Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 29

Morgunblaðið - 09.12.2016, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Það var ávallt unun að fylgjast með þeim skötuhjúum í leik og starfi. Svo skemmtilega sam- rýnd, sem einn maður. Samt al- veg án þess að skyggja á sér- kenni einstaklinganna, skagfirsk lífsgleði Leifs og hlýtt og fágað yfirbragð heimsborgarans Svölu. Óborganleg blanda, og við lærð- um margt sem mun fylgja okkur það sem eftir er enda ótrúleg for- réttindi okkar allra að fá að kynn- ast þessari fallegu og yndislegu konu. Að leiðarlokum þökkum við fyrir allar góðu stundirnar. Elsku Leifur, Íris og Birgir Leifur, megi góður Guð styrkja ykkur og vera með ykkur á þessum erfið- um tímum. Fyrir hönd Loftleiða fyrr og nú, Guðni Hreinsson, Árni Hermannsson, Sigþór Einarsson. Glæsileg, hlý, með góða nær- veru og fór um af hógværri reisn. Þannig var Svala. Við fjölskyldan nutum þessara eiginleika hennar og líka allir þeir farþegar sem Svala sinnti á löngum ferli sínum sem flugfreyja en það var hennar starfsvettvangur alla tíð. Það var gott að sækja Svölu og Leif heim. Gilti einu hvort það var í Melgerðinu, glæsilegri íbúð þeirra í Garðabæ eða litla, hlý- lega húsinu sem þau höfðu fyrir fáeinum árum eignast hér á Krók. Hverjum og einum var sinnt sérstaklega, sama á hvaða ald- ursskeiði, allir fengu athygli og var það þeim Svölu og Leifi eðl- islægt og áreynslulaust. Þau voru skemmtilega ólík en flott saman. Þegar við kynntumst Svölu hafði hún ekki farið varhluta af áföllum í lífinu. Við fyrstu kynni var okkur ljóst einstakt mæðgna- samband þeirra Írisar. Það var og er fallegt. Enn reyndi á þraut- seigju og einurð Svölu þegar hún veiktist af langvinnum sjúkdómi sem tók sinn toll. Þar stóðu þau þrjú, Svala, Leifur og Íris, saman sem eitt og Leifur, vakinn, sofinn og drífandi. Svala flíkaði ekki tilfinningum sínum eða líðan, hún tók þennan slag af ótrúlegu æðruleysi og baráttuþreki. Sennilega var okk- ur ekki alltaf ljóst hversu illa hún var haldin. Við kveðjum Svölu með hlýju, væntumþykju og þakklæti. Megi ljúfar minningar vera Leifi, Írisi og Birgi Leifi styrkur. Ásdís Hermannsdóttir, Árni Ragnarsson. Undanfarin ár höfum við vin- konur Svölu hist reglulega í kaffi á Nauthóli þar sem við höfum spjallað um allt milli himins og jarðar. Að sjálfsögðu rifjuðum við oft upp skemmtilega atburði úr fluginu þar sem við störfuðum saman í mörg ár og margs var að minnast, enda af mörgu að taka. Okkar samverustundir voru alltaf ánægjulegar, enda hlökk- uðum við alltaf til að hittast. Svala hafði einstaka hæfileika til að láta fólki í kringum sig líða vel. Þrátt fyrir veikindi sín kvartaði hún aldrei, hún var hlý, gefandi og líka alveg sérstaklega glæsi- leg. Vinskapur Emmiar og Svölu var lengri en okkar hinna, en hann hófst þegar þeim var falið það verkefni að hefja sölu á toll- frjálsum vörum um borð í flug- vélum Flugleiða. Það krafðist að sjálfsögðu margra ferða til út- landa en í einni af mörgum ferð- um þeirra til Mílanó átti Emmi afmæli. Svala gladdi hana með afmæl- isgjöf og Emmi ætlaði að þakka fyrir sig með því að bjóða Svölu í kvöldverð á góðan veitingastað. Kvöldið heppnaðist mjög vel, þangað til reikningurinn kom en Emmi hafði gleymt peningavesk- inu á hótelinu, þannig að Svala þurfti að borga. Mikið var hlegið. Við vinkonurnar höldum áfram að hittast og Svala verður alltaf með okkur í