Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 48
 48 bækur Helgin 22.-27. desember 2015  RitdómuR Leiðin út í heim  BækuR Sjö SkáLdkonuR SkRifa Saman V ið útskrifuðumst allar á svip-uðum tíma úr ritlistinni í H.Í. og að sumu leyti var þetta okkar leið til að viðhalda samskiptunum,“ segir Sigurlín Bjarney Gísladóttir, ein sjö skáld- kvenna sem mynda Skáldasamsteypuna Skóginn og sendu á dögunum frá sé ljóða- bálkinn Ég erfði dimman skóg. „Sumir stofna saumaklúbb, við gerðum þetta.“ Ljóðin í bálknum eru ort út frá og í kring- um ljóðið Madrigal eftir nóbelsskáldið Tomas Tranströmer, hvers vegna völdu þær það ljóð? „Í náminu kynnti Sigurður Pálsson okkur fyrir ljóðum Tranströmers og strax þegar við veltum upp þessari hugmynd vorum við sammála um að nota Madrigal sem uppsprettu. Fórum að skoða hvaða ljóð við ættum í fórum okkar sem gætu passað inn í þann ramma. Skoðuðum arfinn; hvað tökum við okkur í arf og hvað fáum við í arf án þess að vilja það. Skógar- þemað heillaði okkur líka, það býður upp á svo sterkt myndmál í skáldskap. Við sáum þó fljótlega að það var líka heilmikill sjór í bókinni og mætti kannski segja að sjórinn eða hafið sé okkar skógur hér á Íslandi.“ Hvernig unnuð þið þetta? „Hver og ein okkar mætti með fullt af ljóðum sem við settum saman í risastórt handrit og svo var mesta vinnan að grisja. Við vorum mjög fljót- ar að ákveða að þetta ætti að vera samvinnu- verkefni og það ætti ekki að koma fram hver okkar ætti hvaða ljóð. En þrátt fyrir að ljóðin séu ekki unnin í sameiningu frá grunni þá var endurritunin hluti af sköpunarferlinu og við unnum og endurmótuðum mörg ljóðanna í sameiningu. Mesti hausverkurinn var eig- inlega að raða ljóðunum saman þannig að þau kölluðust á og úr yrði einhver heild.“ Spurð hvort það sé ekkert erfitt að vera svona margar að vinna sama bálkinn segir Sigurlín Bjarney það hafa fleiri kosti en galla. „Það var mjög gaman að vera svona margar að koma þessu saman og standa að útgáfunni, en það getur líka verið erfið- ara en að vera ein. Það reyndi þó nokkuð á samvinnuna, sérstaklega við ritstjórnina, en ég uppgötvaði þegar bókin var að fara í prentun að þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit þar sem allir leggja sitt fram og vinna og skapa saman. Vináttan sem myndast í ritlistarnáminu og í svona vinnu er mjög dýrmæt og þetta gekk í rauninni alveg ótrúlega vel. Þrátt fyrir það hvað við erum ólíkar, bæði sem manneskjur og skáldkonur, þá small margt alveg merki- lega vel saman. Kannski hugsum við svona líkt þrátt fyrir allt.“ Ætlið þið að halda þessari samvinnu áfram? „Ég veit það ekki. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun í því efni, en það væri vissulega gaman. Eigum við ekki bara að leyfa því að koma í ljós?“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Sjórinn er okkar skógur Litagleðin er ekkert að renna af landsmönnum og fullorðins- litabækurnar sem slógu í gegn í sumar seljast sem aldrei fyrr. Þriðja prentun af fullorðins- litabókinni Leynigarðinum er uppseld af lager og Týnda hafið, nýja bókin eftir Johönnu Basford höfund Leynigarðsins, hefur gengið mjög vel. Íslenska litabókin íslensk litadýrð, eftir Elsu Nielsen, sat lengi á met- sölulistum og Heimur dýranna, eftir Marielle Enders, fékk góðar viðtökur. Auk þessara íslensku útgáfa er fjölbreytt úrval erlendra litabóka fyrir fullorðna á hillum bókaverslana og spurning hvort nokkuð verði spilað í fjölskyldujólaboðum í ár. Ætli það sitji bara ekki allir við að lita? - fb Lita sem aldrei fyrr Flest okkar þekkja bókina um Palla sem var einn í heiminum, lásum hana sem börn, lásum hana fyrir börnin okkar og ellibelgir eins og ég hafa meira að segja lesið hana fyrir barnabörnin. Aldrei hefur manni samt dottið í hug að hún byggi yfir allri þeirri tilvist- arlegu heimspeki sem Hermann Stefánsson dregur fram í skáldsögunni Leiðin út í heim. Þar segir af full- orðnum Palla sem er einn í heiminum og sagan fylgir atburðarás barnasögunnar nokkuð nákvæmlega en allt er hér séð með