Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Page 50

Fréttatíminn - 22.12.2015, Page 50
 RÚV Spennandi fjölSkylduleikRit Leifur óheppni í Útvarpsleikhúsinu n ýtt íslenskt verk verður frumflutt í Útvarpsleikhús-inu um jólin. Leifur óheppni er spennandi fjölskylduleikrit í sex þáttum eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði Guðmundsdóttur en María er jafnframt leikstjóri. María Reyndal er hlustendum af góðu kunn og hefur m.a. leikstýrt áður m.a. „Best í heimi“ og „Sálm- inum um blómið“ í Útvarpsleikhús- inu. Hún hefur einnig skrifað ásamt öðrum m.a. „Stelpurnar“, „Ástríði“ og Áramótaskaup Sjónvarpsins. Ragnheiður hefur verið búsett í Bretlandi síðastliðin 20 ár og m.a. rekið barnaleikhús sem ferðaðist með sýningar á Karíusi og Baktusi í skóla vítt og breitt um London. Þær eru systkinabörn og er þetta fyrsta verkið sem þær skrifa saman. Með helstu hlutverk fara Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Dominique Sigrúnardóttir, Arnmundur Ernst Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Einar Sigurðs- son sér um hljóðvinnslu. Leifur óheppni mun hljóma dag- lega á Rás 1 klukkan 15, dagana 24.- 29. desember. Leifur óheppni er spennandi fjölskyldu- leikrit í sex þáttum sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu um jólin.  tónleikaR ÞekktiR SöngVaRaR Syngja inn jólin Sigga og Siggi á KEX Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmunds- son syngja inn jólin með tónleikum á KEX Hostel á Þorláksmessu. Söngtvíeykið kemur fram ásamt glæsilegri hljómsveit sinni og sam- an reiða þau fram hátíðardagskrá með ríkum jólaanda í líkingu við þá sem var á nýafstöðnum tónleikum þeirra í Hörpu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21 og er frítt inn. Sigríði og Sigurð þekkja langflestir lands- menn í gegnum söngva þeirra sem þau hafa framið með hljómsveitum sínum, Sigríður í Hjaltalín og Sigurður í Hjálmum. Einnig hafa þau sent frá sér afbragðs sólóskífur. Það eru einmitt tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum á Sæmundi í sparifötunum – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni há- tíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríð- ur munu syngja bæði saman og í sitt hvoru lagi. Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius bjóða upp á ókeypis tón- leika á KEX á Þorláksmessu. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson 50 menning Helgin 22.-27. desember 2015 PLAKAT 3.900 kr. FÁNI 1.400 kr. Álfheimar 4 | 546 8225 | farvi.is Farvavörur er hannaðar af alúð & handþrykktar á verkstæðinu okkar. Þær eru því einstakar í sinni röð! Gott bland fyrir áramótin! OPIÐ TIL 22 í kvöld Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.