Morgunblaðið - 09.12.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 09.12.2016, Síða 44
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Létust allir samstundis 2. Andlát: Jón maraþonhlaupari 3. Myrt þegar hún reyndi að stöðva … 4. Lögreglan deildi mynd af nærbuxum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stúfur nefnist jólasýning Leik- félags Akureyrar sem sýnd verður í dag og um helgina. Á einni klukku- stund segir Stúfur sannar sögur af sjálfum sér og samferðafólki sínu, í bland við frumsamin krassandi ævintýri sem ættu að gleðja jafnt börn og fullorðna, en sýningin er ætluð áhorfendum fjögurra ára og eldri. Allar nánari upplýsingar á mak.is. Stúfur stígur á svið Samkomuhússins  Einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur á lofti Gamla- bankans á Sel- fossi, Austurvegi 21, í kvöld kl. 20. Sýninguna sömdu Elfar Logi Hann- esson og Þröstur Leó Gunnarsson. Boðið verður upp á umræður að sýningu lokinni um efni hennar. Tekið er við miðapöntunum á netfanginu: komedia@komedia.is. Gísli á Uppsölum leik- inn á Selfossi í kvöld  Trompetleikarinn Snorri Sigurð- arson, gítarleikarinn Ásgeir J. Ásgeirs- son og bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson munu sveifla og hrista upp í nokkrum sí- gildum innlendum og er- lendum jólaperlum fyrir gesti á Kex Hosteli að Skúlagötu 28 í dag kl. 12. Að- gangur ókeyp- is. Leika jóladjass á Kex Hosteli í hádeginu Á laugardag Minnkandi norðaustanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rign- ing eða slydda eystra, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 18-28 m/s við suðausturströnd- ina, hvassast í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum og vindhviður allt að 40 m/s. Rigning suðaustantil og á Ströndum, él norðaustan- lands en annars úrkomulítið. Hiti víða 0-8 stig. VEÐUR Stjarnan er ein og yfirgefin í neðsta sæti Olís-deildar karla í handknattleik eftir enn eitt tapið í gærkvöldi, að þessu sinni fyrir Aftur- eldingu, 29:17. Framarar ráku af sér slyðruorðið og fóru tveimur stigum fram úr Garðbæingum með tveggja marka sigri á Val. FH-ingar halda sínu striki. Þeir unnu stórsigur á Selfossi meðan Eyjamenn juku á raunir Gróttu með sigri. »2-3 Stjarnan ein eftir á botninum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að fólk víða um heim sé greinilega spennt fyrir því að fá Íslending á bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi og athyglin eftir góðan árangur henn- ar á Flórída á dögunum hafi verið meiri en hún bjóst við. Ég hef fengið pósta og tíst frá alls kyns fólki úti í Ameríku sem ég þekki ekki neitt. Hafa það verið bara góð- ar kveðj- ur og fólk segist spennt fyrir því að sjá Íslend- ing keppa á LPGA,“ segir Ólafía. »4 Fólk virðist spennt að fá Íslending á mótaröðina KR og Tindastóll eru áfram á toppi Dominos-deildar karla í körfuknatt- leik eftir sigurleiki í gærkvöld. KR fór létt með botnlið Snæfells en Tinda- stóll gerði góða ferð til Grindavíkur og lagði þar lið heimamanna í hörku- leik. ÍR-ingar gerðu sér svo lítið fyrir og unnu nítján stiga sigur á Njarðvík- ingum og lyftu sér með því upp í sjötta sæti deildarinnar. » 2-3 KR og Tindastóll eru í toppsætunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð, hélt upp á 85 ára afmæli sitt í haust og þá lauk hann við að skrifa bók um sögu flugsins, en bók hans, Flugsaga, kom nýverið út hjá bókaútgáfunni Hólum. Í bókinni rekur Örnólfur söguna í máli og myndum, byrjar á engl- um og öðrum boðberum, færir sig síðan í stökkflug og loftbelgi, loft- skip og svifflugur, og greinir síðan frá þróun í flugvélasmíði og hinum ýmsu gerðum auk þess sem þotur og þyrlur fá sérstaka athygli. Enn fremur er sérkafli um flugsögu Ís- lands. „Ég fer í gegnum þessi stig, allt frá fyrirbærum eins og englum með vængi að háþróuðum flug- vélum,“ segir hann. Örnólfur segir að bókin sé eðli- legt framhald af bókinni sem hann skrifaði um kafbáta. „Mér fannst að ég gæti haldið áfram og þá lá nokkuð beint við að ég tæki flug- vélarnar næst,“ segir hann. Bætir við að hann hafi lengi haft áhuga á flugvélum. „Eins konar flugdella hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hann. Segist hafa lesið mikið um flug og segir að besta bókin um efnið á íslensku hafi verið þýdd úr þýsku og komið út 1934. Hún nái samt ekki lengra og því hafi vant- að upp á söguna, meðal annars um þotur og þyrlur. Fyrir tveimur til þremur árum hafi hann byrjað að punkta hjá sér ýmislegt úr flug- sögunni og nú sé bókin komin út. Eftirminnileg flug Reykjavíkurflugvöllur var sem ævintýraland á uppvaxtarárum Örnólfs. „Á stríðsárunum voru margar flugvélar á vellinum og maður var stöðugt með þær fyrir augunum,“ rifjar hann upp. Orrustuflugvélar hafi verið áber- andi og eins nýjar herflugvélar sem komu við frá Bandaríkjunum til þess að taka eldsneyti á leiðinni til Þýskalands. Fyrsta flugferðin er eftir- minnileg. Örnólfur segir að á stríðs- árunum hafi hlutlausar vélar verið málaðar rauðar til aðgreiningar frá flugvélum stríðs- þjóða. „Eitt sinn bauð afi minn, Kristinn Jóns- son, bóndi fyrir norðan, mér og systur minni að vera við sauðburð á býli sínu í Þingeyjarsýslu. Við þekktumst það og fengum frí úr skóla enda var talið að við hefðum meira gagn af því að vera þarna en í skólanum.“ Þau hafi síð- an flogið í tvívængja, eins hreyfils, fjögurra sæta vél frá Korpúlfs- stöðum að Melgerðis- melum. „Næsta flug var eftir að ég fór í nám til Svíþjóðar og settist upp í stóra fjögurra hreyfla flugvél sem flutti mig til Kaupmannahafnar.“ Í bókinni segir Örn- ólfur frá ýmsum af- brigðum flugs en hann segist ekki hafa hugsað um hvernig hefði verið að búa í flugvélalaus- um heimi. „Ég hef aldrei hugs- að svo langt en það hefði verið talsvert öðruvísi.“ Örnólfur hefur verið mjög af- kastamikill, skrifað fjölda kennslu- bóka, þýtt margar fræðibækur og barnabækur og haft umsjón með útgáfu bóka og bókaflokka auk þess sem hann sá um þáttinn Nýj- asta tækni og vísindi í ríkissjón- varpinu um árabil. Hann segist alltaf vera með eitthvað á prjón- unum og eiga ýmislegt í smíðum, einkum í líffræði og þá sérstaklega dýrafræði. „Ég basla við ýmislegt, sit ekki við það heldur stunda þetta í hjáverkum,“ segir hann. Spurður hvort bók um skipin sé væntanleg segist hann ekki vita það. „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt, en það gæti orðið eitt- hvað þannig.“ Englar með vængi taka flugið  Örnólfur Thorlacius hefur skrifað Flugsögu Morgunblaðið/RAX Fræðimaður Örnólfur Thorlacius hefur verið iðinn við kolann og afkastamikill í útgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.