Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 38
Vikublað 1.–3. september 201534 Fólk V ið byrjum á að tala um stráka, bólfélaga og sannleika. Við tölum líka um aftengingu kynlífs og djamms og erum sammála. Bylgja hefur einu sinni verið í föstu sambandi, en það entist í þrjá mánuði. Hún segist ekki vera að leita sér að manni, en væri þó til í að stunda kynmök oftar. Þá er það frá! Bylgja fékk nóg um daginn. Henni var boðið að koma á konukvöld til að skemmta, sem hún var að sjálfsögðu til í, þar til að í ljós kom að greiðsla væri ekki í boði. Hún skrifaði harðorða stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún beindi meðal annars þessum orð- um til kynsystra sinna: „Ég er alveg til í að koma fram á kvennakvöldunum ykkar, en hættið að vera svona ógeðs- lega hneykslaðar þegar ég vil fá borgað fyrir þau eins og öll önnur kvöld.“ Hún er orðin þreytt á því að fókus- inn sé alltaf á kyn hennar þegar kemur að gríninu. „Þarna var litið á að ég væri í einhverri kvennaherferð og mundi þess vegna skemmta konum ókeyp- is. Ég er kona, en ég er ekki í neinni herferð og auðvitað eiga konur að fá greitt fyrir vinnuna sína.“ Tinna og Tóta Eftir leiklistarnám í Kvikmyndaskól- anum, þar sem Bylgju drepleiddist allt annað en grín og breytti öllu í prumpuhúmor, fór hún að vinna með Önnu Hafþórsdóttur og hinar geysi- vinsælu líkamsræktardrottningar Tinna og Tóta urðu til. „Við heyrðum af keppni þar sem maður gat unnið ferð á Hróarskeldu og þyrluflug og fullt af bjór. Við settumst niður og sömdum fyrsta atriðið og fannst þær ansi góð- ar. Við unnum auðvitað ekki þessa keppni, en þær lifðu.“ Hvar eru Tinna og Tóta í dag, eru þær að skera sig niður eða …? Bylgja hlær og bendir á diskinn sinn sem er fullur af amerísk- um pönnukökum, eggjum, beikoni og steiktum kartöflum og löðrandi í hlynsírópi, í þokkabót er Bylgja ansi föl um þessar mundir. „Nei, ég er alls ekki að niðurskurði núna. Ég fékk líka hrikaleg ofnæmisviðbrögð af allri spreibrúnkunni, breyttist í eðlukonu og endaði í sterakremi og einhverju rugli. En svona er listin stundum, fórnir nauðsynlegar.“ Þær stöllur byrjuðu að birta mynd- böndin sín á Youtube en unnu síðar með sjónvarpsstöðinni Bravó og Stór- veldinu. Þær gerðu hlé á samstarfinu þegar Anna fór í skiptinám til Banda- ríkjanna. „Um daginn fengum við verk efni sem var lítið myndband fyrir brúðkaup einkaþjálfara. Eftir á áttuð- um við okkur á því að þetta var fyrsta launaða verkefnið okkar. Þó svo að margir þekki Tinnu og Tótu höfum við ekkert grætt á þeim.“ Með úlfum í baði Bylgja segist fá flugur í hausinn, og hún fylgir yfirleitt eftir hugmyndum sínum. „Um daginn fékk ég hugmynd að sjónvarpsþáttum sem heita Í baði með Bylgju, og tók upp prufuþátt. Þar fæ ég strákana í Úlfur úlfur í bað með mér og Egill Helga kemur líka við sögu.“ Hér tekur blaðamaður andköf og brestur í mikla hvatningarræðu. Það er brýnt að þessir þáttur komist í almenna umferð. „Ég kláraði bara að klippa þátt- inn og þarf svo að selja hann eða kynna einhvers staðar, en ég er greinilega með einhvern athyglis- brest. Samt er þetta ágætt, því ég hef alls konar þekkingu og hæfileika á ólíkum sviðum. Ég sat til dæm- is í vinnunni um daginn og hugs- aði með mér að það væri gaman að kunna á úkúlele. Skömmu seinna var ég búin að kaupa mér hljóðfæri í næstu tónlistarbúð. Svo er ég búin að vera ferlega dugleg að æfa mig.