Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 1.–3. september 201510 Fréttir
F
jölmargir Íslendingar hafa, á
Facebook-viðburðinum Kæra
Eygló Harðar – Sýrland kallar,
boðist til að veita sýrlenskum
flóttamönnum aðstoð sína.
Um miðjan dag í gær, mánudag, voru
fylgjendur síðunnar orðnir ellefu þús-
und talsins. Á sama tíma í gær höfðu
um 700 manns skráð sig sem sjálf-
boðaliða á einum sólarhring hjá
Rauða krossinum til aðstoðar flótta-
mönnum.
Síðan borgarastyrjöldin hófst í Sýr-
landi fyrir rúmum fjórum árum hafa
um átta milljónir manna, eða um 40%
þjóðarinnar, þurft að yfirgefa heim-
ili sín. Þar af hafa um fjórar milljónir
manna flúið landið.
„Maður hefur skynjað mikla og
hraða hugarfarsbreytingu varðandi
þetta vandamál,“ segir Stefán
Þór Björnsson, formaður flótta-
mannanefndar. „Fólk hefur misjafnar
skoðanir á þessu máli en af því sem ég
heyri þá vill fólk sýna mannúð og Ís-
lendingar vilja leggja sitt fram í lausn
á þessu vandamáli þó að það sé lítið
framlag í hinu alþjóðlega samhengi.“
Talan verður hærri
Nefndin lagði til við ríkisstjórnina
að 50 flóttamenn yrðu fengnir til Ís-
lands á næstu tveimur árum. Spurð-
ur hvort ekki hefði verið hægt að fá
hingað fleiri flóttamenn segir Stefán
Þór: „Fyrir hrun var mótuð sú stefna
að taka við um það bil 25 til 30 á ári.
Eftir hrunið, væntanlega sem hluta af
sparnaðaraðgerðum, fór fjöldinn í 8
til 10 á hverju ári. Það sem við vildum
gera í nefndinni var að koma þessu
aftur í fyrra horf og í þá stefnu sem var
mótuð fyrir um það bil áratug,“ segir
hann.
„Ég held að það liggi alveg fyrir að
sú tala sem hefur verið nefnd hingað
til, 50, hún verður hærri. Það er mikil
umræða um þetta hjá alþingismönn-
um og ráðherrum. Það skiptir miklu
máli hversu miklar fjárheimildir Al-
þingi getur hugsað sér að ráðstafa til
þessa máls,“ bætir hann við og tekur
fram að enn eigi eftir að fá fjárheimild
frá Alþingi fyrir þessum 50 sem talað
var um í byrjun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra ætlar á ríkisstjórnar-
fundi í dag, þriðjudag, að leggja til að
stofnuð verði sérstök ráðherranefnd
um flóttamannavandann og hvernig
Íslendingar geti brugðist sem best við
honum.
Fimm milljónir á flóttamann
Kostnaður við hvern flóttamann nem-
ur hátt í fimm milljónir króna á mann,
að sögn Stefáns Þórs. Akureyrar-
bær hefur boðist formlega til að taka
við hópi, auk þess sem undirnefnd í
Hafnarfirði hefur ályktað um að bær-
inn taki við hópi. Þar fyrir utan er vit-
að um áhuga tveggja sveitarfélaga á
að taka við fólki. Velferðarráðuneytið
mun á næstunni senda út bréf til allra
sveitarfélaga landsins til að fá að vita
hvert þeirra vill taka við fólki og þá
hversu mörgum. Búist er við að fyrstu
flóttamennirnir frá Sýrlandi komi
hingað til lands í fyrsta lagi eftir sex til
átta vikur.“
Stefán segir að móttaka flótta-
manna snúist bæði um vilja og getu.
