Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 23
Vikublað 1.–3. september 2015 Umræða 19 Beðið Þessi ágæti herramaður sat ekki auðum höndum þegar hann beið eftir strætisvagni í höfuðborginni á mánudag. mynd Þormar Vignir gunnarssonMyndin 1 Eiginkona Bjarna Ben viðurkennir að þau hjón hafi skráð sig á Ashley Madison Þóra Margrét Baldvins- dóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, segir í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni að þau hjón hafi heyrt um hinn umdeilda vef Ashley Mad- ison árið 2008 og ákveðið að skrá sig inn á hann fyrir forvitnissakir. Lesið: 16.534 Ísland andspænis örlögum sínum Þ að er ekki hægt að segja að við Íslendingar séum al- gerlega ráðvillt þjóð heldur villuráfandi á mörgum svið- um, einkum hvað varðar stjórnmál, efnahag og siðferði. Við núverandi aðstæður er erfitt að vita hvað þjóð- in vill, ef vilji er á annað borð fyrir hendi hjá henni en ekki það sama og reikulu þangi. Margt bendir til þess að við lát- um tilbúning ráða hver örlög okkar verða í framtíðinni. Smám saman hafa flest þjóðareinkenni verið að hverfa eða láta undan ytri aðstæð- um sem hafa hellst yfir okkur og við látið gott heita. Það mætti halda að við viljum leika á okkur hvað upp- hefð varðar gagnvart öðrum þjóðum og okkur sjálfum. Við virðumst ekki vilja tengjast meginlandi Evrópu og því sambandi sem á núna í vök að verjast vegna þess að ekki var staðið á verði um evrópskar hefðir eða þor- að að sjá fram í tímann. Bjartsýnin hefur fengið að ráða. Hún er stund- um lítið annað en þægileg blekking eða gunguháttur. Helstu rök ráðamanna hér, og reyndar fleiri, fyrir því að Ísland tengist ekki Evrópusambandinu hafa verið þau að fámenn þjóð fái engu að ráða innan um stórþjóðir og þess vegna best að standa utan dyra. En hverju ráðum við utan evrópskra dyra? Geta stórþjóðir ekki ráðið yfir okkur bæði utan og innan sinna dyra? Hverju höfum við ráðið í hinu volduga Nato? Líklega engu. Samt erum við félagar og fylgispektin al- ger. Enginn íslenskur ráðamaður hefur komið þar nálægt stöðu, þótt ýmsa hafi eflaust dreymt um slíkt. Margir hafa fylgjendurnir verið en enginn hlotið umbun. Vegna þess að hæfnin hefur verið sú að vera sam- mála öllum ræðumönnum. Þetta er fremur dapurleg niður- staða einkum fyrir formenn gömlu hægri flokkanna. Nýju flokkarnir koma að sjálfsögðu ekki til greina, hvorki í þessu né öðru. Þeir leika sér bara við skottið á sér og fá fylgi fyrir að þykjast vera á móti gömlu úreltu flokkunum. Lengra en skottlengdina ná þeir ekki hvað varðar stjórnmál. Flestar tillögur frá þeim eru barna- legar eða í mesta lagi uppfærð út- gáfa af baráttumálum úreltu flokk- anna. Hvað með gömlu vinstri? Þeir hafa bara tínt af sér róttæku fjaðr- irnar án þess að vita hvað eigi að gera við þær, enda duga þær ekki í sængur sósíalismans. Hjá þeim hef- ur hugmyndin um jafnrétti orðið að uppsetningu á kvótakerfi. Í stað- inn fyrir að berjast fyrir réttlæti er kvótakerfið komið þeim á tungu. Hugsjónin nær varla lengra en það að koma velstæðum menntakon- um í yfirstjórn banka eða fyrirtækja. Stefnan er í blindgötu sem hún kemst ekki úr. Þá gildir einu hvort hún kallar sig Vinstri græna, Sam- fylkingu, Pírata eða Bjarta framtíð. Undir nafnayfirborðinu blundar blaður. En nýju flokkarnir hafa fengið til fylgis við sig hluta þjóðarinnar sem er ráðlaus og reiður og þar af leiðandi magnlaus þegar kemur að vanda sem verður ekki leystur með upphrópun: Gömlu flokkarnir eru úreltir! Hvar er þá nýja innihaldið? Í raun virðist það ekki vera annað en uppáhellingur ungs fólks sem veit ekki hvernig hellingurinn var fyrir daga þess. Það þekkir ekki korginn í pokanum, bragðlausu steypuna sem hvorki eykur fjör né skapið bæt- ir. Í gömlu auglýsingunni átti þetta að fylgja indæla kaffisopanum áður en landið komst í þjóðbraut og við varðveittum fátæklegu þjóðarein- kennin sem hefði mátt auðga með sóma ef við hefðum átt vitra stjórn- mála- og menntamenn í hæfilega lokuðu landi. n guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Mest lesið á DV.is 2 Lögreglan hafði afskipti af sofandi pari í Heiðmörk Lögreglumenn á eftirliti í Heiðmörk höfðu afskipti af sofandi pari í bifreið sem lagt var í bifreiðastæði á svæðinu aðfaranótt mánudags. Við nánari athugun lögreglu fundust ætluð fíkni- efni í bifreiðinni. Lesið: 8.872 3 Völli Snær ákærður fyrir skattalagabrot: Sagður hafa svikið 18 milljónir undan skatti Sérstakur saksóknari hefur ákært matreiðslu- og sjónvarpsmanninn Völund Snæ Völundarson fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á fimmtudag. Upphæðin í ákærunni nemur tæpum 18 milljónum króna. Lesið: 6.312 4 Árásin á Valtý Björn: Lögreglan hefur yfirheyrt grunaðan árásarmanni Einn af hinum grunuðu árásarmönnum sem misþyrmdu íþróttafréttamanninum Valtý Birni Valtýssyni á heimili hans aðfaranótt sunnudagsins 16. ágúst hefur verið yfirheyrður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá á lögregla eftir að ná tali af hinum árásarmanninum en líkt og DV greindi frá í gær þá misþyrmdu tveir menn íþróttafréttamanninum þar til hann missti meðvitund. Lesið: 5.992 5 Kæra Eygló Harðar: Hjartnæm samstaða Íslendinga á samfélagsmiðlum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook undir yfirskriftinni: „Kæra Eygló Harðar.“ Hópurinn er fyrir þá Íslendinga sem vilja rétta fram hjálparhönd þegar kemur að því að taka á móti flóttamönnum. Lesið: 3.675 Heiða rún sigurðardóttir leikkona væri til í að vinna meira á Íslandi. – DV Draumurinn væri að koma heim af og til í spennandi verkefni Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, um það að ná til kjósenda. – DV Ég byrja nú iðulega á að líta í spegil mundi Vondi er búinn að stofna tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. – DV Það var æskudraumur hjá mér að gera þetta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.