anda. Við sendum Leifi, Írisi Lönu, Birgi Leifi og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Christel, Emmi, Ingibjörg, Nanna, Sjöfn, Þórdís. Það syrtir að er vinir kveðja. Stórt skarð er höggvið í hóp okk- ar vinkvenna til áratuga við frá- fall Svölu Guðmundsdóttur. „Glæsileikinn minnkar ekki þótt árunum fjölgi,“ sagði einn aðdáandi hennar úr hópi farþega eitt sinn er hann gekk frá borði. Og ekki var orðum aukið að Svala væri glæsileg kona, hvar sem á hana var litið. Hún bjó að traustu uppeldi í heimahúsum, sem mót- aði réttsýni hennar, hógværð og góðvild í garð alls sem lífsanda dregur. Við sem fengum að njóta vin- áttu hennar um áratuga skeið er- um til vitnis um mannkosti henn- ar, góðar gáfur og útgeislun sem enga lét ósnortna er henni kynnt- ust. Um Svölu má segja líkt og um þjóðskáldið Matthías á sinni tíð að „það birti í stofunni“ er hún kom inn. Rödd hennar ómar í eyrum, margt eitt vísdómsorð hennar brenndi sig í vitundina og útgeisl- unin af persónu hennar verður okkur ljós á vegum og lampi fóta um ókomna tíð. Svala var sannkölluð hefðar- kona, bar sig ávallt vel og flíkaði ekki sorgum sínum á torgum. Fyrri mann sinn, Birgi Örn Jóns- son, missti hún í sviplegu flug- slysi og stóð þá ein með litla dótt- ur þeirra, Írisi Lönu. En Svala óx við þá raun og kom dóttur sinni vel á legg og ber Íris uppeldi móður sinnar fagurt vitni. Nýja gæfu fann hún í seinni manni sín- um, Leifi Ragnarssyni, sem reyndist þeim mæðgum stoð og stytta alla tíð. Við, vinkonur hennar, þökkum áratuga vináttu, elsku hennar og hlýju. Elsku Íris, Birgir Leifur og Leifur. Missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Saumaklúbbssysturnar, Eva, Margrét, Sigríður og Steinunn. Við fráfall Svölu hrannast minningarnar upp. Svala byrjaði að fljúga 1963, hún var ein af glæsilegustu flugfreyjum Flug- félags Íslands enda voru blöðin á eftir henni til að fá viðtal og birta „dag í starfi flugfreyju“. Svala varð mjög fljótt ein af vinsælustu flugfreyjum, eins og áður sagði fyrst hjá Flugfélagi Íslands, svo Flugleiðum og síðast Icelandair. Við sem fengum að vinna með Svölu vorum ekki leið- ar þegar við sáum á skránni að við vorum með henni í flugi, seinna meir fengu sumar okkar að njóta þess að vinna með dóttur hennar. Svala giftist Birgi Erni Jóns- syni 1967. Svala kynntist því fljótt að lífið er ekki bara dans á rósum, nei hún þurfti að taka á sig mikla sorg sem ung kona þeg- ar hún missti manninn sinn hann Birgi en hann dó í flugslysi 1970. Þá áttu þau Írisi Lönu sem var á öðru ári og hún varð í raun tang- arhald í lífi Svölu enda elskaði hún Írisi meira en nokkuð annað. Svala heldur áfram að fljúga og ala upp dóttur sína og þeir sem þekkja Írisi Lönu vita að Svölu tókst vel upp við það verkefni. En hún átti eftir að hitta hann Leif, hann kom, sá og sigraði ekki bara Svölu heldur líka Írisi Lönu. Þau Leifur og Svala bjuggu sér falleg og notaleg heimili hér í Reykja- vík en í nokkur ár hafa þau átt sumarhús á Sauðárkróki og nutu þess að vera þar, en þaðan er Leifur ættaður. Svala hefur átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma en það vildi hún ekki tala um. Ég var svo heppin að geta kall- að mig vinkonu Svölu, ég vil þakka henni samfylgdina og allar góðu stundirnar sem við áttum saman um leið og við Ottó send- um Leifi, Írisi Lönu og barna- barninu Birgi Leifi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ottó og Bryndís Guðmundsdóttir. Með sorg í hjarta sest ég niður og skrifa minningarorð um mína elskulegu Svölu frænku sem nú er fallin frá eftir erfið veikindi. Þú varst baráttukona og Nönnu- götuþrjóskan var ríkjandi í þér. Það var mikill og góður vin- skapur milli mömmu minnar og Svölu systur hennar og ferðuð- umst við mikið saman þegar ég var á barnsaldri. Það var mjög spennandi að fylgjast með hvað kom upp úr kæliboxinu, alltaf eitthvað spennandi og framandi frá Ameríku. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Svölu og Leifs í Meló. Lítið stelpuskott fylgdist með öllu sem fram fór, Svala var að fara í flug: skyrtan staujuð, neglurnar lakkaðar, hárið óað- finnanlega uppsett, skórnir púss- aðir, allt var þetta sveipað mikl- um ævintýraljóma … ég tel að allt þetta hafi haft þó nokkur áhrif á að ég gerði flugfreyj- ustarfið að mínu ævistarfi. Þú varst alltaf aðalpæjan, með smitandi og dillandi hláturinn. Aldrei heyrði maður þig kvarta þrátt fyrir að veikindi þín hafi tekið nokkuð mikið frá þér síð- ustu árin. Við fórum oft saman út að labba og þá þótti þér gaman að fara yfir það nýjasta úr flotan- um … Það var gaman að fylgjast með fallega sambandi ykkar Írisar Lönu, samrýndari mæðgur er erfitt að finna. Elsku Svala mín, takk fyrir alla göngutúrana og ég er viss um að þú munt fljúga með mér um loftin blá á komandi misserum. Kæri Leifur, Íris Lana og Birgir Leifur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hvíl í friði, elsku Lala Tanta. Þín Guðlaug Elfa. Við kveðjum hér kæra vinkonu okkar, Svölu Guðmundsdóttur. Lengi hélt ég í vonina um að hún hefði betur gegn óvægnum sjúk- dómi, en sú von brást. Ég kynntist Svölu þegar ég var 14 ára unglingsstelpa, þar sem ég hafði fengið sumarvinnu í Tjarnarbíói sem sætavísa. Svala var þar fyrir í miðasölunni og tók mig upp á sína arma og leiðbeindi mér á alla vegu. Seinna, eða árið 1966, lágu leiðir okkar aftur sam- an og að þessu sinni hjá Flug- félagi Íslands, þar sem hún tók aftur við mér og leiðbeindi mér öðru sinni og áfram störfuðum við hjá Flugleiðum og loks Ice- landair. Þetta eru orðin allmörg ár. Svala var stórglæsileg kona sem allir tóku eftir. Hún var dugnaðarforkur í vinnu og spar- aði sig hvergi. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman og gott að eiga þær allar í minn- ingabankanum. Það var okkur Svölum síðan ómæld gleði þegar hún kom til liðs við okkur fyrir nokkrum árum. Við kveðjum hana nú með miklum söknuði og þökkum henni samfylgdina. Við sendum Leifi, Írisi Lönu og Birgi Leifi okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Fyrir hönd Svalanna, Guðrún Ólafsdóttir, form. Svalanna. ✝ Ómar Ægissonfæddist í Reykjavík 29. jan- úar 1956. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 28. nóv- ember 2016. Foreldrar hans voru Ástþór Ægir Gíslason, f. 25. september 1932, d. 8. mars 1990, og Sólveig Jónsdóttir, f. 15. júlí 1936, d. 19. júní 1995. Systkini Ómars eru: Jón Guðni, f. 16. febrúar 1957, Gísli Theodór, f. 31. mars 1982, sambýlismaður Egill Örn Sverrisson. Börn þeirra eru Sigurrós og Svan- hildur Inga. 3) Bragi Þór Óm- arsson, f. 15. ágúst 1985. 4) Ar- nika Clausen, f. 21. september 1999. Fósturbörn Ómars eru: 1) Gunnhildur Guðnadóttir, f. 20. maí 1977, gift Pétri Hann- essyni, börn þeirra eru Ragn- heiður Helga, Sigurbjörg Birta og Þuríður Guðrún. 