„Við megum ekki taka meira en við
ráðum við í einu. Það skiptir gríðar-
lega miklu máli að taka vel á móti fólk-
inu og hjálpa því að aðlagast íslensku
samfélagi og gera það að nýtum þjóð-
félagsþegnum. Ég held að til lengri
tíma litið verði þetta ávinningur fyrir
landið en það skiptir miklu máli að
menn haldi vel á spöðunum.“
Alls hefur 451 flóttamaður komið
til Íslands og hefur þeim gengið mis-
vel að fá störf. „Sumum hefur geng-
ið mjög vel en svo eru önnur mál þar
sem þetta hefur tekið lengri tíma. Við
stefnum að því að fólkið sem kem-
ur hingað muni samþættast íslensku
samfélagi vel.“
Sumir tala um að stjórnvöld eigi
fyrst að hjálpa fátækum á Íslandi áður
en farið er í það að hjálpa útlending-
um. Hvað finnst Stefáni um það? „Ís-
land er hluti af samfélagi þjóðanna.
Það eru alþjóðleg vandamál sem við
þurfum að taka þátt í eins og aðr-
ir. Við höfum líka alþjóðlegar skuld-
bindingar varðandi þróunaraðstoð.
Þær fjárhæðir fara m.a. í kostnað
vegna flóttamanna. Þannig að við
getum eytt þessum fjármunum hér
á Íslandi vegna flóttamanna eða eytt
þeim erlendis,“ segir hann. n
Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í
svo einfalt
er það!
súðarvoGur 3-5, reykjavík
GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is
s: 5666630 / GluGGaGerdin.is
»
Getum tekið á
móti 800–
2.000 flótta-
mönnum
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða
krossins, segir að 700 nýskráningar
sjálfboðaliða sé met á einum degi. „Það
ríkir mikil gleði yfir þessu á meðal Rauða
kross-fólksins,“ segir Björn, sem telur að
Íslendingar gætu tekið við 800 til 2.000
flóttamönnum á næstu tveimur árum í
stað þeirra 50 sem talað hefur verið um.
„Rauði krossinn hefur burði til að taka
á móti miklu fleiri flóttamönnum en
við höfum gert, sérstaklega með tilliti
til þess meðbyrs sem við höfum fengið
undanfarið.“
700 sjálfboðaliðar
á einum sólarhring
n Íslendingar vilja sýna mannúð og taka þátt í lausn flóttamannavandans n Hröð hugarfarsbreyting
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Grátandi flótta-
maður Sýrlensk
konan kemur grát-
andi upp úr báti með
barnið sitt meðferðis
á grísku eyjunni
Lesbos.
Björn
Teitsson
Björn er
þakklátur
fyrir stuðn-
inginn frá
almenningi.
Vantaði vettvang fyrir
hjálpsama Íslendinga
Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur
stofnaði Facebook-viðburðinn Kæra Eygló
– Sýrland kallar. Hún telur að fólk sé komið
með nóg af biðinni án þess að nokkuð sé
að gert varðandi flóttamannavandann í
Sýrlandi.
„Fólk er búið að sjá sömu fréttirnar aftur og
aftur án þess að nokkuð gott gerist og frétt-
irnar fara bara versnandi,“ segir Bryndís.
„Það þarf að sýna meiri viðbragðsflýti hér á
landi við svona neyðarástandi og það sama
má segja um alla Evrópu. Það er morgun-
ljóst að hamfarir og stríð eiga eftir að halda
áfram og þá er mjög svekkjandi að sjá allt
þetta úrræðaleysi.“
Hún segist hafa stofnað viðburðinn á
Facebook eftir að Þorvaldur Sverrisson
skrifaði þar stöðufærslu þar sem hann
sagðist geta hýst fimm Sýrlendinga og gefið
þeim að borða. Hann bað Eygló Harðar-
dóttur [velferðarráðherra] um að veita þeim
dvalarleyfi svo það gæti búið hjá honum.
„Mér datt í hug að skrifa hjá honum að ég
myndi borga flugfarið fyrir flóttamennina
og þá gætum við hækkað töluna úr 50 í 55,“
segir hún.
