Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016
✝ Yuzuru Oginofæddist 27. júlí
1954 í Hokkaido í
Japan. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 2. des-
ember 2016.
Hann er sonur
Sadao Ogino, d. í
júní 2014, og eft-
irlifandi móður
hans, Masako Og-
ino. Yuzuru Ogino
(oftast kallaður Oggi eða Ogino)
er næstyngstur þriggja systk-
ina, en hin eru bróðirinn Kun-
ihko og systirin Setsuko.
Oggi fluttist til Íslands 1979.
Hinn 28. júlí 1979 giftist hann
Emilíu Ágústsdóttur, f. 26. maí
1960, og eiga þau eina dóttur,
Guðbjörgu Yuriko Ogino, f. 10.
október 1994. Unn-
usti hennar er Ar-
on Jörgen Auð-
unsson, f. 11. ágúst
1991. Börn þeirra
eru Emiko Erla, f.
26. janúar 2015, og
Erik Árni Ogino, f.
25. september
2016, Aronsbörn.
Ogino fór
snemma að vinna
við gæðaeftirlit á
fiski fyrir japanska kaupendur
sjávarafurða. Ogino var sjálf-
stætt starfandi við gæðaeftirlit
nær alla sína tíð bæði hér á landi
sem og erlendis.
Útför Yuzuru Ogino fer fram
frá Grindavíkurkirkju í dag, 9.
desember 2016, og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Yuzuru Ogino kom til Íslands
fyrir nærri 40 árum til að gera út-
tekt á loðnuvinnslu Íslendinga
fyrir japanska innflytjendur. Hér
hitti hann systur mína Emilíu
Ágústsdóttur og þau giftust
skömmu síðar. Það var afar far-
sælt hjónaband.
Hann var alltaf kallaður Oggi
og nefndi fyrirtæki sitt því nafni.
Hann starfaði lengst af við svipuð
verkefni og leiddu hann til Ís-
lands og ferðaðist víða um Evr-
ópu og Norður-Ameríku fyrir
japönsk fyrirtæki sem fluttu inn
sjávarafurðir.
Oggi var einstakt ljúfmenni,
kurteis og háttvís eins og Japana
er siður, en að auki hlýr, einlæg-
ur, hógvær og gæddur fágaðri
kímnigáfu.
Það eru grimm örlög sem
ræna okkur svo góðu fólki sem
Ogga löngu áður en við héldum
að tími væri kominn til að kveðja
jarðlífið. Öldruð móðir hans í
Hitachi í Japan kom til Íslands
fyrir nokkrum vikum til að vera
viðstödd skírn langömmubarns
og til að kveðja son sinn.
Ogga er sárt saknað en mestur
er missir Emmu, dótturinnar Yu-
riko, tengdasonarins Arons Jörg-
ens og barnabarnanna tveggja
sem aldrei fá að kynnast afa sín-
um, þessum einstaka manni.
Blessuð sé minning Yuzuru
Ogino, minning þín lifir.
Bogi, Jónína María,
Þórunn Elísabet og
Jónína Guðný.
Aldarfjórðungur er liðinn frá
því ég átti því láni að fagna að
kynnast Ogino, þar sem leiðir
okkar lágu saman við markaðs-
setningu á sjávarafurðum. Þegar
í stað tókst með okkur mikill og
einlægur vinskapur og störfuðum
við náið saman við gæðaeftirlit og
gæðaúttektir fyrir okkar erlendu
viðskiptavini. Ogino var einn af
mínum allra bestu og traustustu
vinum og man ég ekki til þess að
nokkurn tíma hafi orðið ágrein-
ingur okkar á milli, enda treystu
okkar kaupendur honum best til
að gæta hagsmuna sinna hér á
landi. Góður vinur er farinn, en
minningin lifir og er ég einstak-
lega þakklátur fyrir allt sem
hann kenndi mér í þessu lífi, þín
verður sárt saknað.
Samúðarkveðjur sendi ég fjöl-
skyldunni með þessum orðum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Birgir Örn Arnarson.
Það er djúp sorg og söknuður
að kveðja vin okkar Ogino-san.
Kveðjustundin kom svo skyndi-
lega og allt of fljótt.
