Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 81
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 81
landi. Í báðum þessum enskumælandi ríkjum er nú minni félagslegur hreyfan-
leiki en í velferðarríkjum á borð við Kanada, Norðurlöndin og Þýskaland.24
Frjálshyggjan getur ekki skýrt þetta. Hún getur heldur ekki skýrt þá stað-
reynd að heilbrigðisþjónusta virðist vera í megindráttum betri í velferðarríkj-
um en í Bandaríkjunum. Skulum við nú eyða talsverðu rými í að ræða heil-
brigðismál.
Athyglisverð er sú staðreynd að Bandaríkjamenn verja stærri hluta af vergri
þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála (16%) en vesturevrópsku velferðarríkin
(8%). Samt er heilsufar almennt lakara vestanhafs en austan. Það sést best á
talsvert meiri ungbarnadauða í Bandaríkjunum en í velferðarríkjunum. Þar
vestra eru um 60% þjóðarinnar tryggð hjá einkaaðilum, 25% hjá hinu opinbera
en 15% hafa engar sjúkratryggingar. Oft ber við að útigangsfólk deyi drottni
sínum, annaðhvort vegna þess að það fær enga læknismeðferð eða það sveltur
hreinlega í hel. Þess utan eru 20% af öllum gjaldþrotum einstaklinga þar vestra
rakin til þess að þeir gátu ekki borgað fyrir læknisþjónustu.25 Til að gera illt
verra getur verið mjög erfitt og dýrt fyrir fólk með þráláta sjúkdóma að fá
sjúkratryggingar hjá einkaaðilum. Margir lenda í vítahring fyrir vikið, þeir eru
fátækir vegna þess að þeir eru veikir og verða enn veikari vegna fátæktarinnar.
Sagt er að fátækir Kanar deyi vegna ónógrar læknisþjónustu, þeir ríku hrökkvi
upp af vegna ofskammts af þessari þjónustu. Læknar hafi hag af því að telja
ríkisbubbunum trú um að þeir þurfi skurðaðgerðir og dýr lyf þótt þeir séu
kannski við hestaheilsu. Læknarnir geta haft miklar tekjur af þessu og ríku
ræflarnir deyja eins og flugur.26 „Á spítölum kvelur mig læknanna lið með
lamstri og sprautum svo ég þoli ekki við …“27 Þar á móti kemur að einka-
tryggður amerískur meðaljón þarf ekki að standa í endalausum biðröðum eftir
skurðaðgerðum eins og Norðurlandabúinn þarf. Á Norðurlöndum hrekkur
fólk upp af í slíkum biðröðum en Kaninn einkatryggði getur fengið aðgerð eins
og skot. En það segir ekki alla söguna; kannski komst hann í aðgerð strax í gær
af því að fjöldi hjartasjúklinga var ekki í biðröðinni vegna fátækar. Þeir höfðu
ekki efni á sjúkratryggingu, þess vegna var biðröðin stutt. Auk þess geta amer-
ísk tryggingafyrirtæki fundið upp á öllum fjandanum til að koma í veg fyrir að
það þurfi að borga fyrir slíkar aðgerðir. Paul Krugman segir að gífurlegur tími
og peningur fari í togstreitu milli einkaaðila innan heilbrigðiskerfisins um það
hverjum beri að borga.28 Jón Baldvin segir að ein af helstu ástæðunum fyrir því
hve dýrkeypt hið einkarekna sjúkratryggingakerfi er bandarísku þjóðarbúi sé
sú að urmull tryggingafyrirtækja verji miklum fjárhæðum í að berjast um
hæstu iðgjaldagreiðendur en hirði lítt um hina.
Milton Friedman léti sér sjálfsagt fátt um finnast. Hann segir að vandi
bandaríska heilbrigðiskerfisins sé hömlur á markaðsfrelsi, ekki hið gagnstæða.
Læknasamtökin bandarísku takmarki aðgang að læknastéttinni og stjórni
framboðinu á læknaþjónustunni. Afleiðingarnir eru þær að verðið á þessari
þjónustu er mun hærra en ef enginn gæti ákveðið hverjir megi kalla sig
„lækna“.29 Á þessari rökfærslu eru ýmsir annmarkar: Í fyrsta lagi yrði mjög
kostnaðarsamt og tímafrekt að finna út hvaða læknar veittu alvöru læknisþjón-