Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 12
12 Fréttir Vikublað 1.–3. september 2015 Holskefla af hvimleið- um Facebook-vírusum Mikilvægt að vera með daglega uppfærða vírusvörn S vo virðist sem að holskefla af vírusum á Facebook herji á notendur samfélagsmiðilsins. Vírusinn lýsir sér í því að til­ kynning berst um að vinur hafi sett inn myndband þar sem fórnarlambið er „taggað“. Myndbandið virðist nokk­ uð svæsið og ef smellt er á hlekkinn, af forvitni eða fyrir mistök, sendir vírus­ inn sig áfram á fjölmarga á vinalista viðkomandi. Svo virðist sem send­ andinn hafi ekki hugmynd um þessa hvimleiðu sendingu. Nokkrar útgáfur af þessum vírus virðast vera í gangi því stundum er þeim deilt beint á veggi fórnarlamba en einnig berast slík skila­ boð í gegnum einkaskilaboð. Far­ sælasta lausnin er einföld, virk vírus­ vörn. „Fólk þarf að vera með virkar vírus­ varnir á tölvunum sínum, það er lykil­ atriði. Hins vegar er líka mikilvægt að fólk sé vart um sig, ýti ekki á grunsam­ lega hlekki og treysti ekki öllu sem berst í tölvupósti. Það er hins vegar landlægt kæruleysi varðandi vírusvarnir hér­ lendis. Það er ekki nóg að kaupa vírus­ vörn ef hún er ekki uppfærð. Það er að mínu mati nauðsynlegt að vera með aðgang að daglegri uppfærslu á vírus­ vörnunum,“ segir Marinó G. Njálsson upplýsingaöryggisráðgjafi. Marinó hefur orðið var við þessa fjölgun vírusa á Facebook: „Þetta er aðallega hvimleitt en í einhverjum til­ vikum eru slíkir vírusar að reyna að ná í einhverjar upplýsingar. Ef sá sem smellir á myndina er með vel uppfærða vírusvörn þá ætti tölva hans að koma í veg fyrir að vírusinn dreifi sér.“ n Vírusar Flestir hafa orðið varir við hvim- leiða hlekki á samfélagsmiðlum. Enginn er óhultur Forseti Íslands varð fyrir því óláni að fá slíkan vírus á Face- book-vegg sinn. Stýra ljósastaurum í Þýskalandi frá Íslandi Íslenska fyrirtækið Rational Network teygir anga sína víða í Evrópu frá Egilsstöðum V ið erum með höfuðstöðvar á Egilsstöðum og skrifstofur í Noregi,“ segir Þröstur Jóns­ son, rafmagnsverkfræðing­ ur og eigandi fyrirtækisins Rational Network sem teygir anga sína víða um Evrópu og sérhæfir sig í hönnun tölvubúnaðar sem notaður er til að fylgjast með orkunotkun og stýr­ ingu rafeindabúnaðar. „Það má segja að starfsemi okkar sé tvískipt. Annars vegar er um grunn­ starfsemi fyrirtækisins að ræða þar sem markmiðið er að ná niður orku­ kostnaði í byggingum. Hitt er svo verkefni sem hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís en það er sprottið upp úr langri reynslu okkar á sviðinu þar sem þróuð hefur verið ákveðin gerð af stýritölvum til að auð­ velda orkusparnað og eins stjórnun á byggingum, heimilum, götulýsingu og öðru.“ Stjórna ljósastaurum í Þýskalandi og Bandaríkjunum „Jú, við byrjuðum með verkefni fyrir nokkrum árum þar sem við stýrum birtunni frá tilteknum ljósastaurum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Við stjórnum þannig götulýsingu og get­ um til dæmis aukið birtuna á götum bæjarins þegar sjúkrabílar keyra um með slasað fólk á sjúkrahús.“ Í dag einblínir fyrirtækið hins vegar aðallega á orkusparnað í opinberum byggingum, skólum og verslunarsetr­ um. „Við höfum staðið að uppsetn­ ingum á sólarsellum í þremur skólum í Belgíu til að mynda. Þar settum við upp búnað sem getur fylgst með öllu ferli og skráir niður upplýsingar. Það er verkefni sem hefur verið styrkt af Evrópusambandinu. Þessir skólar eru nánast sjálfbærir hvað rafmagn varðar nema þegar það er skýjað eða dimmt. Síðan selja þeir alla umfram fram­ leiðslu á netinu.