Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hlutfall drengja sem iðkaíþróttir í þremur íþrótta-félögum í Reykjavík,Fjölni, KR og Þrótti, er mun hærra en stúlkna. Þá er meiri- hluti stjórnenda og starfsmanna karl- ar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem nefnist: Jafnréttis- úttekt á þremur íþróttafélögum í Reykjavík, unnin af Mannréttinda- skrifstofu borg- arinnar fyrir til- stilli mannréttinda- ráðs. Skýrslan var unnin af Arnþrúði Ingólfsdóttur og Halldóru Gunn- arsdóttur, sem starfa á Mannréttindaskrifstofunni. 38% iðkenda stúlkur Fjölnir, Þróttur og KR voru val- in af handahófi í úttektina. Fram kemur að á aldursbilinu 6-18 ára eru 62% iðkenda hjá félögunum drengir en 38% eru stúlkur. Jöfnust eru hlut- föllin hjá Fjölni, þar sem drengir eru 54% iðkenda en stúlkur 46%. Hjá KR eru 68% drengir en 32% stúlkur og hjá Þrótti er hlutfallið 69% drengir en 31% stúlkur. Jafnari hlutföll hjá Fjölni má að hluta skýra með því að félagið er hið eina sem er með fim- leikadeild, þar sem stór meirihluti iðkenda er stúlkur. Fram kemur að af þeim 18.772 börnum sem eru með lögheimili í Reykjavík taka 11.594 börn á aldr- inum 6-18 ára þátt í íþróttum hjá hverfisíþróttafélögum, eða 63,7% barna. Af heildarfjölda drengja iðka 67% íþróttir, en 55% stúlkna. Eins og fram kemur á meðfylgj- andi súluriti eru mun fleiri drengir í boltaíþróttunum. Stelpurnar eru helmingi fleiri en strákarnir í fim- leikum en í öðrum greinum er munurinn minni. „Þessi úttekt gefur fyrst og fremst vísbendingar um það hvað félögin þurfa að gera til þess að jafna hlutfallið. Það er því ekki víst að þörf sé á því að gera stærri úttekt á félögunum í Reykjavík,“ segir Arn- þrúður. Hún bendir á að vandamálið liggi ekki bara hjá viðkomandi íþróttafélögum, heldur sé um að ræða stærra samfélagslegt mál sem tengist félagsmótun kynjanna. Hún telur að ýmis karlmennskunorm og kvenleika- norm endurspeglist hvað best í bolta- íþróttum og í fimleikum. Hún segir enga eina lausn á því hvernig jafna megi hlut kynjanna í íþróttastarfinu en bendir á að hjá hverju félagi sé í gildi jafnréttisáætlun sem megi virkja og framkvæma með meiri eftirfylgni en hingað til. „Það er búið að vinna hellings forvinnu en það þarf að fram- fylgja því sem félögin hafa sett sér að gera,“ segir Arnþrúður. Ekki töff að stunda fimleika Hún segir að félögin hafi tekið vel í umleitun skýrsluhöfunda. „En félögin eru kannski ekki vön því, eins og svo margar aðrar stofnanir sam- félagsins, að verið sé að skoða starf- semi þeirra út frá þessu sjónarhorni. Sú hugmyndafræði sem við vorum að vinna út frá er t.a.m. sú að það sé jafn- réttismál hve lítið strákar sæki í fim- leika. Við fundum að fólk er ekki endi- lega sammála því. Við fundum helst fyrir því að það þyrfti til vitundarvakningu hvað það varðar. Það er fullt af strákum sem hafa áhuga á íþróttum þar sem meiri- hluti iðkenda er stelpur. En þeir þora kannski ekki að stunda þær, þar sem íþróttin er frekar tengd stelpum og þykir ekki töff. Það er hins vegar samfélagslegt vandamál og er ekki bundið við þessi félög,“ segir Arn- þrúður. Hallar á stúlkur hjá íþróttafélögunum Fjöldi drengja og stúlkna eftir íþróttagreinum -í Reykjavík Badmintondeild Fimleikadeild Frjálsíþróttadeild Handknattleiksdeild Karatedeild Knattspyrnudeild Körfuknattleiksdeild Sunddeild 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 Drengir Stúlkur Arnþrúður Ingólfsdóttir 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skáldið hefurfjallað umþað hvort hún standist marg- endurtekin fullyrð- ing, oft af litlu til- efni, um að líf sé í tuskum. Og óneitanlega virðist heilmikið líf í tuskum um þess- ar mundir. Mick Jagger var að eignast son, sem í hans tilfelli er eiginlega ekki tíðindi, en einmitt af því að nýi sonurinn er hans og fjölmiðlar „fá aldrei fullnægingu“ af fréttum af Jag- ger varð það frétt. Það gladdi fréttaaugað