Morgunblaðið - 09.12.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.12.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. 3.500 kg heildarburður • Verð 959.677 kr. +VSK Bílaflutningavagn Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Barnaverndarnefndum í landinu bár- ust 6634 tilkynningar á fyrstu níu mánuðum ársins 2016. Talið er að í 361 tilfelli hafi barnið verið í yfirvofandi hættu. Eru þetta 4,3% fleiri tilkynn- ingar en yfir sama tímabil 2015, en 2,6% færri en 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu um samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda um- sókna um þjónustu til Barnaverndar- stofu fyrstu níu mánuði áranna 2014 til 2016. Tilkynningum á höfuðborgarsvæð- inu fækkaði lítillega fyrstu níu mánuði 2016, en á landsbyggðinni fjölgaði til- kynningum um 16,6% ef miðað er við árið á undan. Drengir komu við sögu í 54,8% tilkynninga. Tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörð- un um könnun máls í kjölfar tilkynn- ingarinnar. Af tilkynningum 2016 var ákveðið að hefja könnun eða málið var þegar í könnun eða meðferð í 71,2% tilfella. Ofbeldistilkynningum fjölgað Flestar tilkynningar 2016 voru vegna vanrækslu eða 40,8% og er fjöldinn svipaður og áður. Drengir verða oftar fyrir vanrækslu en stúlk- ur, þá sérstaklega tilfinningalegri van- rækslu og varðandi nám. Tilkynningar vegna ofbeldis voru 27,3% og hefur fjölgað lítillega frá fyrri árum. Skýrist sú fjölgun fyrst og fremst af fjölgun tilkynninga vegna heimilisofbeldis. Af ofbeldistilkynn- ingunum eru 12,9% vegna drengja en þeir verða oftar fyrir líkamlegu of- beldi, en 14,3% vegna stúlkna en þær verða oftar fyrir kynferðislegu ofbeldi en drengir. Aðeins dró úr tilkynning- um vegna áhættuhegðunar barna 2016 m.v. fyrri ár, en þær voru 31,2% og snýr 20,1% þeirra að drengjum. Þeir stunda frekar afbrot, beita frekar of- beldi og stofna frekar eigin heilsu og þroska í hættu. Lögreglan tilkynnir um flest mál sem koma inn á borð Barnaverndar- nefndar, 44,3% tilkynninga komu frá lögreglunni 2016. Þá komu 11,7% frá skólum og 8,9% frá læknum eða heilsugæslu. Samanlagður fjöldi barna sem til- kynnt var um á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 var 5.485. Ekki er um að ræða fjölda einstaklinga því talan er fengin með því að fjöldi barna sem til- kynnt er um í hverjum mánuði fyrir sig er lagður saman og tilkynningar geta borist um sama barnið á milli mánaða. Umsóknum um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fjölgaði úr 98 árið 2015 í 109 árið 2016. Beiðnum til Barnaverndarstofu um fósturheim- ili hefur fækkað lítillega í ár eftir að hafa fjölgað milli áranna 2014 og 2015. Rannsóknarviðtöl í Barnahúsi skiptast í skýrslutökur fyrir dómi annars vegar og könnunarviðtöl fyrir barnaverndar- nefndir hins vegar og hefur hvoru tveggja fækkað lítillega á milli ára. Morgunblaðið/Heiddi Barnavernd Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 m.v. 2015. Flestar tilkynningar vegna vanrækslu  Barnaverndarnefndum hafa borist fleiri tilkynningar í ár en fyrra Fjöldi tilkynninga Heimild: Barnaverndarstofa Ástæður tilkynninga Fyrstu 9 mánuði 2016 Heilsa eða líf ófædds barns í hættu Fyrstu 9 mánuði 