Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 HITAVEITUSKELJAR RAFMAGNSPOTTAR Haffi 777 2000 Grétar 777 2001 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hlýindin það sem af er desember hafa verið með miklum ólíkindum. Fyrstu dagarnir í desember hafa verið þeir hlýjustu í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum. Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings var með- alhitinn í Reykjavík fyrstu sjö daga mánaðarins +7,3 stig, +6,5 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og +8,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þessir sömu dagar voru kaldastir árið 1885 – þá var meðalhitinn -6,5 stig – og á seinni tímum árið 2011 með meðalhita upp á -4,6 stig. Samkvæmt þessu er mismunur meðalhita áranna 2016 og 1885 heilar 13,8 gráður, fyrra árinu í vil. Veðurstofan spáir því að fremur hlýtt verði áfram næstu daga. Desemberhlýindin taka við af eindæma hlýindum í haust. Mán- uðirnir október og nóvember reyndust vera þeir hlýjustu á land- inu í samfelldri sögu veðurmæl- inga. Byggðameðaltalið mánuðina október og nóvember reiknast 5,1 stig, 3,3 stigum ofan haustmeð- altals áranna 1961 til 1990 og 2,5 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Morgunblaðið/Golli Malbikið sagað Unnið við viðgerð á Skothúsvegi í gær, en sjaldgæft er að slíkt sé hægt í skammdeginu. Munur á meðalhita 13,8 stig  Meðalhiti 2016 er +7,3 stig  Meðalhiti 1885 var -6,5 stig Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Talsmaður uppboðshússins Bruun Rasmussen hafnar því að verk sem fyrirtækið bauð upp á mánudag og er sagt eftir Svavar Guðnason listmál- ara, sé falsað. Ennfremur furðar fyrirtækið sig á málflutningi Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar á Lista- safni Íslands, sem haldið hefur því fram að verkið sé falsað og að upp- boðshúsið hafi vitað af því þegar verkið var boðið upp. ,,Við hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen þekkjum til þeirra föls- unarmála sem hafa komið fyrir dóm á Íslandi. Vegna þess höfum við skerpt á reglum varðandi málverk Svavars Guðnasonar og á grundvelli þeirra höfnum við reglulega verkum sem við teljum að séu fölsuð,“ segir Kasp- er Nielsen, verðmats- og sölumaður hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmus- sen, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hann segir umrætt verk hafa verið sýnt og selt árið 1994 hjá Galleri Profilen í Árósum. Eig- inkona Svavars, Ásta Eiríksdóttir, hafi m.a. skoðað verkið. Eftir að hafa verið selt þar hafi verkið verið sýnt á listasafninu í Randers á sýningunni Lise & Leif Olesens samling árið 2004. ,,Þegar upp komu efasemdir fyrir ári síðan um hvort verkið væri ekta var það tekið af uppboði okkar sem þá stóð yfir. Eftir ítarlega rannsókn tók efnahagsbrotadeild lögreglunnar þá ákvörðun að hætta rannsókn sinni og skila verkinu aftur til eigandans. „Við leggjum áherslu á að þegar lög- regla kemst að þeirri niðurstöðu að listaverk sé falsað, þá er það að öllu jöfnu haldlagt, eyðilagt eða merkt sem slíkt. Það var ekki gert í þessu tilviki,“ segir Nielsen. „Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fylgja verkinu og sögu þess völd- um við að setja málverkið aftur á uppboð vegna þess að við töldum málinu lokið og að verkið væri ófals- að,“ segir hann. Hafa leitað til sérfræðinga Hann segir uppboðshúsið hafa samstarf við hóp alþjóðlegra sér- fræðinga til þess að gæta að uppruna verkanna. „Við gerum þetta einnig þegar um er að ræða verk eftir Svav- ar Guðnason. Ásökunum Ólafs, um að við höfum vísvitandi átt þátt í að selja fölsuð verk eftir Svavar, er þess vegna vísað á bug,“ segir Nielsen. Hann segir að m.a. hafi verið leitað til Listasafns Íslands til að fá upplýs- ingar um listaverk sem tengjast Ís- landi. Meðal annars hafi verið leitað ráðgjafar hjá Ólafi Inga vegna efa- semda um verk sem merkt sé Svav- ari. „Engar forsendur eru til þess að draga í efa að við hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen viljum bjóða ann- að en ófölsuð verk til sölu. Þess vegna munum