að litli kúturinn skuli vera tveimur árum yngri en langaafabarn pabba. En Jagger er fjarri því að vera tuska svo að ekki er víst að dæmið teljist með í deilunni um líf í þeim. Það mundi vísast falla undir marga kafla „ras- istalaga“ að tala um burkur í sömu andrá og tuskur. En kanslari Þýskalands ímyndar sér að slá megi á magnþrungna reiði yfir skyndiákvörðun hennar um að hleypa 3 millj- ónum flóttamanna inn í Þýska- land með því að hefja leiftur- sókn gegn burkum. Er hún líkleg til að lukkast? Hefði þá ekki verið eðlilegra í boðskort- inu til þriggja milljónanna að geta þess að allir væru hjartan- lega velkomnir til Þýskalands, en burkur yrðu bannaðar. Er einhver sem trúir því að burkur séu vandinn? Það er einnig líkast því að mikið líf sé í tuskunum á tíma- ritamarkaðnum í Bandaríkj- unum. Fyrir áratugum gerðist ungur maður áskrifandi að Newsweek. Hann þurfti að fara í afgreiðslu Landsbankans og sækja um leyfi gjaldeyris- nefndar í fjórriti svo að hann mætti fá úthlutaðan gjaldeyri til að vera áskrifandi að News- week, vikulega í hálft ár. Á þessum tíma var vikuritið talið liggja lengra til vinstri en viku- ritið Time. Síðan hafa bæði rit- in færst til vinstri, og veldi þeirra minnkað mjög. Margir urðu hissa þegar tímaritið Newsweek var komið í blaðsöluturna með þessa fínu mynd af Hillary á forsíðunni og yfirlýsingu um sigur hennar á kosninganótt, áður en úrslit lágu fyrir (eins og nú liggur í augum uppi). Blaðið var prent- að í 130 þúsund eintökum og útgefendur fengu það í formi blautrar tusku. Bakþankar komu upp fljótt og liðssveitir voru sendar út til að ná blöð- unum til baka. Langflestum var náð, en fáein blöð höfðu þegar selst og er nú gert ráð fyrir að þau verði verðmæt síð- ar. Í blaðinu var því lýst af aðdáunarverðri elju hvílíkur þrjótur Trump væri og að það, ásamt frábærum leiðtogahæfileikum frúarinnar hefði gert það fyrir- sjáanlegt hvernig fara myndi. Yfirmenn News- week segist nú hafa skrifað út- gáfur með báðum niðurstöð- unum og „útvistað“ skrifum og útgáfu þessa blaðs. Furðu lostnir spyrlar hafa hváð og spurt hvort það sé hugsanlegt, að stórkarlalegar yfirlýsingar og fullyrðingar um Trump hafi ekki verið bornar undir ritstjórn blaðsins af „út- vistunaraðilum“. Þá var eins og allt ullarvestið væri komið upp í munninn á málsvara tímarits- ins. Hann átti auðvitað bágt og enga frambærilega skýringu. En nú hefur Time, sem mátti eiga það, að það hamaðist líka í kosningabaráttunni gegn Trump og sparaði sig hvergi, neyðst til að útnefna Trump mann ársins 2016. Um leið og það er gert hellir tímaritið sér yfir mann ársins eins og það sé enn á fullri ferð í kosningabar- áttunni. Time líkir Hillary hins vegar við Móses! Útnefningar tímarita á mönnum árs og margvíslegir listar sem þau birta komast stöku sinnum að mörkum fá- ránleikans. Fyrir fáeinum árum var Jó- hanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra talin vera í hópi valdamestu kvenna heims í bandarísku tímariti. Ekki kvenna í gamla Vesturbænum, heldur heimsins! Jóhanna missti meirihluta sinn í þinginu þegar það var hálfnað, sat sem fastast og kom fáu eða engu í gegn. Þessi ein af valdamestu konum heims réð ekkert við flokkinn sinn, enda talaði hún helst ekki við nokkurn þing- mann. Hún sagðist búa við villi- ketti í samstarfsflokknum sem hlypu út og suður og endalaus tími færi í að smala þeim sam- an. Jóhanna var fyrsti for- sætisráðherra í heimi, þess vegna samkvæmt útnefningu Íslenskrar fyndni, sem taldi að hægt væri að byggja ríkis- stjórn á villiköttum og síðasta konan á jarðríki til frétta að villikettir væru torrækar skepnur. Eins og Indriði G. minnti á voru rollurnar torræk- ar á Eyvindarstaðaheiði. Það hefði verið sjón að sjá Jóhönnu eltast við villiketti á því flæmi. En frægast varð Time þegar það gerði Hitler að manni árs- ins 1936. Það væri rétt að bera saman fyrirvarana sem þá voru