“ Þröstur nefnir önnur lönd í þessu sambandi en fyrirtækið hef­ ur einnig unnið að verkefnum á Ís­ landi, í Luxemborg, Hollandi, Noregi og Bretlandi. „Við erum til dæmis með nokkrar stórar byggingar í Canary Wharf­viðskiptahverfinu í London.“ Öll stýringin í gegnum Ísland „Öll stýringin fer í gegnum Ísland. Við stýrum þessu frá Egilsstöðum og það­ an í gegnum tölvur hjá Advania og þá til til bygginganna erlendis.“ Líkja megi starfsemi Rational Network við heild­ sala sem smásalar vinni síðan með í hverju landi. Hann segir að um ákveðinn geira sé að ræða sem fari ört stækkandi en sé lítt þekktur hér á landi. „Þetta er ákveðið konsept sem fer ört vaxandi og heitir á ensku Internet of things (IoT).“ Með því er átt við að allur sá tækjabún­ aður sem í kringum okkur er myndi með sér net til að tala saman og skipt­ ast á gögnum og upplýsingum. Er IoT meðal helstu viðfangsefna Rational Network en Þröstur segir að fyrirtæki á borð við Google, Microsoft og IBM ætli sér stóra hluti í þeim efnum. Þess má geta að Jeremy Rifkin, einn af efnahagsráðgjöfum ESB og Andreu Merkel, talar um innkomu IoT í hinu nýja hagkerfi heimsins sem tekur við af hagvaxtarhagkerfinu sem nú er. Aðspurður segir Þröstur fyrirtækið ekki hafa einblínt á íslenskan markað. „Við höfum aðallega verið að einbeita okkur að alþjóðlegum markaði. Það gæti þó breyst í framtíðinni.“ n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Sólarrafhlöður á þökum „Við höfum staðið að uppsetningum á sólarsellum í þremur skólum í Belgíu.“ Þröstur Jónsson Hannar tölvubúnaðar til að fylgjast með orkunotkun og stýr- ingu rafeindabúnaðar í heiminum.„Við stjórnum þannig götulýsingu og getum til dæmis aukið birtuna á götum bæjarins þegar sjúkrabílar keyra... Um 20 milljónir búnar að safn- ast fyrir Abdul Stærstu fjölmiðlar veraldar hafa fjallað um pennasölumanninn Abdul sem Gissur Símonarson aðstoðaði Hátt í tuttugu milljónir króna hafa safnast fyrir Abdul Hamim og börnin hans tvö, Reema, 4 ára, og Abdalla, sem er níu ára. Það var Íslendingurinn Gissur Símonarson sem birti átakan­ lega mynd af Abdul, sem er þrjá­ tíu og fimm ára Sýrlendingur, að selja penna á götum Líbanons, á samskiptavefnum Twitter. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann safnaði 145 þúsund dollur­ um á fjórum dögum.. Abdul segir í viðtali við NBC­ fréttastöðina í Bandaríkjunum að hann hafi reynt að selja ýmislegt í þau þrjú ár sem hann hefur ver­ ið á flótta, en pennar virtust vera það eina sem gengi. Abdul vann í súkkulaðiverk­ smiðju í Yarmouk í Líbanon sam­ kvæmt CNN. Abdul segir sjálfur að féð muni auðvitað koma að gagni. „Ég vil ekki að dóttir mín sé á göt­ unni og ég vil að sonur minn fái að stunda nám, það er allt sem ég vil,“ segir Abdul sem bendir á að það séu 1.500 flóttabörn á götum Líbanons. „Og megi þau, hvert og eitt, verða jafn heppið og ég,“ bætir hann við. Gissur vinnur nú ásamt hjálp­ arstarfsmönnum við að tryggja öryggi Abduls og koma fénu til hans. Yfir fimm þúsund gáfu flóttamanninum pening fyrir til­ stilli Gissurar, sem opnaði fjáröfl­ unarsíðu fyrir Abdul og fjölskyldu um leið og hann fann fyrir áhug­ anum. Allir helstu fjölmiðlar verald­ ar hafa fjallað um þessa ótrúlegu söfnun sem hefur ekki síst varpað átakanlegu ljósi á flóttamanna­ vandann í Sýrlandi og nágrenni. E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Viltu léttast, styrkjast og losna úr vítahringnum? Staðurinn - Ræktin Innritun hafin á fyrstu TT námskeið haustsins! Alltaf frábær árangur á TT! Ný TT námskeið hefjast 30. ágúst  Nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.