Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 79
M i ð j a n h a r ð a o g h e n t i s t e f n a n m j ú k a
TMM 2006 · 3 79
til að „skekkja markaðinn“ sé dauðasynd. Markaðurinn er hreinn sveinn sem
skækjan Skekkjun reynir að leiða á glapstigu og sýkja af bráðdrepandi kyn-
sjúkdómi. En ef hagfræði er lítil vísindi þá er sjúkdómurinn kannski ekki eins
hættulegur og hagfræðidýrkendur halda. Reyndar var hagfræðidýrkun ann-
arrar gerðar landlæg meðal krata á árum áður. Fornkratar trúðu því að ein-
hvers konar söguleg lögmál gerðu að verkum að frjáls markaður væri ekki
lengur skilvirkur. Ríkið yrði að styðja efnahagslífið og það eftir gefnum form-
úlum. Til dæmis yrði að auka peningaprentun þegar samdráttur yrði enda
hefðu hagfræðingar (les: Keynes lávarður) uppgötvað með vísindalegum hætti
að þess lags aðgerðir væru allra samdrátta bót.11 En þessar formúlur hafa ekki
gefið góða raun og verið gagnrýndar sundur og saman. Altént er erfitt að finna
algildar reglur um efnahagslíf, þumalfingurinn verður að nægja. Hin upplýsta
dómgreind ríkir líka yfir hagfræðinni.
Af ofansögðu má sjá að fæstar reglur sem varða stjórnmál, haglíf og siðferði
eru ófrávíkjanlegar. Því má ætla að hentistefna sé góður kostur. En enginn
bannar okkur að trúa á vissar meginreglur þangað til okkur dettur eitthvað
betra í hug. Satt best að segja trúi ég (sæmilega) staðfastlega á ýmsar meginregl-
ur. Þrjár meginreglur ætla ég að gera að umtalsefni og eru þær meginstoðirnar
í stefnu hinnar hörðu miðju: a) jafnaðarreglan sem er regla um efnalegan jöfn-
uð rétt skilinn; b) samleiksreglan sem er regla um nauðsyn góðs samleiks ríkis
og einkaframtaks í efnahagslífinu; c) frelsisreglan, reglan um að allir skuli
njóta frelsis en vel að merkja ekki bara frelsis frá þvingunum heldur líka frelsis
til framkvæmda. Við skulum skoða þessar reglur í réttri röð:
A) Jafnaðarreglan kveður á um þrennt: Í fyrsta lagi er ríkinu skylt að koma
í veg fyrir að auður hverfist í vald, að stóreignamenn geti beitt auði sínum til
að kúga fólk. En ríkið verður að fara mjög gætilega, að öðrum kosti gætum við
átt á hættu að fara úr öskunni í eldinn, frá auðvaldi til ríkiskúgunar. Það er rétt
að berjast gegn ofurauðvaldi en ekki má misnota skattalögregluna í þeirri bar-
áttu. Sporin hræða.
Í öðru lagi er æskilegt að tekjum sé dreift frekar jafnt í samfélaginu vegna
þess að annars er hætta á sundrung og úlfúð. Á þetta benda menn á borð við
félagsfræðinginn Anthony Giddens og heimspekinginn Charles Taylor.12 En
menn mega ekki gleyma hættunum sem geta stafað af því að ríkið hamist við
gera alla jafna. Vald þess gæti aukist óþarflega mikið og efnahagslífið gæti
skaðast eins og frjálshyggjumenn benda réttilega á. Þetta er vandrötuð leið.
Í þriðja lagi er lágmarks-velferðarríki af hinu góða. Ríkið á að vera umboðs-
maður fólksins sem sjái til þess að allir njóti lágmarksmenntunar, heilsuþjón-
ustu og séu sæmilega fæddir, skæddir og klæddir.13 Upplýst dómgreind sker svo
úr um hvernig ríkið gegni best þessu hlutverki. Stundum er kannski best að
bjóða velferðarþjónustu út til einkaaðila.14 Stundum getur neikvæður tekju-
skattur verið leiðin til að tryggja öllum lágmarksframfærslu.15 Og ræða má
þann möguleika að komið verði á allsherjar ávísanakerfi þar sem ríkið afhend-
ir sérhverjum borgara velferðarávísun sem hann getur notað til að kaupa þá
þjónustu sem honum hugnast best.16 Giddens er á öðru máli þótt hann sé frem-