Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 22
S t e i n a r B r a g i
22 TMM 2006 · 3
lega milli tanna sér. Við toguðumst á um veskið í einhvern tíma þar til
ég lagði annað hnéð ofan á brjóstkassa hans, rykkti til mín veskinu og
tennurnar á manninum skullu saman. Steinn hristi höfuðið, fnæsti og
hélt áfram að totta pípuna.
Ég þurrkaði froðu af veskinu og hugðist yfirgefa stofuna og fara heim
til mín, en fylltist svo gremju, fann tryllinginn stöðugt magnast þar til
ég gat ekki meir.
„Segðu mér, Steinn, hvernig þú vissir allt þetta um manninn,“ sagði
ég og stappaði fæti ofan í gólfið, en hann lét ekki slá sig út af laginu, yfir
varirnar færðist dularfullt bros, og augun tindruðu:
„Það veldur mér stöðugri undrun, minn kæri, hversu langt þú hefur
náð í lífinu miðað við blindu þína á næstum allt í umhverfi þínu. Ég skal
útskýra þetta fyrir þér. Að líf mannsins hafi nýlega farið úr skorðum er
gefið – þetta á við um næstum alla sem heimsækja okkur; að hann hafi
nýlega verið viðriðinn sjóinn réði ég af skóm hans: daufum, hvítum
línum af salti frá því hann steig í poll af saltvatni eða fékk á sig slurk í
bátnum sem flutti hann í land, en að frá-gufuðu vatninu féll saltið út á
skónum; af mjúklegum höndum hans, ull og silki fatanna, Ferrera-
hækjunum – hinum dýrustu, merktum flúruðu effi við handföngin, og
þeirri staðreynd að hann talar fágaða ensku líkt og tíðkast í efri lögum
Lundúnaborgar, þótti mér útilokað að hann væri sjómaður, auk þess
sem hafnirnar hafa flestar verið lokaðar síðan á hádegi, líkt og heyra
mátti í útvarpsfréttunum. Hvað varðar skipið er hann gistir, kom mér í
hug frétt sem ég las fyrr í dag á baksíðu Morgunblaðsins, og sagði frá því
að síðasta skemmtiferðaskip ársins til að hafa viðkomu á Íslandi – og
það eina sem nú er hérlendis, lægi við akkeri úti á flóanum, og héti
Heimurinn, The World; skip þetta er eitt hið glæsilegasta en um leið
óvenjulegasta sem byggt hefur verið – óvenjulegt fyrir þær sakir að sigla
látlaust umhverfis hnöttinn, og að meirihluti farþega á heimili sitt um
borð í skipinu. Mér þótti einsýnt að gestur okkar væri farþegi um borð
í þessu skipi, hefði yfirgefið það á litlum ferjubáti og þrátt fyrir að sjór-
inn hér inni við ströndina sé rólegri en utar verður hann höstugur í
þeirri norðvestanátt er nú ríkir, og af þeirri ástæðu – og því að ekki
vottar fyrir tiltekinni gerð ólyktar úr kjafti mannsins, hvorki ælu né
hinni römmu slefstreymilykt er fylgir jafnvel smávægilegustu velgju og
sprettur af glenntum efri maga-hringvöðva með tilheyrandi óhindruðu
uppstreymi magasýra, sem ég hef ritað um í Journal of Pathology – réði
ég að hann yrði ekki auðveldlega sjóveikur; af dökkum malar-blönd-
uðum sandinum undir skóm og hækjum mannsins dró ég þá ályktun að
hann hefði lagt leið sína yfir hörmulegt frágangsslys það er tíðkast