2) Haukur Gunnar, f. 4. febrúar 1979. Þann 9. apríl 2016 kvæntist Ómar Vipada Gairach, f. 31. júlí 1985. Barn hennar er Sivat Gairach. Útför Ómars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 9. des- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. 16. maí 1958, d. 3. október 2010, Álf- heiður Hulda, f. 4.0 apríl 1959, Guðný, f. 21. desember 1962, Svala Lind, f. 27. október 1970. Börn Ómars eru: 1) Sólveig Dröfn, f. 6. mars 1976, gift Jakobi Þór Jak- obssyni, börn þeirra eru þrjú: a) Þórunn Eydís, sambýlismaður Benedikt Páll og barn þeirra er Klara Dís. b) Berglind Elma. c) María Karen. 2) Elín Dögg, f. Í dag kveðjum við elsku pabba sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Söknuðurinn er sár, minningarnar margar og dýr- mætar. Pabbi var léttur í lund, mikill húmoristi og naut þess að grín- ast. Voru því samverustundir með honum skemmtilegar. Hann lagði sig fram við að sjá til þess að við skemmtum okkur þegar við vorum hjá honum á yngri árum og í ferðalögum. Hann hafði gam- an af því gefa okkur það sem okk- ur langaði í og naut þess að gleðja okkur systkinin eins og honum var lagið. Ómetanlegar eru minningarn- ar á þessu ári. Eins og þegar hann kom til mín á spítalann eftir að ég átti Svanhildi, þegar hann hélt henni undir skírn og öll þau skipti sem hann kom í heimsókn til mín til að hitta hana. Eftir að hann veiktist í haust áttum við margar góðar stundir sem einkenndust af einlægu spjalli. Hann var jákvæður og bjartsýnn þegar hann talaði um veikindi sín. Hann batt miklar vonir við að ná bata og sigrast á þessu meini. Ég upplifði að hann væri sáttur við líf sitt, hamingju- samur og þakklátur fyrir fjöl- skyldu sína. Minning hans lifir í hjörtum okkar og megi friður og ljós um- vefja hann. Elsku pabbi. Orð fá því ekki lýst hversu sárt mér þykir að þú sért farinn og til- hugsunin um að sjá þig ekki aftur er erfið. Ég vildi að við hefðum átt meiri tíma. Minningar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Það sem þú hefur kennt mér og verið mér mun fylgja mér alla tíð. Ég elska þig, pabbi. Hvíldu í friði. Elín Dögg. Elsku pabbi minn, nú ertu far- inn frá okkur alltof fljótt eftir stutt veikindi. Það er svo skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur og það verður erfitt að venjast því. Ég á svo margar góðar minningar um þig og þakklæti er mér efst í huga, ég er svo þakklát fyrir allar okkar samverustundir. Þú varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og þegar þú veiktist í haust var ég staðráðin í að standa með þér í öllu sem því fylgdi. Þú varst svo jákvæður og bjartsýnn og staðráðinn í að sigra í baráttunni við krabbameinið, það sem lýsir því helst hvað þú varst ákveðinn er þegar þú sagðir við lækninn „bring it on“. En baráttunni lauk mikið fyrr en við áttum von á. Ég vil þakka öllu starfsfólki á gjör- gæslunni á Landspítalanum við Hringbraut og sérstaklega Örv- ari Gunnarssyni lækni en það var allt reynt til að þú fengir lengri tíma með okkur. Þú vildir alltaf sem minnst ves- en og það er eitthvað sem við Elín systir höfum tileinkað okkur, ef við erum farnar að flækja málin of mikið hugsum við til þín og segjum eins og pabbi sagði „ ekk- ert vesen“. Arnika var í miklu uppáhaldi hjá þér og þú ljómaðir þegar þið voruð saman, við systk- inin munum nú standa þétt sam- an og hugsa vel um litlu systur okkar. Þú hafðir einstakan húmor og það fylgdi þér alltaf mikil gleði, þú hafðir svo gaman af því