Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Umræða 19
Poppstjörnur síns tíma
n MA kvartettinn slær í gegn n Heyrist enn í útvarpinu, áttatíu árum síðar
Þ
ær eru ekki margar íslenskar
hljóðritanir frá fyrri hluta
síðustu aldar sem enn eru
reglulega fluttar í útvarpinu.
MA kvartettinn hefur hér al-
gjöra sérstöðu, en lög hans hafa í hart-
nær áttatíu ár verið meðal vinsælu-
stu óskalaga þjóðarinnar. Kvartettinn
skipuðu bræðurnir Steinþór og Þor-
geir Gestssynir, Jakob Hafstein og Jón
Jónsson frá Ljárskógum, en þeir stofn-
uðu kvartettinn – eins og nafnið gefur
til kynna – í Menntaskólanum á Akur-
eyri og fannst við hæfi að kenna hann
við upphafsstafi skólans.
Kvartett verður til
„út úr leiðindum“
Bræðurnir Steinþór og Þorgeir voru
frá bænum Hæli í Gnúpverjahreppi.
Steinþór var einn vetur í skólanum,
en það var 1932–1933, og lauk hann
þaðan gagnfræðaprófi. Steinþór lýsti
því svo að kvartettinn hafi eiginlega
orðið til „út úr leiðindum“. Þeir bræð-
ur komust ekki heim í jólafrí og Jón
komst ekki heldur heim í Dali. Jón var
í bekk með Jakobi og til stóð að bekk-
urinn héldi skemmtun en skemmti-
atriði vantaði. Þeir æfðu því nokkur
Bellmannslög og fyrsta lagið sem þeir
sungu var Gamli Nói.
Þetta þótti takast svo vel að söngur-
inn hélt áfram. Þeir æfðu mikið þá um
veturinn, komu reglulega fram og
sungu einu sinni í útvarpið. Sá söng-
ur fór fram í gegnum síma frá Akureyri
og sagði Steinþór síðar svo frá að það
hefði heyrst „víst nokkurn veginn“.
Ekki höfðu þeir neinn söngstjóra,
en Jón var annar bassi, Jakob fyrsti
bassi, Steinþór annar tenór og Þor-
geir fyrsti tenór. Allir höfðu þeir áður
sungið í kórum og voru góðir söng-
menn. Áður en skóla lauk sumarið
1933 héldu þeir fjórmenningar í söng-
för til Húsavíkur, en ekkert varð meira
af samsöng þeirra að sinni. Eftir að
Jakob, Þorgeir og Jón luku námi komu
þeir suður og í kjölfarið var þráður-
inn tekinn upp aftur. Að loknum all-
nokkrum æfingum austur að Hæli
héldu þeir í bæinn þess albúnir að
efna til söngskemmtana á nýjan leik.
Húsfyllir
Bjarni í Nýja Bíói var vinur Gests á
Hæli, föður Steinþórs og Þorgeirs. Jak-
ob sagði löngu síðar svo frá að þeir
hafi gengið á fund Bjarna og beðið
hann um að fá Nýja Bíó lánað „en
sögðum honum jafnframt að vel gæti
svo farið að hann fengi aldrei eyri fyrir
það. Hann tók okkur vel og sagði okk-
ur velkomið að fá húsið, það yrðu ein-
hver ráð með peningana, við skyldum
ekkert hugsa um það.“
Þegar kom að hljómleikunum
hafði ekkert selst af miðum í forsölu.
Grípum aftur niður í frásögn Jakobs:
„Við sátum bakvið senuna, heldur
kvíðnir og vonsviknir, héldum að við
myndum verða að syngja fyrir tómu
húsi. Þú getur rétt ímyndað þér hvað
okkur létti þegar við heyrðum stólana
falla og húsið fyllast af fólki. Og þegar
við komum fram var fullt hús.“ Síðar
komu þeir einnig fram í Gamla Bíói og
víða út um land.
„Óvenjulega léttur gleðibragur“
þótti einkenna hljómleika þeirra fé-
laga svo vitnað sé í frásögn Útvarps-
tíðinda frá árinu 1939. Sem dæmi má
nefna að þegar kom að hendingunum
„hátt á Ararat“ í Gamla Nóa bentu allir
á Jón sem var langhæstur þeirra fjór-
menninga eða einn níutíu og fjórir
eða sex. Þeir voru líka ætíð smekklega
til fara á hljómleikum – klæddir í kjól
og hvítt.
Miklar vinsældir
Fjórmenningarnir ortu mikið af
textunum sjálfir, þó aðallega Jón, sem
var afbragðsskáld. Honum gekk þó
fremur brösulega framan af að setja
saman texta við Nocturne í c-dúr eftir
Chopin. Það varð því úr að bræðurn-
ir og Jakob lokuðu Jón inni í herbergi
og tjáðu honum að hann hefði hálf-
tíma til að gera almennilegan texta.
Það tókst og hálftíma síðar var ljóðið
ort: „Kom vornótt og syng þitt barn í
blund.“
Margar ljóðlínur Jóns eru hreint af-
bragð, til að mynda þessi:
Flýðu ekki, æska,
inn í kaldan skuggann.
Sérðu ekki að sólin,
sindrar inn um gluggann?