„Það eina sem ég gerði var að ýta á hnappa
og stofna þennan viðburð. En fyrir mikla
mildi virtist akkúrat á þeim tímapunkti
hafa vantað vettvang fyrir fólk að tjá sig og
leggja fram aðstoð. Þetta fólk er svolítið
búið að fá nóg og vill sjá raunveruleg við-
brögð. Þess vegna stofnað ég viðburðinn, til
að sjá hvort við gætum fengið þessa tölu til
að hækka eitthvað.“
Hún gagnrýnir þá ákvörðun eða tillögu
stjórnvalda að taka a móti 50 manns á
tveggja ára tímabili. „Þetta þýðir að við
erum að bjóða fjölskyldu að koma til Íslands
eftir tvö ár. Hún þarf að bíða í flóttamanna-
búðum í tvö ár áður en hún fær að koma
hingað, sem er algjör óþarfi þegar við
höfum öll þessi hús og allt þetta fólk sem
er tilbúið að opna heimili sín. Ég held að það
sé mikilvægara að koma þeim til landsins
fyrst og eftir það væri hægt að finna út úr
smáatriðunum,“ segir Bryndís.
Sumir telja að Íslendingar eigi fyrst að
einbeita sér að vandamálum heima fyrir,
eins og fátækt, áður en útlendingar fái
aðstoð. Þessu er Bryndís ekki sammála.
„Öll samfélög, hvar sem er í heiminum, hafa
einhver vandamál og það má alls staðar
finna fátækt. En það þýðir ekki að öll lönd í
heiminum geti ekki tekið á móti flóttafólki.
Þetta þýðir líka að við viljum gefa fólki
tækifæri á að geta bjargað sér. Fátækt er
auðvitað líka vandamál en það er alveg
hægt að skoða önnur vandamál um leið.
Það er mjög ógeðfellt að sjá hvernig við
höfum ákveðið að Miðjarðarhafið sé eins
og eitthvert sýki í kringum kastalann okkar
sem fólk á að drukkna í. Í staðinn fyrir að
vera bara með ferjur þarna og flutninga sem
myndi koma í veg fyrir að fólk skuli drukkna
þarna,“ segir hún en á síðustu árum hafa
sex þúsund flóttamenn drukknað. „Þetta
er vandamál sem við verðum að taka á sem
fyrst.“
Kæra Eygló
Um ellefu þúsund manns höfðu um miðjan dag í gær skráð sig
á Facebook-viðburðinn „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“.
Hugmyndin með síðunni er að sýna stjórnvöldum að vilji sé hjá
almenningi til að taka á móti enn fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi
en nú þegar hefur verið rætt um. Á síðunni hafa margir boðist til
að hjálpa fólkinu á ýmsan máta.
Hér eru nokkur dæmi um ummælin:
Magnús Guðmundsson
„Ég skal glaður fæða, klæða og greiða fyrir tómstundaiðkun
barna. Við getum öll gert eitthvað.“
Sóley Stefánsdóttir
„Kæra Eygló, ég vil leggja mitt af mörkum. Fatnað, mat, húsaskjól
í neyð. Get líka kennt, keyrt, veitt stuðning og hlýju. Hvað sem
þarf.“
Omar Al Lahham
„Kæra Eygló. Þar sem ég er hálfur Sýrlendingur þá er ég tilbúinn
gera allt mitt besta fyrir þetta fólk. Meira þarf maður ekki segja í
svona ástandi …“
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir:
„Við getum hjálpað. Eigum föt á börn og fullorðna, yfirhafnir, skó,
leikföng, rúmföt, teppi o.m.fl. Get gefið mat, tíma og umhyggju.“
Rósa Björk Gunnarsdóttir:
„Kæra Eygló. Ég get verið vinur; boðið í mat, bíó, sund og hjálpað
fólki við að læra á borgina. Get líka borgað fyrir flugmiða. Við
þurfum að bregðast skjótt við, hver dagur getur skipt sköpum!“
Gísli Matthías Auðunsson:
„Kæra Eygló – ég er tilbúinn að leggja allt af mörkum sem ég get.
Er með fullt af mat sem ég gæti látið af hendi og gæti mjög líklega
græjað vinnu þegar að því kæmi.“
Bryndís
Björgvinsdóttir