að fá fólk til að hlæja og það eru til ófá- ar minningar um það sem við munum reglulega rifja upp. Ég sakna þín svo mikið og mun hugsa til þín alla daga, nú ertu kominn í faðm ömmu, afa og Gísla bróður þíns sem þér þótti svo vænt um. Guð geymi þína ynd- islegu sál. Þín dóttir, Sólveig. Það virðist óraunverulegt að þú sért farinn og komir ekki aft- ur. Enn eitt skarðið í fjölskyld- una okkar. Ég sakna þín svo óendanlega mikið, elsku brói. Ómar bróðir minn var elstur og ég yngst af sex systkinum, ég minnti hann stundum á að mest hefði verið lagt í mig af því ég var langyngst, ég fékk þá bros til baka. Hann hafði einstakt lag á að fá mann til að brosa, hann var stríð- inn og hafði gaman af því að fá mann til þess að brosa og hlæja. Hann var sannkallaður gleðigjafi, en hann var einnig hlýr, jákvæð- ur, bjartsýnn og fylginn sér. Ef hann tók ákvörðun um eitthvað þá stóð hann við það og fylgdi því eftir alla leið. Það voru bara til lausnir við öllu, alveg sama hvað það var. Hann var ekkert að flækja hlutina. Við unnum saman í fjögur ár og við áttum margar góðar stundir saman í Atlassíma sem var fyrirtæki sem hann stofnaði ásamt Róberti vini sínum, hann hafði óbilandi trú á mér og hvatti mig áfram og studdi vel við bakið á mér og er ég honum óendan- lega þakklát fyrir þann tíma. Ég lærði svo margt af honum, sem hefur nýst mér svo vel í lífinu og ég mun áfram hafa að leiðarljósi ásamt brosinu hans og jákvæðni. Hann var svo góður við okkur systurnar sem hann kallaði „the three musketeers“. Hann studdi alltaf við bakið á okkur og hann var líka duglegur að hrósa okkur. Elsku brói, ég elska þig óend- anlega og minning um góðan bróður mun lifa áfram í hjarta mínu, alltaf. Ég er viss um að mamma, pabbi og Gísli bróðir tóku vel á móti þér. Þar til við hittumst aftur, þín litla systir, Svala. Elsku Ómar minn, það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig. Þú varst svo bjartsýnn og jákvæður að þú myndir nú sigrast á krabb- anum. Það var engin spurning um það í þínum huga. Með jákvæðni og sterkum baráttuvilja tókstu á við veikindin og notaðir húmor- inn eins og þér var einum lagið í slagnum. Alltaf reyndir þú að vera léttur í bragði og varst glaður þegar þú hringdir í mig og sagðist loks vera hitalaus eftir að hafa verið með hita á hverjum degi í þrjá mánuði. Þegar þú þurftir að leita þér læknisaðstoðar í upphafi veik- inda þinna síðla sumars var ekk- ert til um þig í sjúkrakerfinu því þú hafðir alla tíð verið hraustur. En svona er víst lífið. Við vit- um aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég trúði því að þú myndir sigrast á veikindum þínum því þú hreifst okkur öll með þér í bjartsýninni og ákveðni um að ætla að hafa betur. Pabbi og Nonni bróðir biðja að heilsa þér og þakka góða vináttu. Við huggum okkur við að þú þurfir ekki lengur að finna til og erum þakklát fyrir það þó okkur finnist lífið ekki alltaf sanngjarnt. Hvíl í friði, elsku frændi. Hulda Guðmundsdóttir. Ómar Ægisson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Elskulegur fóstri okkar, SIGURVIN ELÍASSON, fyrrverandi sóknarprestur, sem lést 26. nóvember, var jarðsunginn í kyrrþey frá Höfðakapellu 6. desember. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug og sendum sérstakar þakkir til Droplaugarstaða fyrir alla umönnun. . Steinunn Þórhallsdóttir, Þórhalla Þórhallsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.