Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 22.12.2015, Síða 30
Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Skatanískur undirbúningur K Klukkan er korter í jól. Hjá flestum er undirbúningur í hámarki. Verið að kaupa síðustu gjafirnar, ákveða hvað á að gefa frændanum sem er um tvítugt og enginn veit hvað hann vill. Ekki einu sinni hann sjálfur. Hvað á að gefa foreldrum sínum? Hvað þarf að kaupa í Bónus? Þjóðin er á yfirsnúningi. Eins og alltaf. Þetta hefur alltaf verið svona og mun alltaf verða. Það eru samt allir glaðir. Það er einhver stemning í loftinu. Kærleikur og jólaskap, alveg sama hvað á eftir að gera. Ég talaði um það í síðasta pistli að fólk er ekki eins undið við heimilis- þrif eins og algengt var hjá fyrri kynslóðum. Sem betur fer. Í dag nægir flestum að ryksuga og skúra og þurrka af. Það er enginn í ofna- þrifum og innréttingamössun. Þessi tími er tími fjölskyldunnar og sam- verunnar. Einn siður sem ég og mín frú höf- um haldið hátíðlegan er skötuveisla. Skatan er undarlegur matur sem Ís- lendingar hafa lagt stund á að borða rétt fyrir jól, og lengi vel var hún eingöngu étin á Þorláksmessu. Nú leggur skötuangan yfir borg og bý í tæpa viku fyrir jól, og skiljanlega í nokkra daga eftir jól líka. Enda er þetta orðin vinsæll siður aftur. Á tímabili var haldið að skötuát myndi leggjast af með nýjum kynslóðum, en mér sýnist mín kynslóð hafa tekið þetta alvarlega, til dæmis, og örugglega sú sem kom á undan. Þetta er allt partur af stemmingu og hefð. Sama hvort maður étur matinn eða ekki. Konan mín á ættir sínar að reka til Vestmannaeyja og Ísafjarðar hvar Skötunni er haldið hátt á lofti. Ég er aftur á móti ekki alinn upp við þetta. Allavega ekki heima fyrir, þó foreldrar mínir hafi oftast farið í skötu, bara annarsstaðar en heima. Þegar við hófum búskap þá var tekið upp á því að vera með skötu- veislu að sið frúarinnar og auð- vitað spilar maður bara með. Allt fyrir stemninguna. Ég hafði þó aldrei smakkað þennan forboðna rétt. Núna er skatan búin að vera á heimilinu í tæpa viku og lyktin heima fyrir er eitthvað sem ég get ekki alveg lýst. Þetta er komið yfir allt sem eðlilegt þykir. Konan mín finnur samt enga lykt, segir hún. Auðvitað er það lygi. Lyktin er út um allt. Það er alveg magnað hvað hún nær að dreifa sér. Undanfarin ár hef ég gripið til þess ráðs að elda þennan mat utan- dyra. Annað er bara ekki hægt. Þegar við byrjuðum á þessu þá var ég ekki viss um að ég gæti borðað þennan mat. Hafði satt að segja enga trú á því. Þegar ég fór svo að skoða þetta nánar þá áttaði ég mig á því að þetta er sauðmeinlaus matur, eins og faðir minn orðar það. Í raun bara mjög góður. Ég tala nú ekki um með köldum bjór og einu hrímuðu staupi af ákavíti. Með slíkum veigum er nánast allur matur ætur. Til skötuveislunnar mætir alltaf sama fólkið. Fjölskyldumeðlimir og vinir og oftar en ekki mætir þetta fólk í fötum sem seinna má henda í ruslið. Lyktin er svo rosaleg. Öll vit hreinsast þegar sest er að borðum og þetta er ákveðin áskorun hjá mörgum. Setningar eins og „Hún er mjög kæst í ár.“ „Mikið svakalega er hún mild, þrátt fyrir lyktina,“ heyr- ast frá borðinu og það fylgja þessum mat allskyns vangaveltur. Pælingar sem fólk hefur alla jafna ekki þegar annar matur er borðaður. Þetta er nefnilega upplifun og fyrir mér er upplifunin meiri og skemmtilegri, en einfaldlega ánægjan við að borða þennan mat. Það kom mér á óvart þegar konan mín kynnti mig fyrir þessari fæðu, að mér finnst þetta bara skratti gott. Ég hef aldrei verið mikið fyrir súrmat og slíkt sem boðið er upp á, á þorra svo ég bjóst ekkert við því að ég mundi fíla þetta. Annað kom þó á daginn. Aldrei skyldi maður dæma mat úr frá lyktinni, Skatan hefur kennt mér það. Mér finnst samt merkilegt að enginn kokkur hafi tekið þennan forboðna mat og reynt að gera hann girnilegri. Sérstaklega á einhverjum veitingahúsanna í bænum. Kannski er það vegna þess hve hefðin er sterk. Fólk vill bara fá þetta mengað með kartöflum og rófum og sméri. Engu öðru. Eftir þessa máltíð tekur svo önnur framkvæmd við. Það að reyna að ná lyktinni úr húsinu. Einhver hús- ráð hafa verið lengi í umræðunni. Sjóða edik í potti, og svo það sem flestir gera. Sjóða hangiketið sem á að borða á jóladag. Þannig fer öll lyktin, segja menn. Það er samt lygi. Þó ég mundi sjóða hangikjöt og edik í öllum pottum þá fer lyktin ekki fet. Ég held að það sé vonlaust að keppa við þessa lykt. Ég hef lært það í gegnum árin að játa mig sigr- aðan og læt þennan daun bara fjara út á nokkrum dögum. Skötulyktin er bara partur af jólum. Þannig er þetta bara. Ég óttast ekki að þessi hefð deyi út. Þetta er svo séríslenskt eins og þorrinn. Ungt fólk sem seinna mun halda sín eigin jól mun alltaf hafa nostalgíu fyrir þessari hefð, sama hvort það éti skötuna eða ekki. Ég vona samt að skatan í ár sé ekki of kæst. Ég vona að konan mín brenni sig ekki aftur í munninum, eins og um árið, þannig að rjúpan smakkist undarlega fyrir vikið, daginn eftir. Öllu má nú ofgera. Gleðileg jól og njótið samverunn- ar. Skemmtið ykkur fallega. Te ik ni ng /H ar i 30 viðhorf Helgin 22.-27. desember 2015 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Undir 3.000 kr. Undir 5.000 kr. Undir 10.000 kr. 2.790 kr. 3.980 kr. 8.900 kr. Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jóla- innkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í rjáfur af góðum og gagnlegum gjöfum sem flokkaðar eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf á kokka.is - fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa og þá sem eiga allt. www.kokka.is laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.