augum hins fullorðna sögumanns og í aðra röndina er Leiðin út í heim vangaveltur höf- undar um merkingu, framvindu og erindi skáldskapar á þessum síðustu og verstu Facebókartímum þar sem aðeins vantar hnappinn „líkamnast“ til að fólk geri sér ljóst að það lifir í fullkomnum sýndarveruleika – er í rauninni eitt í sínum gerviheimi. Leiðin út í heim er stútfull af áhugaverðum og djúpum pælingum um eðli mannsins, eðli sam- skipta, eðli skáldskapar, eðli þess að vera. Hún er þó engan veginn eitthvert þurrt heimspekistagl sem aðeins höfðar til fárra útvaldra heldur leiftrandi skemmtileg lesning sem er svo vel skrifuð að aftur og aftur staldrar lesandinn við og les málsgreinar aftur – og aftur. Ekki bara vegna þeirra hugrenn- ingatengsla sem þær kveikja eða til að velta betur fyrir sér þeirri heimspeki sem höfundurinn setur fram heldur ekki síst vegna þeirrar listar að skrifa umfangsmikla hugsun í knöppum og kjarnmiklum stíl þar sem það sem ekki er sagt kraumar undir eins og kvika og verður að eldgosi í huga lesandans. Maðurinn er alltaf einn fullyrti Thor Vilhjálmsson í bókartitli en höfundur Leiðarinnar heim fullyrðir að maðurinn sé alltaf að minnsta kosti tveir, við höf- um öll tvö sjálf og þráin eftir samskiptum og snert- ingu við annað fólk sé um leið þráin eftir að kynnast sjálfum sér, þrá sem þó er blandin kvíða og ótta við það sem þá kynni að koma í ljós. Palli þessarar sögu er líka að leita að ástinni, móðurinni, merkingunni með lífinu og í lok sögu er ljóst að hann á ansi langa leið fyrir höndum til að komast að nokkurri niður- stöðu í þeim efnum; komast heim. Orðrómurinn í bókmenntakreðsunum fullyrðir að engin bók á þessari vertíð sé augljós handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna eins og Öræfi voru í fyrra og Mánasteinn í hittiðfyrra, en það er spurning hvort þeim sé ekki að yfirsjást þessi 89 síðna yfirlætislausa bók sem gerir meira fyrir vits- munalíf lesandans en margir 400 síðna doðrantar samanlagðir. -Friðrika Benónýsdóttir Að vega salt við sjálfan sig  Leiðin út í heim Hermann Stefánsson Sæmundur 2015 Bókin Stríðsárin eftir Pál Baldvin Baldvinsson hefur heldur betur hlotið góðar viðtökur hjá bóka- kaupendum, sem bókstaflega hafið rifið hana út, enda hafa gagnrýnendur nánast slegist um að hlaða á hana sem flestum stjörnum. Bókin er nú uppseld hjá útgefanda sem hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að gefa út gjafabréf fyrir bókinni sem selt er í flestum verslunum sem selja bækur. Önnur prentun kemur svo um miðjan janúar og þá fæst eintak í skiptum fyrir gjafabréfið. Ekki hefur verið gefið upp hvað gjafa- bréfið er gefið út í mörgum eintökum. Bókaútgefendur eru kampakátir þessa dagana því bóksalan á jólavertíðinni hefur gengið vel. „Ég er glimrandi alsæl, því lagerinn er að tæmast. Ævisaga Brynhildar Georgíu var að klárast og þriðja prentun á Leynigarðinum, en það enn eitt- hvað til af nýju bókinni, Týnda hafinu. Hefði völva Vikunnar sagt mér að Bjartur ætti eftir að selja 10 þúsund litabækur árið 2015, hefði ég hrist hausinn yfir vitleysunni,” segir Guðrún Vilmundardóttir, útgefandi hjá Bjarti. En það eru ekki bara litabækur sem ganga vel. „Ég held að útgefendur og höfundar séu almennt sáttir og glaðir. Bókin lifir!“ - fb Slegist um Stríðsárin Glimrandi alsælir útgefendur Sjö skáldkonur sem allar hafa lokið MA námi í ritlist mynda Skáldasam- steypuna Skóginn og sendu á dögunum frá sér ljóðabálkinn Ég erfði dimman skóg, þar sem ekki kemur fram hver þeirra orti hvaða ljóð. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit,“ segir ein skáldkvennanna um sam- starfið. SkáLdaSamSteypuna Skóginn Skipa þeSSaR SkáLdkonuR: Guðrún Inga Ragnarsdóttir Halla Margrét Jóhannesdóttir Heiðrún Ólafsdóttir Hrafnhildur Þórhallsdóttir Sigurlín Bjarney Gísladóttir Soffía Bjarnadóttir Æsa Strand Viðarsdóttir Meðlimir Skáldasamsteypunnar Skógarins kynntust í ritlistarnámi í H.Í. Mynd/Halla Þórlaug Óskarsdóttir OPIÐ TIL 22 í kvöld Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.