Fréttatíminn - 22.12.2015, Síða 24
Ég var
komin með
alveg nóg af
því að vinna
í þjónustu-
störfum
og díla við
dónalegt
fólk og láta
klípa mig í
rassinn af
ógeðslegum
fullum körl-
um öll kvöld
og vissi
að þannig
vildi ég ekki
vinna það
sem eftir
væri.
É g man ekki hvað ég var gömul þegar ég ákvað að ég vildi verða hjúkrunar-kona en það hefur verið markmiðið
frá því að ég man eftir mér. En skólagangan
var erfið. Mamma átti mig ung og þurfti að
flytja mikið svo ég skipti mikið um skóla
sem var erfitt, en svo var ég líka alltaf veik.
Það vissi enginn hvað var að mér, úthaldið
var ekkert og mér leið stöðugt illa í líkam-
anum. Þetta hefur fylgt mér alla ævi og í
dag hef ég fengið þá greiningu að ég sé með
hinn umdeilda sjúkdóm vefjagigt.
Á sama tíma var ég svona krakki sem
vildi standa sig vel í öllu, æfði bæði íþrótt-
ir og spilaði á hljóðfæri, og hafði mikinn
áhuga á bóklegu námi. Ég var alltaf mjög
góð í íslensku en átti erfitt með stærð-
fræðina en fékk aldrei neina aðstoð, hvorki
heima né í skólanum. Þetta versnaði þegar
ég byrjaði í Hagaskóla og þegar ég fór að
vera oftar veik dróst ég alltaf meira aftur
úr. Ég missti allt sjálfstraust á þessum tíma
og fór að vera mjög óörugg með sjálfa mig.“
Fór úr menntaskóla í heim neysl-
unnar
Eftir grunnskóla lá leið Valdísar í Mennta-
skólann við Sund þar sem gigtin og ekki síð-
ur andleg vanlíðan héldu áfram að versna.
„Ég féll í stærðfræði og íþróttum eftir fyrsta
bekk og það var hræðilegt, skömmin var
svo mikil. Ég trúði því ekki að ég væri fall-
isti. Mín leið frá skömminni var að flýja. Ég
hætti í MS og fór að vinna. Stuttu síðar byrj-
aði að vera með miklu eldri manni sem var
fíkill og flutti heim til hans. Ég vandist því
fljótt að eiga alltaf peninga og allar helgar
fóru í að djamma. Það var svo auðvelt að
vera bara í einfaldri vinnu alla vikuna og
sleppa sér svo í skemmtun allar helgar og
bera ekki ábyrgð á neinu,“ segir Valdís sem
var mjög langt niðri á þessum tíma.
„Ég hef alltaf þurft að passa vel upp á lík-
amann en óhollt mataræði, drykkja og reyk-
ingar höfðu ekki beint góð áhrif á heilsuna og
það komu mjög erfiðir tímar þar sem ég hafði
engan mátt í líkamanum. Ég fór sem betur
fer ekki inn í þennan harða heim neyslunnar
sem sambýlismaður minn var í en ég stóð
samt í dyragættinni og fylgdist með honum.
Þegar ég horfi til baka á sjálfa mig á þess-
um tíma þá langar mig svo til að taka utan
um mig og knúsa mig fast því að mér leið
svo ömurlega illa. Ég hugsaði oft með sjálfri
mér að ef þetta væri lífið, sambúð með fíkli
og leiðinleg vinna þar sem eina spennan
væri að geta skemmt sér um helgar þá væri
það hreinlega ekki þess virði að lifa því. En
á sama tíma leið mér eins og þetta væri ekki
ég, að þetta hlyti að vera eitthvert tímabil
sem ég ætti eftir að komast í gegnum og
það hélt í mér lífinu.“
Það fara ekki allir beinu brautina
Valdís Eva Huldudóttir er ein þeirra ungu námsmanna sem þekkir það að ná
ekki endum saman um mánaðamótin. Frá því að hún var lítil stelpa var hún
ákveðin í að verða hjúkrunarkona en aldrei hefði hún búist við þrautagöngunni
sem sá draumur yrði. Hún segist vera ein þeirra sem duttu af beinu brautinni í
lífinu og hafi fengið í kjölfarið að finna fyrir því hversu erfitt er að komast á þá
braut aftur. Valdísi finnst kerfið hafa brugðist sér þegar hún þurfti mest á því
að halda og hún skilur ekki af hverju ríkið sýnir ekki fólki eins og henni, ungri
konu með viljastyrk til að læra, meiri stuðning. Það var á endanum Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur sem kostaði Valdísi til náms og hún þakkar nefndinni
þá gæfu að vera í dag á sínu öðru ári í hjúkrunarfræði.