Meðal annarra kunnra laga MA
kvartettsins eru „Laugardagskvöldið á
Gili“ með texta Magnúsar Ásgeirsson-
ar og „Rokkarnir eru þagnaðir“ – við
ljóð Davíðs Stefánssonar.
Vinsældirnar voru miklar og höfðu
þeir ágætar tekjur af söngnum um
tíma. Þá æfðu þeir daglega í fjórar til
sex klukkustundir á dag og undir-
bjuggu hljómleika í um tvo mánuði.
Carl Billich sá að mestu um út-
sendingar, en hann mun hafa radd-
sett um fjörutíu til fimmtíu lög fyrir þá
félaga.
Framan af spilaði enginn undir
með kvartettinum og sá Steinþór um
að gefa tóninn, en frá árinu 1937 var
undirleikari þeirra Bjarni Þórðarson.
Átta lög hljóðrituð
Því miður hafa aðeins upptökur af átta
lögum varðveist með söng MA kvart-
ettsins.
Hljóðritunin kom þannig til að
þeir fjórmenningar buðu Útvarpinu
árið 1942 að syngja inn á plötur því að
kostnaðarlausu, en fátæktin var svo
mikil hjá stofnuninni að ekki voru til
valsar nema fyrir fjórar plötur eða átta
plötusíður, enda mikill efnisskortur á
miðjum stríðstímum. Af þeim sökum
var tilboðinu hafnað.
Skömmu síðar komu þeir fram í
útvarpsprógrammi og sungu 24 lög.
Þegar fyrstu tvö lögin voru búin hr-
ingdi Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
niður eftir og mælti svo fyrir að tekið
yrði upp eins mikið og hægt væri.
Þetta heppnaðist svo vel að nákvæm-
lega voru hljóðrituð átta lög á þær átta
plötusíður sem til voru, þökk sé Jónasi
útvarpsstjóra. Þetta varð síðasti sam-
söngur MA kvartettsins, en lögin átta
komu út á fjórum hljómplötum sem
síðar voru endurútútgefnar.
110 hljómleikar
Um þetta leyti réðst Jón frá Ljárskóg-
um sem kennari vestur á Ísafjörð.
Hann veiktist þar og lést á Vífilsstöð-
um 1945. Í huga bræðranna og Jakobs
kom aldrei til greina að fá nýjan mann
í stað Jóns og kom kvartettinn aldrei
saman aftur. Alls munu þeir hafa
haldið um 110 hljómleika á ferli sín-
um og nær alltaf fyrir troðfullu húsi.
Steinþór varð bóndi á Hæli 1937.
Hann sinnti sönglistinni áfram og
söng hvort tveggja með karlakórum
og blönduðum kórum. Hann var
einnig virkur í félagsmálum, var um
áratugaskeið oddviti í sínum hreppi,
formaður Landssambands hesta-
mannafélaga og alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Suðurlandskjör-
dæmi í hálfan annan áratug. Hann
andaðist árið 2005.
Bróðir Steinþórs, Þorgeir, gerðist
læknir. Fyrst að loknu prófi var
hann ráðinn til Trékyllisvíkur, síðar
á Kópasker. Hann stundaði frekara
nám í Danmörku og var síðar læknir
á Húsavík, í Neskaupstað, Hvolhreppi
og Reykjavík. Hann fékkst einnig við
söng á þessum stöðum. Þorgeir lést
árið 2005.
„Ekkert nema ljúfar minningar“
Jakob Hafstein lauk lagaprófi frá Há-
skóla Íslands. Hann stundaði mál-
flutningsstörf um tíma, var fram-
kvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna, var fram-
kvæmdastjóri Lithoprents og rak
frá árinu 1963 offsetprentsmiðjuna
Sólnaprent. Hann lést árið 1982. Jak-
ob var spurður að því í viðtali eitt sinn
hvaða hugsanir það vekti að hlýða aft-
ur á lög kvartettsins. Hann svaraði:
„Ekkert nema ljúfar minningar um
samveruna með strákunum.“
MA kvartettinn er enn talin
einn besti söngflokkur sem komið
hefur fram hér á landi, enda all-
ir góðir raddmenn og smekkmenn.
Þeir kunnu þá list að láta ljóð falla
að lagi og gera eina heild úr öllum
einingum. Söngur þeirra mun án
efa hljóma á öldum ljósvakans um
ókomin ár.
Heimildir: „Þeir hættu þegar hæst
bar“, grein Sigurðar Hreiðar í Vik-
unni árið 1963, sjónvarpsviðtal Helga
Péturssonar við Steinþór og Þorgeir
Gestssyni árið 1992, viðtal við Jakob
Hafstein í Útvarpstíðindum 1939,
Læknatalið og Lögfræðingatalið. n
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð „MA kvartettinn
er enn talin einn
besti söngflokkur sem
komið hefur fram hér
á landi, enda allir góðir
raddmenn og smekk-
menn.
MA kvartettinn Frá
vinstri: Þorgeir, Stein-
þór, Jakob og Jón.
Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma)
Láttu þér líða vel
meccaspa.is
Opnunartími
Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00
Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00
Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði.
Í Gamla Bíói
Óvenjulega léttur
gleðibragur þótti
einkenna hljómleika
þeirra félaga.