Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 2
2 Fréttir Vikublað 1.–3. september 2015 Sársauki minnkar strax • Kaldur gelsvampur & gel • Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C • Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af • Tea Tree & Lavender - sótthreinsar, róar & deyfir • Sterílar umbúðir Virkar á sviða og sársauka af: sólbruna - skordýrabiti brenninettlum - húðflúrum laser og núningsbruna Fæst í apótekum. Celsus ehf. www.celsus.is AbsorBurn® Kælir brunasár, hratt og lengi n Alls 161 innbrot í bíla á höfuð- A lls hefur verið brotist inn í 161 bíl það sem af er árinu á höfuðborgarsvæðinu. Um fjórðungur innbrot- anna, 39 talsins, átti sér stað í Breiðholti en einnig var mik- ið um innbrot í Kópavogi, alls 33 tilkynnt innbrot. Þessi hverfi eða bæjarfélög skera sig úr miðað við önnur. Innbrotum er að fjölga tals- vert miðað við undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu hefur alls 161 tilkynning um innbrot borist til embættisins það sem af er ári. Um helmingur tilvik- anna, 79 innbrot, hefur átt sér stað undanfarna þrjá mánuði, júní– ágúst, samanborið við fimm fyrstu mánuði ársins. Eitt á Seltjarnarnesi Breiðholt og Kópavogur skera sig úr hvað varðar tíðni innbrota en einnig er talsvert brotist inn í bíla í Laugardalnum, 20 tilvik, sem og í Hlíðunum, 15 tilvik. Aðeins eitt innbrot hefur átt sér stað á Sel- tjarnarnesi, það sem af er ári en einnig eru fá tilvik skráð í Mosfells- bæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Miðað við undanfarin ár hefur innbrotum í bíla verið að fjölga. Í lok september árið 2014 voru skráð innbrot 147 talsins en árið 2013 voru þau 90 talsins á sama tíma. Þó að þróunin hafi verið á þessa leið síðustu ár þá er tíðni innbrota langt frá því sem var árin 2009–2011. Til dæmis var tilkynnt um 227 innbrot í bifreiðar á þessum tíma árið 2011. Öflug nágrannavarsla Nýlega greindi DV frá faraldri í Garðabæ sem snýr að því að farið er inn í bíla að næturlagi, rótað og 1 39 33 27236 6 5 Seltjarnarnes 1 innbrot, 4.500 íbúar Innbrot mIðAð vIð íbúAfjöldA Athyglisvert er að skoða fjölda innbrota út frá íbúafjölda en hann virðist ekki hafa mikið að segja. Til að mynda er eftirtektarvert hversu fá innbrot eru tilkynnt í Hafnarfirði miðað við hversu fjölmennt bæjarfélagið er. Breiðholt 39 innbrot 21.000 íbúar Kópavogur 33 innbrot 34.000 íbúar Laugardalur/Háaleiti 27 innbrot 30.000 íbúar Miðborg/Hlíðar 23 innbrot 18.000 íbúar Vesturbær 6 innbrot 16.000 íbúar Garðabær 6 innbrot 15.000 íbúar Hafnarfjörður 5 innbrot 28.000 íbúar InnbrotIn algengust í breIðholtI 161 innbrot í bíla Áberandi flest inn- brotin eiga sér stað í Breiðholti og Kópavogi. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fjölgun Innbrotum í bíla hefur fjölgað milli ára. Mynd: pHotoS.coM Í vímu undir stýri Ökumaður um tvítugt sem lög- reglan á Suðurnesjum stöðv- aði um helgina við hefðbundið eftirlit reyndist ekki aðeins vera undir áhrifum fíkniefna heldur var hann einnig með kannabis í poka í bílnum. Hann viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum. Ann- ar einstaklingur sem lögregla hafði afskipti af var með fíkni- efni í tóbaksdós, sem hann vísaði lögreglumönnum á. Þetta kem- ur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum. tundurdufl um borð Lögreglan á Suðurnesjum lokaði hluta Grindavíkurhafnar síðast- liðinn föstudag þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innanborðs. Í tilkynn- ingu frá lögreglu kemur fram að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi farið um borð. Áhöfn skips- ins yfirgaf það meðan starfsmenn Gæslunnar fjarlægðu sprengikúl- una. Ekki var vitað hvort hún var virk, en Skinney hafði fengið hana í trollið djúpt suður af Eld- ey þar sem skipið var á humar- veiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.