við, þegar um er að ræða verk eftir Svavar Guðnason, skoða að breyta vinnureglum okkar til að koma í veg fyrir áþekk mál í framtíð- inni. Það myndum við gjarnan vilja gera í uppbyggilegu samstarfi við Ólaf Inga Jónsson,“ segir Nielsen. Vísa ásökunum forvarðar á bug  Bruun Rasmussen telur verk sem eignað er Svavari Guðnasyni ófalsað  Segir lögreglu eyði- leggja fölsuð verk  Eiginkona Svavars hafi meðal annarra skoðað verkið  Vilja samstarf við Ólaf Listaverkauppboð Bruun Rasm- ussen hafnar ásökunum Ólafs. „Ég tel að gott sé að fara í gegn um þetta mál og skoða allar hliðar þess. Við munum fagna öllum úr- bótum í lagaum- hverfi og starfs- umhverfi,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Mat- vælastofnunar, um fyrirhugaða úttekt á starf- semi stofnunar- innar. Gunnar Bragi Sveinsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið tveimur ráðgjöfum að gera úttekt á ýmsum þáttum í rekstri og starfsumhverfi Mat- vælastofnunar. Þeir munu fara yfir verkferla og starfsaðferðir í eft- irliti með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og bera saman við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Sérstaklega verður skoðað hvort lög hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlits- skýrslum. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu ráðuneytisins verður einnig gerð athugun á rekstri, skipulagi og stjórnun og hvernig ráðuneytið sinnir almennum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi stofnunarinn- ar. Loks er óskað eftir ábending- um um það sem betur megi fara og tillögum um breytingar. Samið hefur verið við Bjarna Snæbjörn Jónsson stjórnunarráð- gjafa og Ólaf Oddgeirsson dýra- lækni, framkvæmdastjóra ráðgjaf- arfyrirtækisins Food Control Consultants í Skotlandi, að annast úttektina. Kristín Benediktsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, verður ráðuneytinu til aðstoðar við ákveðna þætti. „Þarft og gott verkefni“ Jón Gíslason telur að Brún- eggjamálið svokallaða sé ástæða úttektarinnar. „Það hefur verið mikil umræða um það mál og nú er gott tækifæri til að fara yfir þessa hluti,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann ekki líta á úttektina sem vantraust á vinnubrögð Mat- vælastofnunar. „Það eru margar hliðar á þessu máli sem þarf að fara í gegnum og snúa að laga- og starfsumhverfi á þessu sviði. Þetta er þarft og gott verkefni,“ segir Jón. helgi@mbl.is Úttekt gerð á Matvælastofnun  Forstjórinn fagnar því að allar hliðar Brúneggjamálsins séu skoðaðar Jón Gíslason Formenn vinstri- og miðjuflokkanna fimm, þ.e. Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, munu halda áfram óform- legum viðræðum í dag og um helgina, samkvæmt yfirlýsingu sem formenn allra flokkanna skrifuðu undir og sendu frá sér í gær. Vika er liðin síðan Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, fékk stjórnarmyndun- arumboð frá forseta Íslands. „Nú hafa verið haldnir fjórir fund- ir með það að markmiði að finna leið- ir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokk- anna nálgast hver annan í veigamikl- um málum,“ segir í yfirlýsingunni en þar er jafnframt tekið fram að á fundum formannanna hafi aðallega verið lögð áhersla á tekjur og út- gjaldaliði og segir í yfirlýsingunni að nú loks hafi fengist aðgangur að fjár- lögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. „Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óform- legan hátt og er næsti fundur fyrir- hugaður fyrir hádegi á morgun,“ segir í yfirlýsingu formannanna. Í samtali við mbl.is í gær sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að óformlegir stjórnarmyndunarviðræðufundir gengju vel. Spurð um ólíka afstöðu Vinstri grænna og Viðreisnar, t.d. í skattamálum, sagði hún ótímabært að ræða slíkt. „Það er of snemmt að segja til um það, þess vegna ákváðum við að gefa okkur meiri tíma á þessu stigi. Línurnar skýrast örugglega eftir helgi,“ sagði Katrín. vilhjalmur@mbl.is Tala saman um helgina  Skoða skatta og útgjöld  Enn óformlegar viðræður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.