Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Þetta byrjaði þegar ég var ungur og fór reglulega með pabba á tattú- stofuna þar sem Fjölnir og Búri voru að vinna,“ segir Ívar Ævarsson tattú-listamaður um tilurð áhuga síns á húðflúrun. „Ég bara varð ást- fanginn af þessu.“ Ívar opnaði nýverið stofuna Calm Tattoo Copenhagen við Studie- stræde í miðborg Kaupmannahafnar ásamt húðflúrmeistaranum Camillo Ocean Klamer. Ívar varð lærlingur hjá Camillo fyrir um þremur árum og hefur unnið með honum á annarri stofu í Kaupmannahöfn fram til þessa. „Camillo er rosalega dugleg- ur og góður tattú-artisti og ég var það heppinn að hann tók mig að sér sem lærling. Hann er búinn að reyn- ast mér rosa vel og búinn að kenna mér mikið innan fagsins.“ Þykkar línur og litagleði Ívar sérhæfir sig í stíl sem kallast „old school“ vegna tengingar hans við fyrri hluta 20. aldarinnar. „Ég hef mikið heillast af old school teikn- ingum. [Stíllinn minn] hefur svolítið breyst með tímanum en ég hef alltaf verið ánægður með þessar þykku línur og mikla liti, mér finnst gaman að því.“ Camillo er hins vegar meira í „black and gray“ stílnum og segir Ívar það virka vel á nýju stofunni. „Við erum hvor með sinn stílinn sem er mjög gott fyrir okkur [...] Ég er allavega mun litaglaðari en hann.“́ Engir götukúnnar Ívar og Camillo leggja mikla áherslu á góð samskipti í starfi sínu. „Við erum svona einkastúdíó. Við tökum ekki að okkur götukúnna heldur bara pantanir í gegnum síma, tölvupóst eða persónuleg samskipti. Við byggjum þetta rosalega á að geta leiðbeint fólki og haft huggu- legt andrúmsloft.“ Um helmingur þeirra sem koma til Ívars eru Ís- lendingar og telur hann líklegt að sumir þeirra leiti til sín einmitt vegna tungumálsins. Sjálfur talar Ívar þó dönsku reip- rennandi enda hefur hann búið í Kaupmannahöfn í um sex ár. Hann hefur þó komið hingað sem gesta- listamaður og gæti vel hugsað sér að gera meira af því. „Það gæti vel gerst að ég komi og verði gestur á stofu einhvers staðar í viku eða tvær. Það gæti verið mjög spennandi.“ Á Íslandi Ívar segist ekki ætla að flytja heim á næstunni en hann og Camillo ferðuðust um landið í fyrra. Opnar húðflúrstofu í Kaupmannahöfn  Fór með pabba sínum á húðflúrstofu og féll fyrir listinni Að störfum Ívar flúrar í stíl sem einkennist m.a. af þykkum línum. Í tilkynningu frá nefnd um dómarastörf kemur fram að ekki sé unnt að fallast á það að skrán- ingu mála sé nú ábótavant hjá nefndinni. Tilkynning nefnd- arinnar fer hér á eftir, en undir hana ritar formaðurinn Hjördís Hákonardóttir: „Vegna umræðu um hvernig skjalavörslu og skráningu erinda hjá nefnd um dómarastörf er hátt- að telur nefndin rétt að leiðrétta þann misskilning sem virðist ríkja. Frá árinu 2010 hafa öll erindi til nefndarinnar, hvort sem um er að ræða kvartanir frá þeim sem telja að dómari hafi brotið á þeim í starfi sínu, erindi frá dómurum vegna tilkynninga um aukastörf og eignarhluti í félögum og atvinnu- fyrirtækjum, sem og bréf nefndar- innar til dómara þar sem kallað hefur verið eftir upplýsingum frá þeim verið skráð hjá nefndinni. Þar eru jafnframt skráð svör nefndarinnar við erindum og úr- skurðir hennar í einstökum málum. Þá eru álit nefndarinnar birt á vef dómstólaráðs, domstolar.is Nefndin hefur einnig unnið að skráningu eldri erinda sem henni bárust fyrir árið 2010 og er þeirri skráningu að mestu lokið. Það er því ekki unnt að fallast á það að skráningu mála sé nú ábótavant hjá nefndinni. Þá er rétt að taka fram að með nýjum lögum um dómstóla sem taka eiga gildi í byrjun árs 2018 mun nefndin hafa aðstöðu hjá dóm- stólasýslunni sem tekur við af dómstólaráði. Er því hafinn und- irbúningur að aðlögun málaskrár nefndarinnar að málaskrá dómstólasýslunnar.