Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 20

Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Orrustan um Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hélt áfram af miklu afli í gær og sóttu hersveitir Bashars al- Assad Sýrlandsforseta enn frekar inn í austurhlutann. Takist hernum að endurheimta Aleppo úr klóm upp- reisnarsveita jafngildir það umpólun í stríðinu í Sýrlandi, að sögn Assads. Stórsókn sýrlenska hersins inn í borgina hófst seint í september sl., en undanfarnar þrjár vikur hafa her- menn sótt stíft inn í Austur-Aleppo, sem hefur verið á valdi uppreisnar- manna frá árinu 2012. Hefur þeim m.a. tekist að hrekja uppreisnarhópa frá gamla bænum svonefnda og er það mikill áfangasigur fyrir Assad. Fréttaveita AFP segir hersveitir Sýrlandsstjórnar nú ráða yfir um 85% af austurhlutanum og eiga upp- reisnarmenn, sem beðið hafa Assad um vopnahlé, nú fullt í fangi með að takast á við sókn hersins. Assad hef- ur hins vegar slegið allar hugmyndir um vopnahlé út af borðinu og stefnir á að sameina Aleppo hið fyrsta. Bindur ekki enda á átökin „Það er rétt, Aleppo verður mikill sigur fyrir okkur,“ sagði Assad for- seti í nýlegu viðtali við sýrlenska dagblaðið Al-Watan. „Verum hins vegar raunsæ – þetta eitt dugar ekki til að binda enda á stríðið í Sýrlandi. En þetta verður hins vegar risastórt skref í þá átt.“ Að sögn Assads mun sigur stjórnarhermanna í Aleppo „breyta gangi alls stríðsins“. Hermenn Assads hafa nú komið sér tryggilega fyrir í gamla bænum í austurhluta borgarinnar. Á einum stað gengu þeir fram á stóran hóp fólks, um 150 manns, sem hýstur var við slæman kost í húsnæði sem eitt sinn var elliheimili. Að sögn AFP voru flestir þessara einstaklinga sjúkir eða andlega veikir og hefur þeim nú verið komið fyrir hjá sjálf- boðaliðum Rauða hálfmánans. „Þessir sjúklingar og íbúar voru fastir þarna inni dögum saman vegna átakanna, sem mögnuðust í hvert skipti sem víglínan færðist þeim nær,“ sagði fulltrúi Rauða hálf- mánans í samtali við AFP. „Margir þeirra geta ekki hreyft sig og þurfa sérstaka aðstoð. Þetta hlýtur því að hafa verið hræðilegt fyrir þá,“ bætti hann við. Talið er að hátt í 400 almennir borgarar hafi fallið í Austur-Aleppo frá því að sókn hersins hófst og um 105 til viðbótar í vesturhlutanum, sem er á valdi stjórnarhersins. Sigur Assads í Aleppo mun breyta gangi alls stríðsins AFP Björgun Ljósmyndari AFP náði mynd af því þegar stjórnarhermaður hjálpaði konu í hjólastól eftir að sveitirnar brutu uppreisnarmenn á bak aftur. Allt kapp er nú lagt á að sameina Aleppo undir stjórn Assads forseta.  Her Sýrlandsstjórnar hefur náð um 85% af svæði uppreisnarmanna á sitt vald John Cantlie, breskur stríðs- fréttaljósmynd- ari sem hefur verið í haldi Rík- is íslams frá árinu 2012, kem- ur fyrir í nýju myndskeiði frá samtökunum. Í því sést Cantlie heill heilsu í Mosúl, síðasta stóra vígi Ríkis ísl- ams í Írak. Ekki er vitað hversu gamalt myndskeiðið er, en sérfræð- ingar telja það hafa verið tekið fyr- ir nokkrum vikum. Byggja þeir þá ályktun á nokkrum ónýtum brúm sem sjást í myndbandinu, en þær voru eyðilagðar í árásum Banda- ríkjahers fyrir fáeinum vikum og gátu sérfræðingar nýtt sér þá vitn- eskju til að tímasetja myndbands- upptökuna. ÍRAK Cantlie fréttaljós- myndari enn á lífi Jérôme Cahuzac, fyrrverandi fjár- lagaráðherra ríkisstjórnar François Hol- lande, hefur ver- ið dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir skattsvik og pen- ingaþvætti. Þá var Patricia Ménard, fyrrverandi eiginkona Cahuzac, einnig fundin sek og fékk hún 2 ára fangelsi fyrir þátt sinn í að fela milljónir evra á erlendum reikningum. Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og var m.a. ráðherrum í ríkisstjórn Hollande gert að greina frá fjármálum sínum og eignum. Að sögn fréttaveitu AFP áttu áð- urnefnd skattsvik sér stað á ár- unum 1993 til 2013. FRAKKLAND Fjárlagaráðherra sekur um skattsvik Norskur ríkisborgari, 66 ára gam- all karlmaður, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir barnaníð sem framið var í gegnum sam- skiptaforritið Skype á netinu, en dómur féll í máli mannsins í gær. Að sögn fréttaveitu AFP var maðurinn fundinn sekur um að hafa fengið börn í Noregi og á Filipps- eyjum til kynferðislegra athafna fyrir framan vefmyndavél og fylgd- ist maðurinn með á Skype. Í staðinn greiddi maðurinn fjölskyldum barnanna peninga. „Hann vissi að fjölskyldur fórn- arlambanna, sem öll eru undir lög- aldri, væru bágstaddar og svo háð- ar peningagjöf að hann gæti borgað fyrir,“ segir m.a. í dómi. Er talið að fórnarlömbin séu yfir 60 talsins. NOREGUR Framdi barnaníð í gegnum Skype „Þessi flugvél var tæknilega séð í full- komnu lagi og stóðst síðast ítarlega skoðun í október,“ sagði Azam Saigol, forstjóri Pakistan International Airl- ines (PIA), við fréttaveitu AFP og vís- ar í máli sínu til þess þegar farþega- flugvél PIA fórst í norðurhluta Pakistans í fyrradag. Flugvélin er af gerðinni ATR-42 Turboprop og var hún á leið frá Chitral til Islamabad þegar flug- umferðarstjórar misstu skyndilega allt samband við hana. Flugmenn sendu út neyðarkall Í fyrstu var talið að 48 væru um borð, en staðfest tala er 47 og fórust allir er vélinni var flogið inn í fjalls- hlíð. Neyðarkall barst frá vélinni skömmu áður, að sögn AFP. „Okkar helsta verk nú er að endur- heimta jarðneskar leifar þeirra sem voru um borð,“ sagði Saigol og bætti við að vélin hefði orðið alelda við brot- lendinguna og að erfitt yrði að bera kennsl á látna vegna þessa. Rannsakendur höfðu í gær borið kennsl á sex lík og var það gert með aðstoð fingrafara. Tveir eru með ríkisfang í Ástralíu og einn í Kína. khj@mbl.is Vélin stóðst nýverið skoðun AFP Slysstaður Flugvél Pakistan International Airlines skall harkalega utan í fjallshlíð og varð í kjölfarið alelda. Um borð voru 47 og létust þeir allir. Borgin Amritsar á norðanverðu Indlandi er einkum þekkt fyrir Gullna musterið þar sem hinir glysgjörnu taka jafnvel andköf. Veðrið var þó öllu drungalegra þar í gær þótt þessir krakkar létu kulda og þoku ekki á sig fá. AFP Amritsar sveipuð þoku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.