Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 11
Vikublað 1.–3. september 2015 Fréttir 11
Arður 4,6 milljarðar
umfram veiðigjöldin
E
igendur Samherja hf. hafa
greitt sér 8,3 milljarða króna
í arð síðastliðin fjögur ár á
sama tíma og sjávarútvegsfé-
lagið hefur greitt 3,7 milljarða
í veiðigjöld til ríkisins. Arðgreiðsl-
ur umfram veiðigjöld nema því 4,6
milljörðum króna á tímabilinu frá
og með rekstrarárinu 2011 til og með
rekstrarárinu 2014. Hagnaður Sam-
herja, sem er eignarhaldsfélag um
eignarhluti í dóttur- og hlutdeildar-
félögum sem flest tengjast sjávar-
útvegi og vinnslu afurða hér á landi
og erlendis, hefur á sama tímabili
numið 57,5 milljörðum króna. Sam-
stæðan hefur greitt 7,9 milljarða í
tekjuskatt.
Lægsta arðgreiðsla frá 2011
Samherji birti síðastliðinn föstudag
tilkynningu um afkomu fyrir rekstrar-
árið 2014 þar sem fram kom að hagn-
aður samstæðunnar hafi numið 11
milljörðum króna og að greiddir yrðu
1,4 milljarðar króna í arð til hluthafa.
Það er lægsta arðgreiðsla samstæð-
unnar síðan árið 2011 þegar ákveðið
var að greiða hluthöfum 1,3 milljarða
í arð. Í fyrra voru greiddar 900 millj-
ónir í veiðigjald.
Veiðigjöld renna til ríkissjóðs og
hafa þau verið útskýrð á mannamáli
sem gjald fyrir veiðirétt og afnot af
sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
Áður hefur því verið litið til þess
sem sjávarútvegsfyrirtæki greiða í
veiðigjald samanborið við það sem
eigendur þeirra greiða sér í arð, það
sem þau greiða fyrir afnot af auð-
lindinni og það sem ríkissjóður fær
til baka. Þessi framsetning hefur
verið gagnrýnd meðal annars með
þeim orðum að veiðigjöldin séu arð-
greiðslum óviðkomandi.
Fleiri þætti mætti einnig skoða
í þessu samhengi og hafa fyrir-
tæki eins og Síldarvinnslan talað
um skattaspor sitt, sem sé framlag
fyrirtækisins til samfélagsins í formi
skatta og opinberra gjalda. Með af-
komutilkynningum sínum fylgja
gjarnan upplýsingar um hversu mik-
ið fyrirtæki hafa greitt í tekjuskatt.
Greitt 7,9 milljarða í tekjuskatt
Þegar tekjuskattsgreiðslur Sam-
herja hf. eru skoðaðar samkvæmt til-
kynningum samstæðunnar og árs-
reikningum kom í ljós að á árunum
2011–2014 greiddi Samherji sam-
tals 7,9 milljarða króna í tekjuskatt.
Það er samt um 400 milljónum krón-
um lægri upphæð en arðgreiðslur til
hluthafa á tímabilinu. Séu hins vegar
heildartölur veiðigjalda og tekju-
skattsgreiðslna Samherja á tímabil-
inu lagðar saman má sjá að ríkið hef-
ur fengið 11,6 milljarða króna í formi
veiðigjalds og tekjuskatts frá sam-
stæðunni.
Það má segja að betri afkoma
Samherja á undanförnum árum
endurspeglist í arðgreiðslum til
eigenda. Til samanburðar þá námu
arðgreiðslur á árunum 2007–2010
„aðeins“ rúmum 2,9 milljörðum alls
og náðu aldrei rjúfa milljarðsmarkið
á þessum fjórum rekstrarárum, eins
og síðan hefur verið.
Félagið á milljarða
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu
þá eru stærstu hluthafar Samherja
hf. annars vegar Eignarhaldsfélag-
ið Steinn ehf., sem er í eigu forstjór-
ans Þorsteins Más Baldvinssonar og
fyrrverandi eiginkonu hans Helgu.
S. Guðmundsdóttur, og svo hins
vegar Kristján V. Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam-
herja. Ljóst er að þessir hluthafar,
sem og aðrir minni, hafa notið góðs
af góðri afkomu Samherja á undan-
gengnum árum.