Á myndinni af þér sem birtist í
huga okkar ertu brosmildur,
brúnn, sællegur, kurteis og
íþróttamannslegur í fasi. Þú
komst hingað til Íslands sem eft-
irlitsmaður japanskra loðnu-
kaupenda í þeim tilgangi að safna
fyrir framhaldsnámi í kvik-
myndagerð í Bandaríkjunum eft-
ir að hafa lokið grunnnámi á
sömu námsbraut í Japan.
Þessi ferð var örlagarík því þið
Emma funduð hvort annað. Það
varð ekki úr Ameríkuferð þinni
heldur settist þú að á Íslandi frá
janúar 1979. Þú tileinkaðir líf þitt
starfi í tengslum við viðskipti
sjávarfangs milli Japans og Ís-
lands í mörg ár. Þú varst vinnu-
samur, tillitssamur og heiðarleg-
ur. Þú stofnaðir fyrirtæki með
vini þínum og þið skiluðuð góðu
verki. Þú varst auðmjúkur, um-
hyggjusamur, hjálpsamur og tal-
aðir kurteislega við yngri og
eldri. Við vorum eins og ein fjöl-
skylda. Þér fannst alveg sjálfsagt
að gleðja okkur Japana með
loðnusendingum. Því loðna
fékkst ekki í fiskbúðum. Stund-
um þurrkaðir þú sjálfur loðnu á
japanskan hátt fyrir okkur og við
héldum okkar „loðnuþorrablót“
saman. Við urðum einnig aðnjót-
andi þess að fá aðrar fisktegundir
sem við kunnum að meta.
Fyrir fáeinum árum skiptir þú
um starfsvettvang. Þú hættir
fyrra starfi og fórst að starfa við
ræktun grænmetis og sinntir því
starfi með fjölskyldu þinni. Allt
sem þú tókst að þér, gerðir þú
vel.
Þið Emma voruð samlynd og
glöð hjón. Þegar þú talaðir um
Emmu þína gátum við skilið hvað
þú elskaðir hana mikið, þó að þú
talaðir alls ekki beint um það. Svo
fæddist Yuriko, dóttir ykkar.
Hún er ykkar gleðigjafi.
Þegar þú talaðir um Yuriko
geislaðir þú alltaf af gleði og
elsku. Þegar þú sagðir frá því að
hún ætlaði að hefja japönskunám
í háskólanum ljómaðir þú af
stolti. Þetta gladdi þig mjög mik-
ið. Gleði, stolt og bros skein alltaf
úr andliti þínu þegar þú talaðir
um Yuriko. Aron hennar Yuriko
bættist við ykkar fjölskyldu. Svo
bættust við tvö barnabörn,
Emiko og Erik Árni. Þá varðstu
afalegur allt í einu eins og þú
hefðir alltaf verið afi. Þú hafðir
yndi af því að fylgjast með barna-
börnunum með Emmu, Yuriko og
Aroni.
Emma er úr stórri fjölskyldu
komin. Þú sagðist taka þér tíma
til að læra öll nöfnin á frændum
og frænkum hennar. Það mynd-
aðist sterkt band milli þín og
stórfjölskyldu hennar sem varð
einnig þín fjölskylda á Íslandi.
Emmu þinni fannst þú stundum
vera orðinn meiri Íslendingur en
hún sjálf. Þú varst ánægður að
vera hér á Íslandi.
Kæri Ogino-san, á kveðju-
stundinni þökkum við þér inni-
lega fyrir allt.
Megi allar góðar stundir og
fallegar minningar um þig hugga
og ylja hjörtu fjölskyldna þinna í
sorginni og söknuði á Íslandi og í
Japan. Við söknum þín.
Frá gömlu vinum þínum,
Asako, Iura, Mayumi,
Miyako,
Sari, Toshiki, Yamagata,
Yayoi, Yoko, Walter og
fjölskyldum.
Minn kæri vinur, Ogino, féll
frá eftir stutt og erfið veikindi.
Ég kynntist Ogino fyrir 30 árum
og hafa vegir okkar legið saman
allan þann tíma á einn eða annan
hátt.
Margt kenndi hann mér á okk-
ar árum saman. Var gott að ræða
við hann og fræðandi að ræða við
hann hvort það var heimspeki,
trú eða menning. Skilningur
minn á landi hans og menningu
útvíkkaði minn sjóndeildarhring.
