Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 16
Vikublað 1.–3. september 201516 Fréttir Erlent n „Tröllaverksmiðja“ áróðurstæki rússneskra stjórnvalda n Tilbúnar bloggfærslur Pútín kePPir um Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „Hún vann á tólf tíma vöktum í sér­ stakri bloggdeild og skrifaði færsl­ ur fyrir tilbúna einstaklinga. hug unga fólksins Snoppufríð Fink fjallar Mortal Kombat Stillir upp bardaga milli Pútíns og helsta illmennis tölvuleiksins Í atvinnuauglýsingum er fátt annað gefið upp en að leitað sé að fram- kvæmda- eða ritstjóra á skrifstof- ur sem staðsettar eru í lítt þekktu hverfi Sankti Pétursborgar í Rúss- landi. Mánaðarlaunin eru óvenju há. Vel hæfir umsækjendur eiga þó tækifæri á hvort tveggja farsæld og frama í starfi enda um starfsvettvang í töluverðum blóma að ræða. Vel skrif- andi einstaklingar geta komið skörp- um og þjóðræknum athugasemdum á framfæri í bloggum um fegurð- arráð, spádóma, veiði eða ljósmynd- un. Hægt er að úthúða bandarískum og úkraínskum stjórnvöldum með því að birta af þeim kjánalegar mynd- ir og myndbönd á samfélagsmiðlum. Ef enskukunnátta viðkomandi er góð og pólitísk hollusta mikil er jafnvel möguleiki á að koma að hatursfull- um athugasemdum á stórum miðl- um vestrænna ríkja. Þeir allra bestu fá tækifæri til að búa til myndbönd um ofurhetjur, brjóstaaðgerðir eða hvað sem er þar sem móðgunum í garð erlendra leið- toga er smeygt inn í annars hlutlausa, jafnvel nördalega, umfjöllun. Í umfjöllun The Guardian segir að umræddur vettvangur, Tröllaverk- smiðjan (The Guardian; troll factory), sé áróðurstæki rússneskra stjórn- valda þar sem „atvinnutröll“ kapp- kosta að lofa ríkjandi stjórnar far á internetinu. Um er að ræða vaxandi grein í efnahagslegri lægð Rússlands þar sem hundruð ungs fólks starfa enda mánaðarlaunin hærri en geng- ur og gerist og vinnutíminn einkar þægilegur. Afhjúpaði starfsemi tröllaverksmiðjunnar Starfsemin í Tröllaverksmiðju Sankti Pétursborgar hefur verið afhjúpuð fyrir tilstilli fyrrverandi starfsmanns hennar, Lyudmilu Savchuk, en henni var dæmd eina rúbla í bætur í frægu bótamáli gegn téðum vinnustað þar sem hún kærði fyrrverandi yfirmann sinn fyrir óréttláta uppsögn í starfi og vangreiðslu launa. Savchuk, aðgerðasinni sem býr í Sankti Pétursborg, tók að sér starf í fyrirtækinu í tvo mánuði með það í huga að afhjúpa vinnubrögð tröll- anna. Síðan lögsótti hún fyrirtækið, sem opinberlega ber heitið Internet- Rannsóknir, og þvingaði það út úr skugganum og inn í réttarsal. „Ég er mjög ánægð með sigurinn,“ sagði hún eftir að dómur var upp kveðinn. „Ég náði markmiði mínu sem var að sanna að tröll eru til. Það var mitt helsta markmið.“ Eftir dómsuppkvaðningu var full- yrt að starfsemi fyrirtækisins væri hætt en Savchuk hefur látið í ljós Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.