Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 23
H i ð s t ó r f e n g l e g a l e y n d a r m á l h e i m s i n s
TMM 2006 · 3 23
umhverfis bílastæðið milli skemmtiskipa-bryggjunnar og miðbæjarins
hvar sandskítti liggur í breiðum og hefur gert í fjölda ára en venjan er sú
að þegar hópar koma í land af skipunum bíða þeirra leigubílar eða rútur
til að flytja þá í skipulagðar ferðir sínar sem benti aftur til þess að mað-
urinn hefði verið einn á ferð, vildi sjálfur útvega sér leigubíl og virðist
hafa heppnast þetta tiltölulega fljótlega þar sem rigningin hefur ekki
alfarið náð að skola burt þeim sjó er síðar gufaði af skóm hans. Kominn
í leigubílinn keyrði hann nokkra hringi um miðbæinn til að rannsaka
aðkomu sína að íbúðinni sem við erum nú staddir í, sem hvort tveggja
er greinilegt af þorrnunarstigi bleytunnar á fötum hans, þ.e. hversu
lengi hann hefur verið í hlýju bílsins, og þeirri einföldu staðreynd að þar
sem ég stóð við gluggann hafði ég áður tekið eftir ferðum leigubílsins og
talið hann í fjórgang framhjá húsi okkar áður en hann stöðvaði. Þetta er
varkárni sem jaðrar, augljóslega, við ofsóknarbrjálæði, auk þess sem – “
„Hvað með flogaveikina,“ sagði ég, „og ómeðhöndlanlegt stoðkerfis-
vandamálið?“
„Ég sá í hvað stefndi, einfaldlega – gestur okkar tók að skjálfa, hand-
leggir og fætur kipptust og augun tóku á sig víbru er hneigðist mót himni
eins og tíðkast meðal flogasjúkra.“ Steinn þagnaði, stakk pípunni upp í
sig og hélt áfram að totta. Maðurinn í sófanum var hættur að engjast og
krumpa, hafði opnað augun, lá brosandi í sófanum og horfði á Stein.
„Velkominn aftur, herra minn,“ sagði Steinn. „Þér hafið ákaft vin-
fengi við – hvernig á ég að orða það – hið óhöndlanlega í yður sjálfum,
og myrkrið.“ Steinn og maðurinn horfðust í augu og gneistaði á milli
þeirra, loftið varð rafmagnað, tíminn lengdist og tognaði eins og ljós-
geisli sem dregst í þögulu öskri ofan í eitthvert svarthol geimsins, en
þögnin varð ofsafengin, grimm og heit líkt og nýtekin gröf fyrir tvo,
djúpt inni í myrkasta frumskógi hitabeltisins, og hvorugur leit undan.
Ég vissi ekki hvað var að gerast, gjóaði augunum yfir á byssuna,
heyrði djúpt surg þegar gesturinn ræskti sig, en svo tók hann augun af
Steini og glápti þeim upp í loftið fyrir ofan sófann.
„Ég kem hingað,“ sagði gesturinn, setti upp mýkri svip og varð næst-
um barnslegur í röddinni, „ég kem hingað sem vesalingur, sem breysk,
týnd persóna sem ekkert veit. Ég kem hingað sem barn í leit að viti og
gæsku, ásjár foreldris sem kryfur og rannsakar, varpar ljósi á og útskýr-
ir líf manna og atburði, hversu furðulega sem þeir annars kunna að
hljóma.“
„Segið mér hvað rekur yður hingað,“ sagði Steinn og var alvarlegur,
næstum hlægilegur.
„Ég skal koma mér að efninu, en ekkert af því sem ég segi – ekkert af