“ Öll erindi frá 2010 skráð  Skráningu eldri gagna að mestu lokið hjá nefnd um dómarastörf Morgunblaðið/Þórður Dómhús Hæstiréttur Íslands. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Ísland muni auka við sínar aflaheimildir úr stofninum. Það er mál sem þarf að fara vandlega yfir,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, spurður um viðbrögð Íslands við ákvörðun Norðmanna um aukna veiði úr norsk-íslenska síldarstofnin- um. „Stofninn er þegar ofveiddur og því óábyrgt af Norðmönnum að auka veiðar sínar úr honum. Það verður erfitt fyrir okkur að sitja eftir og gera ekkert.“ Málið tekið upp á næsta fundi Noregur hefur einhliða ákveðið að auka aflahlutdeild sína úr stofninum úr 61% prósenti í 67% af heildarafla- marki. Kvóti Noregs úr stofninum verður því 432.870 tonn, samkvæmt yfirlýsingu Per Sandbergs, sjávarút- vegsráðherra Noregs, í síðustu viku. Gunnar segir að Ísland muni ekki að svo stöddu birta opinber við- brögð við ákvörð- un Norðmanna en málið verði tekið upp á samninga- fundi fyrir jól. „Við komum til með að funda með Norðmönnunum fyrir jól. Reyndar ekki um þetta mál sérstaklega en við munum að sjálf- sögðu taka málið á dagskrá og koma á framfæri áhyggjum okkar af ákvörðun þeirra,“ segir Gunnar Bragi og bætir við að ákvörðun Norðmanna sé sorgleg í ljósi þess að mönnum hafi miðað áfram í samn- ingum um makríl, kolmunna og síld. „Bæði er ákvörðun Norðmanna óábyrg og um leið gera þeir allar samningaviðræður erfiðari enda áskiljum við okkur allan rétt til að bregðast við þessu á þann hátt sem við teljum tryggja hagsmuni Íslands með sem bestu móti.“ Síldarstofninn þegar ofveiddur  Málið rætt við Norðmenn fyrir jól Gunnar Bragi Sveinsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áfengisgjöld á Íslandi eru nú þegar þau langhæstu í Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurek- enda hefur aflað. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2017 er gert ráð fyrir að áfengisgjöld hækki um 4,7%. Þar af er 2,5 prósentustiga hækkun um- fram verðbólgu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, segir hækkunina nú vera þá tíundu frá bankahruninu 2008. „Áfengisgjöld hafa rúmlega tvö- faldast frá hruni og nú er svo komið að gjaldið er hærra hér en í Noregi og er það hæsta í Evrópu. Þrátt fyrir að virðisaukaskattur á áfengi sé nú lægri á Íslandi (11%) en víðast hvar í Evrópu er samanlögð skattlagning ríkisins á áfengi langtum hærri hér en almennt gengur og gerist í álf- unni,“ segir Ólafur. Ríkið tekur um 90% af verðinu Hann spyr því hvort ekki sé tíma- bært að fá umræðu á Alþingi um það hvar mörkin liggi í skattlagningu áfengis. Í samantekt sem Félag at- vinnurekenda hefur sent frá sér eru tekin tvö dæmi um skattheimtu rík- isins en af vodkaflösku sem kostar í dag 6.999 krónur og hækkar um 200 krónur tekur ríkið 94% í sinn hlut af verði flöskunnar. „Þriggja lítra „belja“ með léttvíni kostar í dag 5.499 krónur en mun eft- ir hækkun áfengisgjaldsins kosta 5.702 krónur. Þá verður svo komið að ríkið tekur í sinn hlut 84,1% af út- söluverðinu. Hér er um krónuhækk- un að ræða og því hækkar ódýrara vín, sem almenningur kaupir fremur, hlutfallslega meira en það dýrara.“ Áfengisskatturinn hækkar um áramót  Tíunda hækkunin frá efnahagshruni Morgunblaðið/Júlíus Skattur Áfengisgjald hækkar á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.