Morgunblaðið - 09.12.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 09.12.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) afgreiddi 5. desember sl. þrjár skýrslur sem allar lutu að slys- um og atvikum sem vörðuðu ferj- urnar Baldur, Herjólf og Sævar. Atvik í Landeyjahöfn Vestmannaeyjaferjan Herjólfur var að nálgast innsiglingu Land- eyjahafnar þann 21. maí 2015 þegar brot myndaðist rétt framan við skipið. Við það kastaðist Herjólfur til austurs og lá eftir þetta undir stöðugum áföllum og lét illa að stjórn alveg inn fyrir hafnargarðana. Ekkert tjón varð en að sögn skip- stjóra voru þessar aðstæður þær erfiðustu sem hann hafði lent í við Landeyjahöfn. Þegar þetta gerðist var suðvestan 10-13 m/s vindur en 15-20 m/s um tíma. Ölduhæð var tveir metrar. Farið var yfir atvikið og mögu- legar ástæður þess af fulltrúum Vegagerðarinnar og útgerðarinnar. Þar kom fram að skýringin gæti ver- ið sú að dýpi var í minna lagi á rifið báðum megin við rennuna og í gegn- um það. Því hefði brot myndast á rif- inu í SA og SV öldu og ekki endilega þurft mikla öldu til þess. Þá var frekar grunnt við vesturgarðinn og þar hefði einnig getað myndast brot. Erfiðlega hafði gengið að dýpka höfnina og var hún nokkuð grunn. Þetta var fjórða atvikið sem RNSA hafði rannsakað vegna sigl- inga Herjólfs og var af líkum toga. Nefndin ályktaði ekki í málinu en vísaði í fyrri niðurstöður sínar varð- andi sambærileg atvik í höfninni og siglingum um hana. „Í ljósi tíðra atvika sem þessa hvetur nefndin til þess að endur- skoðuð séu þau viðmið sem notuð eru um siglingu skipsins til hafnar- innar,“ segir í lokaorðum. Bauja færð á Breiðafirði Breiðafjarðarferjan Baldur fór frá Flatey áleiðis til Brjánslækjar kl. 17.36 þann 22. júní 2015. Siglt var fyrir siglingabauju í Brimskerjaröst við sker í svonefndu Gullna hliði. „Kl. 17:42 var baujan þvert af skipinu stjórnborðsmegin í u.þ.b. 20- 25 m fjarlægð en þegar hún var komin aftur fyrir skipið tók það niðri á skerinu uþb. miðskips án þess að missa ferð. Skipið var stöðvað og við athugun kom í ljós að skrúfa og stýri reyndust í lagi. Farþegar voru kall- aðir á söfnunarstaði samkvæmt neyðaráætlun skipsins og lekakönn- un gerð,“ segir í skýrslunni. Skipstjórinn tilkynnti Vaktstöð siglinga um atvikið kl. 17.55 og að aftur yrði haldið til hafnar í Flatey. Björgunarsveit kom með kafara frá Stykkishólmi sem skoðaði skipið. Nokkrar skemmdir sáust á skrokkn- um og 19 sentímetra löng og mest 10 mm breið rifa hafði opnast inn í tóm- an kjölfestugeymi. Enginn olíuleki sást. Eftir að tjónið hafið verið metið var Baldri siglt til Brjánslækjar og þaðan til Stykkishólms. Þar fór fram viðgerð til bráðabirgða. Í ljós kom að unnið hafði verið að viðhaldi baujunnar daginn fyrir at- vikið. Hvorki skipstjóra né útgerð Baldurs var tilkynnt um það. Athug- un sýndi að baujan hafði færst um það bil 40 metra suðaustur fyrir staðinn þar sem hún átti að vera. Baujan var svo færð á nýjan stað. Í nefndaráliti RNSA segir: „Or- sök þess að skipið tók niðri var ann- ars vegar að siglingamerki var ekki á réttum stað og hins vegar að á sigl- ingunni voru ekki notaðir aðrir mögulegir kostir s.s. landmið o.s.fr.v. til að tryggja öryggi skipsins á þessu varhugaverða svæði.