Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 42
D a n i e l Wi l l a r d F i s k e
42 TMM 2006 · 3
1913–26. Ithaca 1927. Sami, Catalogue of the Icelandic Collection. Additions
1927–42. Ithaca 1943.
3 Ritröðin kemur enn út hjá Cornell University Press.
4 Sjá t. d. Bogi Th. Melsteð, Willard Fiske. Æfiminning. Kaupmannahöfn 1907, bls.
5–6.
5 Bréfasafn Fiske í Cornellháskóla er góð heimild um aðferðir hans við bókasöfnun
og bókaástríðu hans. Sjá Þórunn Sigurðardóttir, Manuscript Material, Corres
pondence, and Graphic Material in the Fiske Icelandic Collection. Islandica 48.
Ithaca 1994.
6 Tekið úr Horatio S. White, Willard Fiske. Life and Correspondence, bls. 355.
7 Sjá Þórunn Sigurðardóttir, Manuscript Material, s. 79.
8 Það er varðveitt á sama stað og eldra bréfið, þ. e. í NKS 3263 4to, kassa 1.
9 Sjá inngang Eiríks Hreins Finnbogasonar að Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn.
Reykjavík 1952, bls. 13–14. Sjá enn fremur útgáfu Sveins Yngva Egilssonar: Gísli
Brynjúlfsson, Ljóð og laust mál. Reykjavík 2003.
10 Bls. 1 á spássíu: If you succeed in getting me an Icelandic Bible of 1841 – and you
must – I may perhaps prevail upon the American Bible Soc. to print a pocket-
edition of the New Testament in the Latin type and present the whole edition to
the Icel. Bible Society.
11 Í Fiskesafni er varðveittur með bréfum frá Gísla reikningur frá bóksala Lind í
Kaupmannahöfn dagsettur 5. nóvember 1855 og listi yfir nýjar íslenskar bækur
og tímarit 1849–1852. Sbr. Þórunn Sigurðardóttir, Manuscript Material, s. 79.
12 Það sem er sett innan hornklofa í þýðingunni eru viðbætur þýðanda bréfsins.
Upplýsingar um fæðingar og dánarár Íslendinga eru fengnar úr Íslenzkum
æviskrám, I.–V. bindi, eftir Pál Eggert Ólason. Upplýsingar um Dani úr Dansk
Biografisk Leksikon. Grundlagt af C. F. Bricka. Ritst. Poul Engelstoft. Kaup-
mannahöfn 1941.
13 Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi með lögum sem tóku gildi 1. apríl 1855.
14 Árni Magnússon (1663–1730) prófessor og handritasafnari.
15 Þormóður Torfason (1636–1719) sagnaritari.
16 Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648).
17 Finnur Magnússon (1781–1847) leyndarskjalavörður.
18 Jón Sigurðsson forseti (1811–1879) skjalavörður og sjálfstæðishetja Íslendinga.
19 Jón Hjaltalín (1807–1882) landlæknir.
20 Konráð Gíslason (1808–1891) prófessor og einn af Fjölnismönnum.
21 Gísli gaf út tímaritið Norðurfara ásamt Jóni Þórðarsyni.
22 Pliny Miles (1818–1865). Bókin hét Norðurfari or Rambles in Iceland og var gefin
út samtíðis í New York og Lundúnum árið 1854. Hún var gefin út á þýsku ári
síðar.
23 Richard Cleasby (1797–1847). Orðabókin kom út í Oxford 1874: An Icelandic
English Dictionary based on the MS. Collection of Richard Cleasby. Enlarged and
completed by Gudbrand Vigfusson.
24 Hér er trúlega átt við Sýnisbók íslenskrar tungu og íslenskra bókmennta í fornöld
sem Konráð gaf út í Kaupmannahöfn 1860.