ólafsson stórmeistari og Sig- urbjörn Björnsson eru enn á „free transfer“ og verður spennandi að sjá hvað þeir kappar gera. n Félagaskipti!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.