Hægur var hann við kynningu en
sterkur og mikill karakter þegar
hann hleypti fólki að sér.
Ogino sá um gæðaeftirlit á
fiski sem fór til Japans héðan frá
Íslandi svo og frá Kanada og
Noregi. Sá hann til þess að gæða-
skráning og eftirlit væri í sam-
ræmi við kröfur þar um.
Allir vissu, hvort sem það var
seljandi eða kaupandi, að ef Og-
ino skrifaði upp á skýrsluna þá
var það næg trygging fyrir að
gæðin voru rétt skráð. Ogino var
einnig umboðsmaður túnfisk-
skipanna sem hingað komu til
lands en vildi lítið láta á því bera
hvert hans hlutverk var í að tún-
fiskveiðar voru hafnar hér í norð-
urhöfum.
Heiðarleiki og reglufesta voru
aðalsmerki Ogino. Einu skiptin
sem ég sá hann reiðast var þegar
hann sá óheiðarleika eða slóða-
skap hjá mönnum. Einnig sárn-
aði honum þegar sagðar voru nei-
kvæðar fréttir frá Japan, því
vænt þótti honum um sitt föður-
land. Sá ég að hann skammaðist
sín fyrir landsmenn sína sem
uppvísir voru að spillingu og
verst þótti honum ef einhver Jap-
ani var að gera eitthvað af sér hér
á landi.
Alltaf leið okkur vel saman og
það var gott að hlæja með Ogga.
Hafði hann gaman af kynlegum
kvistum og sá alltaf það spaugi-
lega við hlutina. Eitt atvik rifj-
uðum við oft upp. Þá vorum við
saman á Kanarí með fjölskyldum
okkar í sumarfríi. Eitthvað vor-
um við að tala saman hlæjandi en
þá kemur maður til okkar og spyr
okkur til vegar. Þar sem hann var
hlusta á okkur hvert hann ætti að
fara segir hann skyndilega: „Er-
uð þið bræður?“ Horfðum við þá
hvor á annan og sögðum samtím-
is: Já.
Mikið á ég eftir að sakna Ogino
því fallinn er frá mikill og góður
vinur. Ég veit ekki hvor hefur
rétt fyrir sér, ég eða hann, með
okkar barnatrú á Búdda eða
Krist. En samt er ég sáttur við ef
við fáum að hlæja saman aftur
með þeim báðum.
Sendi ég Emelíu, Yuriko og
fjölskyldu mína innilegustu sam-
úðarkveðju. Þakka þér, Ogino,
fyrir vinskapinn og tímann okkar
saman.
Svanur Guðmundsson.
Yuzuru Ogino
✝ Vilborg Guð-rún Víglunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1942. Hún and-
aðist á Landspít-
alanum 23.
nóvember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Þórhildur
Sveinsdóttir, f. 16.
mars 1909 á Hóli í
Svartárdal í Húna-
vatnssýslu, d. 7. apríl 1990, og
Víglundur Gíslason verkamað-
ur, f. 23. ágúst 1902 á Kalastöð-
um á Stokkseyri, d. 28. mars
1977. Fósturmóðir Vilborgar
var Guðrún Margrét Andr-
ésdóttir, f. 17. janúar 1896 á
Búrfellshóli í Svínadal í Húna-
Kristínu Kristinsdóttir og eiga
þau þrjú barnabörn. 2) Albert, f.
21. júlí 1961, kvæntur Ólöfu
Ernu Ólafsdóttur, eiga þau þrjú
börn og þrjú barnabörn. 3) Birg-
ir, f. 15. febrúar 1966, kvæntur
Kristjönu Schmidt, þau eiga
þrjár dætur og eitt barnabarn.
4) Guðrún Ósk, f. 15. mars 1968,
gift Jóhanni Ólafssyni, eiga þau
tvo syni. 5) Þórhildur, f. 23. júlí
1971, í sambúð með Halli Egils-
syni, eiga þau tvo syni, fyrir átti
hún eina dóttur, Hildi Hörpu
með Hilmari Þór Davíðssyni og
eru þau bæði látin. Gísli átti fyr-
ir Arndísi, f. 10. mars 1959, gift
Ingva Þór Ástþórssyni, þau eiga
þrjá syni og tvö barnabörn. Vil-
borg ólst upp á Laugarvegi og
gekk í Austurbæjarskóla. Vil-
borg starfaði lengst af sem hús-
móðir ásamt því að starfa sem
dagmóðir. Um árabil starfaði
hún á Borgarbókasafninu í
Þingholtsstræti.
