Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 1.–3. september 201524 Lífsstíll
„Svo gaman að
læra eitthvað nýtt“
Fyrstu bekkingar deila upplifun sinni af fyrstu vikunni í skólanum
S
umar minningar gleymast
aldrei – eins og fyrsti skóla-
dagurinn. Ný taska á bakið,
jafnvel ný föt, húfan á haus-
inn og af stað með þessa
undarlegu blöndu af spennu og til-
hlökkun í maga. Loksins er þessi
dagur runninn upp. Loksins byrja
ég í skóla. DV ræddi við nokkra káta
fyrstu bekkinga sem voru að hefja
sína skólagöngu víða um landið og
voru allir yfir sig ánægðir með fyrstu
vikuna í skólanum. n
Kann alla stafina
„Við vorum að læra stafina – um L en ég kann hann. Ég þarf ekki að læra neina stafi því ég
kann þá alla,“ segir Haraldur Snorri Þrándarson sem er í fyrsta bekk í Ölduselsskóla. Kennari
Haraldar Snorra heitir Elín. „Hún er skemmtileg,“ segir Halli aðspurður og bætir við að honum
þyki mest gaman í frímínútum. „Svo finnst mér bara gaman að læra og standa á höndum. Ég
kann það ekki en mig langar að læra það. Það er skemmtilegt í íþróttum. Þá förum við í ýmsa
leiki. Það er öðruvísi að vera í skóla en ég sakna svolítið leikskólans. Ég veit samt að ég á eftir
að fara þangað í heimsókn.“
Ekkert leiðinlegt í skólanum
„Það var mjög gaman að hjóla með pabba mínum í skólann með skólatöskuna mína og ég
var með nesti með mér. Það var gaman að borða nestið,“ segir Emil Gauti Haraldsson sem
var að hefja sína skólagöngu í Heiðaskóla í Keflavík. Kennari Emils Gauta heitir Ingunn Rós.
„Hún er mjög góð og skemmtileg.“ Aðspurður segir Emil Gauti sund og leikfimi það skemmti
legasta í skólanum. „En það er ekkert leiðinlegt. Það er gaman að vera orðinn stór og
byrjaður í skóla eins og stóru bræður mínir. Við erum öll vinir í bekknum mínum en ég á líka
marga vini sem eru í hinum bekknum,“ segir Emil Gauti sem hefur þegar ákveðið hvað hann
ætlar að verða þegar hann verður stór. „Ég ætla að verða fótboltamaður eins og pabbi.“
Skemmtileg-
ast að perla
„Mér finnst skemmtilegast að perla
en leiðinlegast að fara út í frímínútum
þegar það er rigning,“ segir Bríet Krista
Sigþórsdóttir sem var að byrja í fyrsta
bekk í Egilsstaðaskóla. Bríet segir þó
skemmtilegt úti þegar veðrið sé gott.
„Þá erum við lengi úti og förum á
fótboltavöllinn, í kastalann og leikum
með dót.“ Bríet Krista segir kennarann
sinn, Elvu Rún, skemmtilegan kennara.
„Hún sagði að ég væri dugleg en ég kann
alla stafina og kann að lesa.“ Stóra systir
Bríetar heitir Arney og er í þriðja bekk en
þær systur ganga saman í skólann. „Það
er gott að hafa hana með,“ segir Bríet
Krista sem ætlar að verða búðarkona
og sundkennari þegar hún verður stór.
„Ég ætla að verða góð í sundi. Það er svo
gaman í sundi.“
Gaman að
læra eitt-
hvað nýtt
„Það var bara skemmtilegt í skólanum,“
segir Bæring Nói Dagsson sem var að
hefja sína skólagöngu í fyrsta bekk í
Fossvogsskóla og hafði beðið spenntur
eftir fyrsta skóladeginum. „Kennarinn
minn heitir Berglind og er fín og góð.
Það er skemmtilegast að læra smíðar
og sauma. Ég kann líka stafina og smá
að lesa,“ segir Bæring Nói sem segir
mun skemmtilegra í skóla en leikskóla.
„Það er svo gaman í frímínútum, að fara
út að leika sér, í fótbolta og róla. Svo er
gaman að læra eitthvað nýtt. Það er
bara ekkert leiðinlegt við skólann.“
Æðislegir
krakkar
„Það var bara mjög gaman og krakkarnir eru
æðislegir,“ segir Kolfinna Lúðvíksdóttir, nemi í
fyrsta bekk í Brekkuskóla á Akureyri, aðspurð
um fyrsta skóladaginn. Kolfinna segir mun
skemmtilegra í skóla en leikskóla. „Miklu
skemmtilegra. Kennarinn minn heitir Ástrós
og hún er mjög skemmtileg og svo eru miklu
fleiri krakkar í skólanum til að leika við en í
leikskólanum og svo er mjög gaman að vinna
verkefni.“ Kolfinna segist kunna flesta stafina
og aðeins að lesa. „En mér finnst skemmtileg
ast úti í frímínútum nema í dag af því að það
var svo mikil rigning. Ef það er sól þá fer ég í
klifurtækin og brettapallana en í rigningunni
er ég frekar í skjóli,“ segir hún og játar því að
skólahúsið sé afar stórt. „Mjög stórt en mér
finnst ekkert mál að rata. Kannski villist ég
samt einhvern tímann.“
Erfiðast í
vísindum
„Fyrsti skóladagurinn var ótrúlega
skemmtilegur. Við máttum vera í fótbolta
allan daginn og við lærðum reglurnar,“
segir Skarphéðinn Gauti Ingimarsson
sem var að hefja sína skólagöngu í fyrsta
bekk í Melaskóla. Skarphéðni líst vel á
kennarann sinn. „Af því að hún kennir mér
ógeðslega vel,“ segir hann og bætir við að
honum þyki skemmtilegast í stærðfræði.
„En vísindin eru erfiðust.“ Skarphéðinn
Gauti er einnig ánægður með skólamötu
neytið. „Maturinn var ótrúlega góður og í
frímínútunum fór ég í fótbolta og lék mér.
Ég ætla að verða fótboltamaður þegar
ég verð stór. Nei, ég meina knattspyrnu
maður.“
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Emil Gauti
Hann býr í
Keflavík.
Bríet Krista
Býr á Egils
stöðum.
Skarphéðinn
Gauti Er í Mela
skóla.
Kolfinna
Lúðvíks-
dóttir Býr
á Akureyri.
Haraldur Snorri Er í fyrsta bekk í
Ölduselsskóla.
Mynd ÞorMar VIGnIr GunnarSSon
Bæring nói Er í
Fossvogsskóla.
Mynd ÞorMar VIGnIr
GunnarSSon
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.