Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 3. janúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 fimmtudaginn 22. desember. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. Enn eru Rúvstjórnarviðræðurnar farnar af stað. Og hvað gerist? Það er nánast hlægilegt að hlusta á Birgittu segja í sjónvarpinu, að það þurfi að koma hér ríkisstjórn, sem getur setið heilt kjörtímabil! Hvers lags þvæla er þetta eiginlega? Þetta fólk kom í veg fyrir, að þessi stjórn, sem nú heitir starfsstjórn, gæti setið heilt kjörtímabil. Stjórn- in hefði gert það, ef stjórnarand- staðan hefði ekki verið svona æst í kosningar í haust, svo að þeim ferst ekki að tala svo, sem þeir gera. Við kjósendur kærum okkur ekkert um þessa stjórn, sem er verið að reyna til þrautar að mynda úr þessum fimm smáflokkum. Hvað er líka Katrín Jakobsdóttir að meina? Í öðru orðinu segist hún ekki hafa trú á fimmflokkaríkisstjórn, en í hinu orðinu er hún reiðubúin til að taka þátt í þeirri vitleysu. Er hægt að treysta svona manneskju í stjórnmálum, sem talar tungum tveim og sitt með hvorri? Hún ætti að hugleiða það, áður en hún segir mikið meira en hún hefur gert. Starfsstjórnin getur alveg setið til vors. Þá ættu aðrar kosningar að fara fram. Það væri farsælast. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvaða þvæla er þetta í Pírötum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarviðræður Er hægt að treysta þeim í stjórn- málum, sem tala tungum tveim og sitt með hvorri? Þann 1. desember síðastliðinn féll merki- legur dómur í Hæsta- rétti Íslands. Var það dómur í máli nr. 360/ 2015, hinu svokallaða verðsamráðsmáli gömlu Húsasmiðj- unnar, nú Holtavegs 10, og Byko. Dóm- urinn er merkilegur fyrir þær sakir að í honum er ein- staklingur í fyrsta skipti dæmdur til refsiábyrgðar á grundvelli 41. gr. a. samkeppnislaga. Er um að ræða dóm sem ætti að hafa mikið fordæmisgildi í frekar sjaldgæfum málaflokki. Umfjöllun um málið hefur verið nokkur og hefur verj- andi eins ákærða í málinu m.a. lýst því yfir að til skoðunar sé að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Höfundur lætur skoðun sína á því eftir liggja en þó má telja margt athyglivert í málinu. Mætti þar m.a. nefna að grundvall- arreglur sakamálaréttarfars virðast hafa verið brotnar í tvígang við meðferð málsins. Annars vegar við hlerun símtala sakborninga og hins vegar við skýrslutöku fyrir héraðs- dómi. Þá er, eins og fram hefur komið í máli verjanda í málinu, túlkun réttarins á refsiákvæði lag- anna heldur rúm en almennt sæta refsiákvæði ekki rúmri skýringu. Það sem á hinn bóginn helst vakti athygli höfundar er þó 5. lið- ur VI. kafla dómsins. Í kaflanum eru rakin samskipti S og K innan gömlu Húsasmiðjunnar en báðir voru þeir starfsmenn fyrirtækisins á ákærutímabilinu. Um er að ræða tvö símtöl sem áttu sér stað og heimfærir rétturinn háttsemina uppá 41. gr. a. samkeppnislaga, sbr. 10. gr. laganna og segir að með því að hvetja undirmenn sína til þess að hefja eða taka þátt í verðsamráði hafi þeir gerst brot- legir við umrædd ákvæði. Hvað þetta varðar þarf nauðsynlega að líta til gildissviðs 10. gr. laganna en eins og ítrekað kemur fram í dóm- inum þá er refsiákvæðið byggt á þeirri grein. Verður, samkvæmt dóminum, að líta til greinarinnar við afmörkun á því hvað telst refsi- vert samkvæmt refsiákvæðinu. Óumdeilt er að 10. gr. samkeppn- islaga gildir aðeins um háttsemi á milli fyrirtækja. Þá kemur skýrt fram í frumvarpi til breyt- inga á eldri samkeppn- islögum að háttsemin þurfi jafnframt að vera tvíhliða. Hæsti- réttur hefur þá einnig staðfest í dómum sín- um að 10. gr. laganna taki óumdeilanlega að- eins til háttsemi milli fyrirtækja. Þannig er ljóst að háttsemi sem á sér aðeins stað innan fyrirtækis á milli starfsmanna þess fellur ekki undir greinina. Þegar háttsemi sú sem Hæsti- réttur sakfellir S og K fyrir er skoðuð nánar er augljóst að hátt- semin átti sér einungis stað innan gömlu Húsasmiðjunnar. Samkvæmt réttinum var um að ræða hvatn- ingu yfirmanna fyrirtækisins til undirmanna hins sama fyrirtækis. Slík háttsemi hefur almennt ekki verið talin falla undir 10. gr. lag- anna sem sjálfstætt brot á sam- keppnislögum enda ekki um að ræða tvíhliða háttsemi á milli keppinauta. Af dóminum má því ráða að túlka megi ákvæði 41. gr. a., þ.e. refsiákvæði laganna, rýmra en ákvæðið sem greinin er byggð á, þ.e. 10. gr. laganna. Refsiábyrgð laganna nær því ekki aðeins til þess þegar keppinautar eiga í tví- hliða samskiptum sín á milli heldur einnig til þess þegar starfsmenn fyrirtækis eiga með sér samskipti innan fyrirtækisins, svo sem með símtölum úr vinnusímum eða tölvupóstsamskiptum. Niðurstaðan er áhugaverð svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Hin víðtæka refsiábyrgð samkeppnislaga Eftir Magnús Ingvar Magnússon »Refsiábyrgð laganna nær því ekki aðeins til þess þegar keppi- nautar eiga í tvíhliða samskiptum sín á milli heldur einnig til þess þegar starfsmenn fyrir- tækis eiga með sér sam- skipti innan fyrir- tækisins … Magnús Ingvar Magnússon Höfundur er meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Viðskiptamogginn alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.