“ Gaman að ögra Bylgja byrjaði að flytja uppistand fyrir ári. Hún er mjög persónuleg í gríninu og gerir látlaust grín að sjálfri sér. „Mér finnst svona „oversharing“ mjög hent- ugt fyrirbæri. Ég hef oft verið ásök- uð um að deila of miklu, til dæm- is um kúk og piss og blæðingar, og fólki finnst það stundum spes. Í uppi- standinu tek ég þetta upp á hærra stig, ýki það ennþá meira. Það er alltaf sannleikur í sögunum mínum því ég gæti ekki skáldað þetta frá rótum.“ En passar grínið hennar í alla hópa? „Ég er í pínu veseni því ég á svo lítið af pólitískt kórréttu efni, og efast um að píkubrandararnir mín- ir mundu ganga á bankaárshátíðum. Mér finnst samt ögrandi og skemmti- legt að koma upp á svið fyrir fram- an hóp sem ég veit að mun ekki alveg skilja mig. Sérstaklega eldri konur – þeim var kennt að það væri ekki einu sinni í lagi að segja píka, svo þær hafa mjög gaman af þessu. Þær hlæja líka svo mikið og hátt og leyfa sér að taka pláss.“ n M atarmarkaður Búrsins var haldinn í Hörpunni um helgina. Að þessu sinni voru yfir 50 fyrirtæki á staðnum sem kynntu vörur sínar, allt inn- lenda matarframleiðslu. Það má með sanni segja að framtakið fari vel í borgarbúa en um helgina lagði fjöldi matgæðinga leið sína í Hörpu- na, smakkaði á gómsætum mat, keypti eitthvað í gogginn og bland- aði geði við aðra. n Matarmarkaður Búrsins haldinn um helgina Matur og margmenni í Hörpu Safaríkt salat Það jafnast fátt á við ís- lenskt grænmeti. Nick Robinson ræktar salat og fleira í Gróðrar- stöðinni Reykjalundi. Salt og hnetur Eiður frá Saltverk var á staðn- um með salt beint úr Ísa- fjarðardjúpinu og gómsætar saltaðar hnetur. Íslenskar geita- afurðir Jóhanna og Hildur frá Geitfjársetri Íslands buðu upp á ýmsar afurðir úr geitamjólk og geitafitu. Indverskur matur fyrir fjölskylduna Ásta María, Jóna Sigríður, Halla Ruth, Una Sigrún og Guðrún María voru mættar á vegum Heilsurétta fjölskyldunnar og kynntu gómsæt- an og framandi mat. Svava og sinnepið Lyf- jafræðingurinn Svava venti kvæði sínu í kross nýverið og fór að fram- leiða ljúffengt sinnep í sætum krukkum undir heitinu Sælkerasinnep Svövu. Íslenskt og ómótstæði- legt Andrea frá Kökugerð HP kynnti klein- ur, flatkökur og annað þjóðlegt góðgæti. Ljúfmeti í krukkum Agnes og Helga Lára kynntu vörur Búrsins fyrir gestum markaðarins. Það er alltaf pláss fyrir ís Arna Rún seldi gestum Mat- armarkaðarins ís úr þessum fallega vagni. Segir brandara og baðar sig með úlfum n Bylgja Babýlons er uppistandari n Finnst athyglisbresturinn ágætur n Er of bersögul Tinna og Tóta á góðri stund Þær voru með vægast sagt með góðan grunnlit þessar tvær. Hí á Húrra Spennandi dagskrá á Húrra Miðvikudagskvöldið 2. september verður haldið uppi- standskvöld á Húrra þar sem Bylgja stígur á svið ásamt fleiri valinkunnum uppistöndurum. Skipuleggjendur hafa ákveðið að láta allan ágóða renna til Unicef til styrktar hjálparstarfi samtakanna, en það kostar einn lítinn þúsundkall inn. Dagskráin hefst kl. 21. Ráð til þeirra sem langar að byrja í uppistandi n Vertu alltaf í hreinum nærfötum og nýbúin/n á salerninu n Skrifaðu efnið þitt niður, það er nauðsynlegt n Mættu á opin kvöld til dæmis á Ellefunni og Gauknum n Gættu þín á bröndurum sem eru innblásnir af öðr- um uppistöndurum – þeir virka yfirleitt stolnir n Ekki vera of drukkin/n þegar þú ferð á svið, dómgreindin getur komið sér vel n Ekki vera fífl Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Mynd ÞoRMaR VIGnIR GunnaRSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.