Samkvæmt síðasta ársreikningi
Steins ehf., fyrir árið 2013, kom
fram að hagnaður þess það ár nam
862,3 milljónum króna og að eigið
fé félagsins í árslok nam rúmlega 2,9
milljörðum króna á móti sáralitlum
skuldum. Félagið fékk greiddan arð
frá Samherja hf. að fjárhæð 791,6
milljóna króna og frá Samherja Ís-
land ehf. að fjárhæð 65,4 milljóna.
Þrátt fyrir þetta var ákveðið að út-
hluta ekki arði á árinu 2014 vegna
ársins 2013.
Eigendur Granda á grænni grein
HB Grandi hf. er ásamt Samherja
eitt af allra stærstu sjávarútvegs-
fyrirtækjum landsins. Til samanburð-
ar þá kemur fram í ársskýrslum félags-
ins, sem DV skoðaði aftur í tímann,
að arðgreiðslur til hluthafa á árun-
um 2011 til 2015 hafi numið samtals
rúmum 7,8 milljörðum króna. Á sama
tíma hefur HB Grandi greitt rúmlega
4,3 milljarða króna í veiðigjöld til
ríkis sjóðs. Eigendur HB Granda hafa
því fengið ríflega 3,4 milljarða í arð-
greiðslur umfram það sem fyrirtækið
hefur greitt í veiðigjöld á tímabilinu.
HB Grandi hefur á tímabilinu greitt
rúma 4,6 milljarða króna í tekjuskatt
til ríkisins. Framlag fyrirtækisins í
formi veiðigjalds og tekjuskatts nem-
ur því 8,9 milljörðum.
HB Grandi er sem kunnugt er
skráð á markað í Kauphöll Íslands
en langstærsti hluthafinn er Vogun
hf. með 33,51% hlut. Vogun er í eigu
Hvals hf. sem aftur er í eigu Kristjáns
Loftssonar, stjórnarformanns HB
Granda.
Kristján situr á tugum milljarða
Vogun hf. á einnig stóran hlut í
Hampiðjunni, en samkvæmt árs-
reikningi félagsins fyrir árið 2014 nam
hagnaður þess tæpum 3,5 milljörð-
um króna á síðasta ári. Ljóst er að
Vogun er gríðarsterkt félag fjárhags-
lega þar sem eigið fé þess nemur 20,8
milljörðum króna á móti skuldum við
Landsbankann upp á tæpar 350 millj-
ónir. Ákveðið var að greiða ekki arð út
úr Vogun fyrir síðasta rekstrarár. n
n Eigendur Samherja fengið 8,3 milljarða í arð á 4 árum n Félag forstjórans á milljarða
Arður til
eigenda
2011-2014
Arður til
eigenda
2011-2014
Veiðigjöld
2011-2014
Veiðigjöld
2011-2014
Tekju-
skattur
2011-2014
Tekju-
skattur
2011-2014
8
.3
0
0
m
ill
jó
ni
r
3.
70
0
m
ill
jó
ni
r
7.
9
0
0
m
ill
jó
ni
r
7.
8
0
0
m
ill
jó
ni
r
4
.3
0
0
m
ill
jó
ni
r
4
.6
0
0
m
ill
jó
ni
r
Stærstu hluthafar
í Samherja hf.
Eignarhaldsfélagið Steinn: 33,74%
- Eigendur: Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, og Helga S. Guð-
mundsdóttir.
Kristján V. Vilhelmsson: 33,4%
- Framkvæmdastjóri útgerðarsviðs
Samherja
Fjárfestingaf. Fjörður ehf.: 13,85%
- Eigendur: Eignarhaldsfélagið Steinn
ehf. (50%)
Bliki ehf.: 10,94%
- Eigendur: FramInvest Sp/f (28,6%)
Erlent félag, upplýsingar um eignarhald
liggja ekki fyrir.
Samherji hf.: 6,47%
Kolbrún Ingólfsdóttir: 1,04%
Hluthafalisti skv. ársreikningi fyrir rekstrarárið 2013
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Mala gull með Samherja Þorsteinn Már
Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson eru meðal
stærstu hluthafa Samherja hf. Þeir hafa hagnast
gríðarlega á ágætri afkomu samstæðunnar á um-
liðnum árum, sem gerir henni kleift að greiða eigend-
um milljarða á milljarða ofan í arð. Mynd VIKudaGur.IS
Eignir upp á tugi milljarða Kristján Loftsson á í gegnum Hval hf. félagið Vogun hf. sem
aftur á stærsta hlutann í HB Granda. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Vogunar á það eigið fé
upp á 20,8 milljarða króna.