Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 82
S t e fá n S n æ va r r
82 TMM 2006 · 3
ustu og hverjir væru hreinir svindlarar. Menn gætu átt á hættu að hrökkva upp
af áður en markaðurinn næði að leiðrétta skekkjur sínar. Kannski er illskást að
láta einokunaraðila (les: ríkið) sjá um upplýsingaleit á þessum sviðum. Í öðru
lagi hefur Friedman verið borinn þeim sökum að setja fram óprófanlegar
kenningar.30 Séu kenningar hans um læknaþjónustuna vestra því markinu
brenndar þurfum við ekki að taka þær alltof alvarlega. Gagnrýni Friedmans á
opinbera heilbrigðisþjónustu er því ekki sannfærandi.
Niðurstaðan af þessum vangaveltum um heilbrigðismál er að heilbrigð-
isþjónusta þar sem ríkið leikur lykilhlutverk sé yfirleitt betri en þjónusta þar
sem einkaaðilar eru fyrirferðarmestir.
En vissulega hefur velferðarkerfið sína galla.31 Í einn stað getur velferðarríkið
orðið forsjárríki, sænska forsjáin var illræmd. Og enn þann dag í dag ræður hið
almáttka norska velferðarríki því hve lengi pöbullinn megi allra náðarsamlegast
vinna í viku hverri. Gegn slíku ber hiklaust að berjast, með vopnum frjálshyggju
ef ekkert betra býðst. Í annan stað er til rangsnúin velferð sem er efnahagnum
skaðvænleg eins og frönsk og þýsk dæmi virðast sanna. Í Frakklandi og Þýska-
landi er erfitt að reka og ráða fólk og afleiðingarnar eru þær, að margra mati, að
atvinnurekendur veigra sér við að ráða menn í vinnu og atvinnuleysi eykst. En
sumir fræðimenn telja aðrar skýringar á atvinnuleysinu í þessum löndum.
Giddens bendir á að lítið atvinnuleysi sé í Portúgal og Austurríki þótt vinnu-
markaðurinn þar sé njörvaður af opinberum reglum. Ekki sé sjáanlegt samband
milli vinnumarkaðsfrelsis og fjölda starfa. Mikið atvinnuleysi stafi annars vegar
af opinberri aðstoð sem menn geti fengið nánast endalaust án þess að leita sér að
vinnu. Hins vegar stafi hún af lítilli menntun hinna verst stæðu.32
Michael Dunford sagði í áðurnefndum fyrirlestri að ein af höfuðástæðunum
fyrir bágu efnahagsástandi í Þýskalandi og reyndar í Evrópusambandinu
almennt væri sá gífurlegi kostnaður sem fylgdi sameiningu Þýskalands. Sex
prósent af vergri þjóðarframleiðslu hvers árs fara í sameiningarhítina. Þetta er
nær sanni. Samt á ég bágt með að trúa öðru en að stirðbusaleikinn í franska og
þýska velferðarkerfinu eigi sinn þátt í efnahagskreppunni fransk-þýsku.
Hvað sem því líður verður ekki annað séð en að velferðarríkið sé vel í stakk
búið til að framfylgja jafnaðarreglum mínum. Í fyrsta lagi hafa velferðarríkin
náð því marki að jafna kjörin, alla vega ef marka má títtnefndan Anthony Gid-
dens. Tilraunir til að jafna kjör með aðstoð skatta og yfirfærslan hafa gefið góða
raun í Svíþjóð þar sem tekjumunur minnkar um 50% vegna þessarar skatta-
stefnu. Í Danmörku minnkaði munurinn af sömu ástæðum um 40%.33 Í öðru
lagi er félagslegur hreyfanleiki meiri og þeir ríku ekki eins fokríkir í velferð-
arríkjunum og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Því má ætla að auðvald sé minna
í velferðaríkjunum. Þess vegna er velferðin gott tæki til að framkvæma fyrstu
reglu, sé rétt á málum haldið. Um aðra reglu vil ég ekki fjölyrða en nefni að
glæpatíðni er mun lægri í velferðarríkjunum en Bandaríkjunum. Munurinn á
þeim og Kanada að þessu leyti er sláandi. Mér hefur líka verið sagt að mismun-
andi kynþáttum og þjóðarbrotum semji mun betur í Kanada en hjá stóra bróður
í suðri. Kannski á kanadíska velferðin sinn þátt í því samlyndi, en ekki hefur