Útför Vilborgar fór fram í
kyrrþey 1. desember 2016.
vatnssýslu, d. 25.
mars 1991. Systkini
Vilborgar eru El-
ísabet María, f. 28.
júní 1933, Gísli, f.
25. ágúst 1935,
Davíð Georg, f. 17.
júní 1945, d. 4. sept-
ember 1947, hann
lést ungur af slys-
förum. Vilborg
eignaðist einnig
stjúpsystur: Sig-
urlín Ellý, f. 5. janúar 1943. Vil-
borg giftist Gísla Albertssyni
húsasmíðameistara, f. 10. mars
1936, d. 14. ágúst 2009. Börn
þeirra eru Víglundur, f. 13.
mars 1960, kvæntur Yuka
Yamamoto, þau eiga einn son.
Áður átti hann fjögur börn með
Kærleikurinn er eitthvað sem
okkur var sýnt og kennt í æsku.
Gjafir frá góðu fólki. Tilfinningar
sem gáfu okkur hugrekki til að
halda út í heiminn og elta eigin
hamingju og drauma.
Amma gaf okkur lífið, hún ól
upp og passaði börnin sín og
hjarta hennar óx með hverju
barni og barnabarni.
Dýrmætustu gjafir sem ég hef
erft frá henni eru tungumál hjart-
ans og tímaleysi.
Tungumálið sem gefur okkur
hugrekki til að komast í gegnum
sorgir og erfiðleika. Að tala fal-
lega til og um fólkið sem við elsk-
um svo því líði vel.
Heima hjá ömmu var önnur
tíð. Ró hennar gaf mér pláss til að
vera ég sjálf. Ekkert stress eða
læti, enginn að drífa sig að ná ein-
hverju. Því ekkert var mikilvæg-
ara fyrir henni en að njóta þess
mikilvægasta í lífinu. Tvær sálir
sem elskuðu hvor aðra skilyrðis-
laust.
Kærleiksrík augu hennar gáfu
til kynna hlutverk hennar sem
móður, ömmu og langömmu. Hún
var kurteis hrakfallabálkur sem
ekki vildi skulda neitt, tilfinninga-
söm og oft utan við sig í eigin
heimi. Augun hennar ljómuðu af
djúpri visku, gleði, góðvild, og
með tímanum meiri sorg og
áhyggjum, en allt þetta gerði
hana að víðsýnni og skilningsríkri
manneskju.
Hún var bara ekki alltaf opin
um eigin tilfinningar eins og flest-
ar mæður og ömmur eru. Hún
vildi aldrei að neinn hefði áhyggj-
ur af sér eða hefði fyrir sér, en
hún var mannleg. Og eins og við
öll höfum leitað leiða til að deyfa
þjáningar okkar gerði hún það
líka og ég skil hana vel. Erfiðleik-
ar eru alltaf hluti af lífinu og hún
vissi það, hún hafði upplifað svo
margt erfitt en nýtti reynslu sína
öðrum til huggunar.
Amma kenndi mér að sjá heim-
inn, að sjá bakvið hlutina, dýpra
og njóta augnabliksins. Þegar ég
var barn horfði hún svo djúpt í
sálina mína, með virðingu og
brosi. Hún hafði alltaf tíma til að
hlusta og hún dæmdi mig aldrei.
Hún kenndi mér að upplifa
náttúruna, skýin, rigninguna, sól-
ina, hafið … allt var svo stórkost-
legt þegar hún setti ný orð á allt,
fallegan söng, eða leik og list.
Enginn þekkti hana eins vel og
afi. Það sem þau áttu var ein-
stakt. T.d sumarhúsið þeirra í Ei-
lífsdal, þar sem þau nutu alls þess
besta í lífinu. Alls þess sem þau
elskuðu. Fjölskyldunnar, náttúr-
unnar, vina og sinnar eigin sköp-
unar. Hún elskaði og saknaði afa.