Veröldin hrundi þegar dóttirin
fæddist andvana
Eftir tvö ár fékk Valdís loks kjark
til að slíta sig frá sambýlismanni
sínum. „Þá fór ég að sjá að það væri
eitthvað meira, að lífið gæti verið
gott og ég fékk í fyrsta sinn í lang-
an tíma löngun til að fara aftur í
skóla. Ég var komin með alveg nóg
af því að vinna í þjónustustörfum
og díla við dónalegt fólk og láta
klípa mig í rassinn af ógeðslegum
fullum körlum öll kvöld og vissi að
þannig vildi ég ekki vinna það sem
eftir væri. Ég kynntist yndislegum
strák og fann að mig langaði til að
stofna alvöru heimili en mér leið
samt ennþá ömurlega í líkamanum
og sjálfstraustið var ennþá í núlli.
Ég byrjaði í Fjölbraut við Ármúla
þar sem ég fékk alltaf undir fimm
í stærðfræði sem ýtti ennþá frek-
ar undir það að ég væri vitlaus og
gæti þetta ekki. En svo fékk ég frá-
bæran stærðfræðikennara, Halldór
Leifsson, og hann náði þannig til
mín að eftir þrjá áfanga á tveimur
önnum fékk ég yfir 9,5 þeim öll-
um, sem var til þess að ég sá hvað
ég gat og varð alveg ákveðin í að
ég skyldi klára stúdentsprófið og
komast í hjúkrunina,“ segir Valdís
sem var þarna tuttugu og eins árs
gömul og átti enn nokkuð eftir til
að klára prófið.
„Ég var komin með nokkuð gott
plan til að ná að vera í skóla með-
fram vinnunni þegar ég uppgötv-
aði að ég væri ólétt. Ég var orðin
mjög hamingjusöm á þessum tíma.
Gigtin var ekki svo slæm, ég sá
stúdentsprófið í hillingum og ég
átti von á barni með manni sem
ég elskaði. En svo fæddist Andr-
ea litla andvana og þá hrundi lífið
á nýjan leik. Við jörðuðum hana
þann 19. desember árið 2010 og
það er ekki hægt að lýsa því með
neinum orðum hvað það var hrylli-
leg lífsreynsla. Ég var samt svo
ákveðin í að missa ekki af lestinni
í skólanum að ég fór í síðustu próf
annarinnar daginn eftir og ég skil
ekki í dag hvernig ég gat það. Á
næstu önn varð ég aftur ólétt og þá
hugsaði ég með mér að ég yrði að
standa mig, ekki bara fyrir sjálfa
mig heldur fyrir þessa ófæddu
dóttur mína.“
Kerfið gaf mér fingurinn
„Mér fannst allt í einu að ég gæti
allt, fyrst ég komst frá þessari lífs-
reynslu þá hlyti ég að geta klárað
skólann,“ segir Valdís sem átti
sína aðra dóttur, Alexöndru Evu,
í nóvember árið 2011. „Ég hafði
ekki efni á því að vera í dagskóla
og fjarnámið var allt of dýrt fyrir
mig. Það var ekki hægt í stöðunni
að vinna á daginn og stunda nám
á kvöldin auk þess að sjá um Alex-
öndru því líkaminn minn býður
bara ekki upp á það. Ég gerði ekki
annað en að vera á netinu og skoða
alla þá möguleika sem mér stæðu
til boða, undanþágu frá stúdents-
prófi, háskólabrú og mögulega
styrki en það voru allar dyr lok-
aðar því ég átti ekki pening. Ég
sótti um að komast í háskólabrú
hjá Keili til að klára stúdentinn
á styttri tíma en það var svo fá-
ránlega dýrt að það kom ekki til
greina fyrir mig, auk þess sem
það var ekki lánshæft. Mig langaði
rosalega til að klára nám en allar
dyr voru lokaðar.
Það var hræðilega tilfinning að
vera í svona vonlausri stöðu. Við
Stykur frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerði Valdísi Evu Huldudóttur kleift að hefja nám í hjúkrunarfræði. Mynd/Hari
24 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015