“ Nefndin gerði athugasemdir við að útgerð Baldurs var ekki tilkynnt um aðgerðir við baujuna. Slys á Árskógssandi Slys varð þegar Hríseyjarferjan Sævar kom að bryggju á Árskógs- sandi 15. febrúar 2016. Veður var slæmt, austan 25 m/s vindur. Tveir voru í áhöfn, skipstjóri og vélstjóri. Illa gekk að koma skipinu að bryggju og tókst ekki að „snara“ landfestartógi á bryggjupolla. „Væntanlegur farþegi, sem var þarna staddur, var beðinn að taka við tóginu og koma því á pollann. Þegar maðurinn var að setja tógið á pollann tók vindhviða skipið frá bryggjunni og við það strekktist á tóginu með þeim afleiðingum að hendin á honum varð á milli. Maðurinn missti framan af tveimur fingrum hægri handar,“ segir í skýrslunni. Rannsókn RNSA sýndi að hliðar- skrúfa Sævars hafði verið ónothæf frá því að ferjan var tekin í notkun. „Skipstjórnarmenn höfðu ítrekað óskað eftir lagfæringu á henni en skipstjóri taldi að hún hefði getað skipt sköpum við þessar aðstæður ef hún hefði verið í lagi,“ segir í skýrsl- unni. Álit RNSA var að orsök slyss- ins hefði verið vanbúið skip við þess- ar aðstæður. „Nefndin telur það vanrækslu útgerðar að farþegaskip með fáa í áhöfn skuli ekki vera með mikilvægan siglingabúnað í lagi til að tryggja öryggi þess og farþega.“ Slys og atvik í farþegaferjum  Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur afgreitt þrjár skýrslur varðandi ferjurnar Baldur, Herjólf og Sævar  Nefndin hefur rannsakað fjögur atvik vegna siglinga Herjólfs í Landeyjahöfn Morgunblaðið/Ómar Baldur á Breiðafirði Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á tveimur atvikum og einu slysi sem urðu í íslenskum farþegaferjum á árunum 2015 og 2016. Baldur tók niðri nærri Flatey þegar bauja var færð úr stað. Smári Thorarensen, framkvæmdastjóri Eyfars ehf., út- gerðar Hríseyjarferjunnar Sævars, og annar tveggja skipstjóra hennar sagði að skýrsla RNSA gæfi ekki rétta mynd. Þar segir að hliðarskrúfan hafi verið ónot- hæf, en Smári sagði réttara að segja að hún hefði verið í lagi en virkað illa. Hann sagði að skurðurinn á blöðum hliðarskrúfunnar hefði verið of lítill. Búið er að breyta skurðinum og þá virkar hliðarskrúfan betur. Einnig á að setja mun öflugri mótor við skrúfuna og er verið að hanna breytinguna í Slippnum á Akureyri. „Í þessu veðri sem var hef ég ekki trú á að öflugri hliðarskrúfa hefði bjargað neinu,“ sagði Smári um slysið. „Það var kolvitlaust veður og stóð beint af bryggjunni þannig að það var erfitt að ná bátnum upp að. Þegar báturinn kemur flatur fyrir í svona vindi þá fýkur hann frá í hvelli. Þess vegna gerðist þetta.“ Smári kvaðst ekki hafa verið skipstjóri í ferðinni sem um ræðir heldur félagi hans. Hvað varðar bætur til mannsins sem slasaðist þá fer það í gegnum tryggingafélag útgerðarinnar, að sögn Smára. „Það var kolvitlaust veður“ SLYS VARÐ ÞEGAR FERJAN SÆVAR TÓK LAND Í VONDU VEÐRI Hríseyjarferjan Sævar Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi 20% afsláttur AF ÖLLUMPEYSUM UM HELGINA 9-11 desember Jólasýning Pétur Þór sýnir nýjar litlar uppstillingar ásamt fuglamyndum, einnig eru til sölu stór grafíkverk eftir Erró og Andy Warhol. Opið um helgina, laugardag og sunnudag kl. 14-17. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Síðumúla 34, sími 533 3331

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.