Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 14
Vikublað 1.–3. september 201514 Fréttir Slitastjórn fer fram á 10 milljarða tryggingasjóð n Eitt prósent af eignum í sjóð til að tryggja skaðleysi n Gæti hætt verði tillagan felld S litastjórn Glitnis fer fram á að kröfuhafar búsins samþykki ályktun um að settur verði á fót sérstakur sjóður í evrum að jafnvirði um tíu milljarða króna í því skyni að tryggja slitastjórn skaðleysi vegna hugsanlegra mál­ sókna í tengslum við ákvarðanir og störf hennar. Sjóðurinn væri nýttur til að standa straum af ýmsum kostnaði sem gæti fallið á meðlimi slitastjórn­ ar vegna mögulegra málshöfðana eft­ ir að slitameðferð lýkur. Hann á að nema 1% af heildareignum búsins, sem var 981 milljarður króna um mitt þetta ár, og líftími sjóðsins gæti verið allt að tíu ár. Þetta kemur fram í gögnum sem Glitnir sendi til kröfuhafa slita­ búsins á miðvikudaginn í síðustu viku vegna þeirra tillagna sem verða teknar fyrir á kröfuhafafundi hinn 8. september næstkomandi og DV hef­ ur undir höndum. Steinunn Guð­ bjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segist í samtali við DV ekki útiloka að slitastjórnin muni segja sig frá störfum ef kröfuhafar fallist ekki á slíka tryggingu fyrir skaðleysi þeirra. Auk Steinunnar á Páll Eiríks­ son sæti í slitastjórn Glitnis. Umfangið fordæmalaust Fjármunir sjóðsins gætu einnig verið notaðir til að tryggja skaðleysi starfs­ manna Glitnis, núverandi og fyrrver­ andi, auk ráðgjafa slitastjórnarinnar ef til þess kemur að slík málshöfðun muni ná til þeirra. Ráðgjafar slitastjórnar Glitnis sem þar um ræð­ ir eru bandaríska fyrirtækið Moelis & Company og breska ráðgjafafélag­ ið Talbot Hughes & McKillop (THM). Steinunn segir að slíkt skaðleysi til handa meðlimum slitastjórnarinn­ ar vegna starfa við slitameðferðina sé í samræmi við það sem tíðkast í flestum öðrum löndum. Í ljósi þess fordæmalausa umfangs og flækju­ stigs sem leiðir af uppgjöri Glitnis þá bendir hún á að það væri „fullkom­ lega óeðlilegt að setja einstaklinga í þá stöðu“ að eiga hættu á að ósáttir kröfuhafar – eða þriðji aðili – geri kröf­ ur á hendur þeim persónulega. „Við verðum að hafa í huga að kröfuhafar Glitnis eru skráðir í 52 löndum og lög­ sögum,“ segir Steinunn. Gríðarlegur kostnaður gæti því fallið á slitastjórn í tengslum við slíka málshöfðun. Óttast málsóknir Á kröfuhafafundi Glitnis munu kröfu hafar jafnframt kjósa um álykt­ un þess efnis að þeir samþykki að veita meðlimum slitastjórnarinn­ ar ábyrgðarleysi vegna krafna sem þeir kunna að eiga á hendur henni vegna ýmissa ráðstafana þeirra, meðal annars greiðslu stöðug­ leikaframlags til stjórnvalda, við gerð nauðasamnings. Slík ályktun, verði hún samþykkt af meirihluta kröfuhafa á fundinum, verður hins vegar ekki bindandi fyrir þá kröfu­ hafa sem kunna að greiða atkvæði gegn því að veita slíkt ábyrgðarleysi. Þeir gætu því látið reyna á rétt sinn eftir greiðslu stöðugleikaframlags og í kjölfarið lok slitameðferðar með samþykkt nauðasamnings. Í umsögn slitastjórnar Glitn­ is við frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem var samþykkt á Alþingi 3. júní síð­ astliðinn, í tengslum við aðgerð­ ir stjórnvalda til að liðka fyrir gerð nauðasamnings fallinna fjármála­ fyrirtækja, var gagnrýnt að tiltekn­ ir kröfuhafar gætu verið óbundnir af ákvörðun kröfu hafafundar um að veita slitastjórn ábyrgðarleysi. Kröf­ uhafar gætu þannig meðal annars átt rétt á því að höfða mál – á Íslandi eða erlendis – á hendur slitastjórn­ armeðlimum persónulega vegna greiðslu stöðugleikaframlagsins. Vilji kröfuhafar forðast það að greiða 39% stöðugleikaskatt á eignir bús­ ins verða þeir að samþykkja að inna af hendi stöðugleikaframlag og ljúka nauðasamningum fyrir árslok. Stöð­ ugleikaframlag Glitnis felur í sér framsal á innlendum eignum að fjár­ hæð um 210 til 260 milljarða króna, miðað við bókfært virði þeirra, en endanlegt verðmæti eignanna kann hins vegar að reynast talsvert meira. Efnahags­ og viðskiptanefnd féllst ekki á það með slitastjórnum föllnu bankanna að svipta þá kröfuhafa, sem kynnu að greiða atkvæði gegn ályktun um ábyrgðarleysi, heimild til að reyna á rétt sinn gagnvart meðlim­ um slitastjórnar. Þá var bent á það í áliti meirihluta nefndarinnar að sam­ kvæmt gildandi lögum gæti meirihluti kröfuhafafundar tekið „ákvörðun um skaðleysi og/eða tryggja slitastjórn skaðleysi vegna mögulegra málsókna vegna ákvarðana eða starfa hennar, ef til þeirra kemur.“ Ekki samstaða meðal kröfuhafa Steinunn bendir á að kröfuhafar séu stór hópur og því „erfitt að segja til um“ hvort þeir muni allir samþykkja ályktun um ábyrgðar­ og skaðleysi til handa meðlimum slitastjórnar Glitnis. Aðspurð hvort það komi til álita að slitastjórnin hætti störf­ um ef ekki fæst samþykki kröfuhafa um að tryggja skaðleysi þeirra með eignum búsins segir Steinunn að „það verði metið þegar þar að kem­ ur. En vissulega getur það komið til greina.“ Samkvæmt heimildum DV er ekki samstaða um það á meðal kröfu­ hafa Glitnis að fallast á þær tillögur sem slitastjórnin hyggst óska eft­ ir vegna lausnar undan ábyrgð og skaðleysis. Líklegt þykir að einhver hópur kröfu hafa – þó að hann verði í miklum minnihluta – muni greiða at­ kvæði gegn því að veita slitastjórninni ábyrgðarleysi. Þá er sú skaðleysis­ trygging sem slitastjórnin hefur farið fram á – að setja 10 milljarða af eign­ um búsins í sérstakan tryggingasjóð – meiri að umfangi en allir kröfuhafar geti sætt sig við. n „Það væri „fullkomlega óeðlilegt að setja einstaklinga í þá stöðu“ að eiga hættu á að ósáttir kröfuhafar – eða þriðji aðili – geri kröfur á hendur þeim persónulegaSlitastjórn Glitnis Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar. Hörður Ægisson hordur@dv.is Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.