gerðir við andliti blaðsins í árs- lok og fyrirvara gagnvart Trump. Flest skrif líðandi stundar eiga von á athugasemdum frá sögunni} Blautar tuskur og úldnar útnefningar E f Barbí væri til í alvörunni gæti hún ekki staðið upprétt. Hún yrði að ganga eða skríða á fjórum fótum vegna þess að fæturnir væru of grannir. Höfuðið á henni væri of stórt og hálsinn of mjór til að hún gæti haldið höfði. Líklega yrði hún að láta sérsauma öll föt á sig því að mikilúðlegur barmurinn er í engu samræmi við restina af líkamanum og vegna þess að mittið á henni er mjórra en höfuðið. Barbí er líklega það leikfang sem hefur mátt sæta mestri gagnrýni í gegnum árin; hún hefur verið sögð senda börnum óeðlileg skilaboð og vesældarlegar tilraunir framleiðandans til að gera hana líkari „venjulegum konum“, sem hafa aðallega falist í að minnka barminn lít- illega, hafa uppskorið fátt annað en háðsglósur. Auðvitað er einföldun að halda því fram að leik- fang sé í hópi aðalsökudólga vestræns útlitsfasisma. En þrátt fyrir að útlit hennar sé svona órafjarri því sem þekk- ist innan tegundarinnar Homo sapiens hefur Barbí, eitt vinsælasta leikfang heims í hátt í 60 ár, einhverra hluta vegna orðið tákn hins fullkomna kvenlega útlits. Nú er Barbí enn á ný komin í fréttirnar, að þessu sinni vegna nýrrar kvikmyndar sem til stendur að gera um hana. Reyndar er aðalfjaðrafokið vegna leikkonunnar sem hefur verið orðuð við aðalhlutverkið – sjálfa Barbí, en það er bandaríska gamanleikkonan Amy Schumer sem m.a. er þekkt fyrir femínískt uppistand sitt, skarpa gagnrýni á bandarískt samfélag og berorðar lýsingar á eigin einkalífi, sér í lagi þeim hluta þess sem gerist á milli rekkjuvoðanna. Hún hefur verið óhrædd við að gagnrýna þær fáránlegu útlitskröfur sem gerð- ar eru til kvenna í skemmtanabransanum. Það er nokkuð sem Schumer þekkir á eigin skinni því hún hefur, frá því að henni skaut upp fyrst á frægðarhimininn, legið undir linnulausu ámæli fyrir að vera feit, ljót og asnaleg. Of mikið af sumu, of lítið af einhverju öðru. Svo þykir hún of venjuleg, sem er auðvitað alveg skelfilegt. Á þessum nótum er gagnrýni þeirra sem telja Schumer ekki rétta í hlutverkið. „Á fitu- hlunkur að leika Barbí? Það væru aldeilis góð skilaboð fyrir litlar stelpur,“ skrifar Twitter- notandi nokkur í kaldhæðni. Annar skrifar: „Ó – ég vissi ekki að Barbí ætti við offituvanda að stríða.“ Og hverju svarar Amy Schumer svo? „Mig langar til að þakka þeim fyrir að gera það augljóst að það væri frábært að velja mig í hlutverkið,“ skrifaði hún fyrr í vikunni á Instagram-síðu sína. „Það er þessi tegund við- bragða sem sýnir að það er eitthvað rangt við menningu okkar og að við verðum að vinna saman að því að breyta því,“ skrifar leikkonan og textann prýðir mynd af henni þar sem hún hleypur kampakát um fjöruborð klædd sund- bol. Hvað segir það annars um viðhorf til útlits fólks ef Amy Schumer þykir skrýtnari í útliti en plastdúkka sem er með svo rýran líkama að hann rúmar nánast engin líffæri? Mað- ur hefur velt vöngum af minna tilefni. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Skrýtnari en Barbí? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þegar horft er til kynjahlutfalls stjórnenda og starfsmanna hall- ar einnig á konur. Þannig eru karlar 57% aðalstjórnar hjá Fjölni, 71% hjá KR en 80% hjá Þrótti. Ef stjórnarfólk hverrar íþrótta- greinar eða deildar er talið hjá hverju félagi fyrir sig eru kynja- hlutföllin önnur. Hjá Fjölni og Þrótti eru þau jafnari, hjá Fjölni eru konur 46% stjórnarfólks allra deilda en hjá Þrótti 40%. Hjá KR er kynjahlutfallið ójafn- ara, þar sem konur eru 21% stjórnarfólks þegar stjórnir allra deilda eru taldar saman. Framkvæmdastjórar félag- anna þriggja eru karlar og for- menn stjórna einnig. Mun fleiri karlar í stjórn MESTUR MUNUR HJÁ KR Fótbolti Færri stúlkur stunda íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.