Ég sá það í augunum hennar þeg-
ar við töluðum um liðna tíma.
Dýrmætar minningar sem hún
varðveitti af mikilli umhyggju.
Við spjölluðum oft um lífið og
Guð. Amma trúði og bar alltaf
fyrir brjósti bestu von um allt og
alla. En hún var hrædd.
Eins og við öll erum hrædd.
En hún var göldrótt í þeim
skilningi að jafnvel þótt hún sjálf
stæði við dauðans dyr, huggaði
hún mömmu mína.
Hún skildi tungumál ástarinn-
ar og nú höfum við erft það. Gald-
urinn er bara að þora að elska, því
það er svo vont stundum.
Ást hennar hefur fimmfaldast
eftir að hún kvaddi, því hlutverk
hennar hefur erfst áfram til
barnanna hennar. Ljós sem lýsir í
gegnum kynslóðir frá hjartanu
hennar.
Ég sé hana í ykkur, gleðst yfir
að við eigum hvert annað. Því ást-
in snýst ekki um að fá, heldur að
gefa þeim sem við elskum eitt-
hvað svo þeim líði vel og hafi það
gott.
Og þá er eins og allt sé í lagi, í
smástund allavega.
Ég vil taka áhættuna og elska,
amma mín, að þinni fyrirmynd.
Ég sendi þér mína hinstu
kveðju út í eilífðina, þar til leiðir
okkar mætast að nýju.
Takk fyrir að kenna mér
tungumál hjartans.
Elska þig af öllu mínu hjarta,
elsku amma.
Vilborg Lilja Albertsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Höf. Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Guðrún Ósk.
Elsku Gunna mín, eða Gunna
systir eins og ég kallaði þig alltaf.
Það er sárt að kveðja þig. Við átt-
um svo margar yndislegar minn-
ingar saman. Við vorum bara tíu
ára, þú í október og ég í janúar
þegar pabbi þinn og mamma mín
giftu sig og ég fluttist inn til ykk-
ar á Laugaveg 84. Ég var full til-
hlökkunar að eignast alvöru fjöl-
skyldu, þrjú systkini á einu
bretti. Ég var einkadóttir
mömmu og hafði lengi þráð að
eignast systkini. „Ellý, guð,
manstu þegar við vorum með
slæðurnar inni í stofu?“ Þetta var
eitt af símtölunum sem við áttum
núna nýlega, þar sem við vorum
að rifja upp gamla daga. Bíóhúsin
voru þarna allt um kring,
Stjörnubíó, Austurbæjarbíó og
Hafnarbíó og við nutum þess að
fara í bíó. Eftirminnileg er
„Frumskógarstúlkan“, þá lögð-
um við undir okkur stofuna þegar
heim kom og svifum um með
slæður upp á borð og stóla eins og
frumskógarstúlkan í trjánum.
Fórum mörgum sinnum á þá
mynd, enda kostaði ekki mikið í
bíó þá, aðeins eina eða tvær krón-
ur. Við fluttum frá Laugavegin-
um á Hverfisgötu 70 í hús sem
mamma átti. Þú og frænka voruð
í risinu og við mamma og Víg-
lundur niðri.
Mér er minnisstætt þegar við
tvær fórum í bæinn á hverju
kvöldi í heila viku í ágúst – á af-
mælisári Reykjavíkurborgar
1986. Yndislegar minningar, hit-
inn var um 15-17 gráður alla daga
og við nutum þess að labba niðri í
bæ.
Við hringdum reglulega hvor í
aðra og ræddum bækurnar sem
við vorum að lesa og bíómyndir
og sjónvarpsþætti. Við höfðum
svo líkan smekk, enda léstu mig
alltaf vita ef þú varst að lesa góða
bók, þá vissirðu að mér myndi
finnast hún skemmtileg líka. Ég
gæti haldið endalaust áfram en
læt hér staðar numið.
Ég sé þig fyrir mér umvafða
ástvinum þínum og þú laus við all-
ar þjáningar sem hafa hrjáð þig
undanfarin ár.
Ég votta börnum þínum og
fjölskyldum innilegustu samúð
mína.
Friður sé með þér, elsku
Gunna mín.
Ellý systir.
Vilborg Guðrún
Víglundsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað.
Minningargreinar