2015 Áhættuhegðun barna Fyrstu 9 mánuði 2014 Ofbeldi Vanræksla Samtals Landsbyggð Höfuðborgarsvæði 2.088 4.546 6.358 6.634 1.790 4.568 6.811 48 2.069 1.809 2.707 2.417 2.729 1.635 1.500 2.271 2.544 35 38 2.151 0 0 1.000 500 2.000 1.000 3.000 1.500 4.000 2.000 5.000 2.500 6.000 3.000 7.000 4.660 Fyrstu 9 mánuði 2016 Fyrstu 9 mánuði 2015 Fyrstu 9 mánuði 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Aðstæður okkar hér í Miðdölum eru nákvæmlega þær sömu og þeirra sem búa í Laxárdal. Við sækjum allir til Búðardals. Við vorum felldir út en þeir ekki,“ segir Guðbrandur Þor- kelsson, bóndi á Skörðum í Dölum, spurður um tillögur Byggðastofn- unar um svæðisbundinn stuðning við sauðfjárrækt samkvæmt nýjum bú- vörulögum. Bændur á sérhæfðum og af- skekktum sauðfjárræktarsvæðum hafa fengið sérstakan stuðning sam- kvæmt búvörulögum. Í nýjum lögum sem taka gildi um áramót var gert ráð fyrir einfaldari og skýrari reglum um stuðning við sauðfjár- ræktarsvæðin. Nú verður miðað við fjarlægð býlisins frá næsta þétt- býlisstað en áður var miðað við sveit- arfélagamörk. Fjarlægð frá þéttbýli Byggðastofnun fékk það hlutverk að endurskilgreina svæðin. Bændur á lögbýlum þurfa að uppfylla öll þessi fjarlægðarmörk og búa að auki með 250 ær eða meira: Vera í 40 km akst- ursfjarlægð eða meira frá þéttbýlis- stað með yfir 1.000 íbúa, í 75 km akst- ursfjarlægð eða lengra frá þéttbýlis- stað með yfir 10.000 íbúa og í 150 km akstursfjarlægð eða lengra frá Reykjavík. Rökin fyrir þessum fjarlægðum eru þau að þeir sem búa í nágrenni þéttbýlis eigi möguleika á að sækja vinnu þangað umfram þá sem fjær búa. Bændur í Dalabyggð hafa notið svæðisbundins stuðnings en nú skipt- ist sveitarfélagið upp. Guðbrandur og nágrannar hans í Miðdölum falla út en sveitungar þeirra víða annars staðar í Dölunum halda sínum stuðn- ingi. Þar virðist 150 km fjarlægð frá Reykjavík gilda og sú lína liggur ná- lægt Búðardal. Guðbrandur bendir á að allir sæki bændurnir þjónustu til Búðardals og þangað sé eðlilegt að leita vinnu. Margir sem eigi mun styttra þangað en hann fái svæð- isbundinn stuðning. Búðardalur er langt undir þeim stærðarmörkum sem miðað er við og kemur því ekki inn í fjarlægðarviðmiðið. Þá þurfi flestir Dalamenn að fara um Bröttu- brekku til að sækja til Reykjavíkur og ekki sé raunhæft að ætla að sækja vinnu þangað. Fjallvegurinn lokast nokkra daga á vetri og meira að segja hefur hann lokast í einn dag á þessu hlýja hausti. Fáir falla út Tiltölulega fáir bæir falla út við breytinguna en allmargir bætast við, aðallega í Húnavatnssýslum. Stuðn- ingurinn kemur mest til sauðfjár- bænda á Norðvesturlandi: Reykhóla- sveit, Dölum, Ströndum, Húnavatns- sýslum og á afmörkuðum svæðum í Skagafirði. Einnig njóta margir stuðnings á Norðausturlandi og Aust- urlandi og í Skaftárhreppi á Suður- landi. Gert upp á milli bænda í Dalabyggð  Nýjar reglur kynntar um svæðis- bundinn stuðning við sauðfjárbændur Bóndi Guðbrandur Þorkelsson á Skörðum í smalamennsku. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding, sem hefur höf- uðstöðvar í Reykjavík en er með útibú á Akureyri, hefur í haust boðið upp á hvala- skoðun og norðurljósaferðir á Eyjafirði. Að sögn Söru Sæmundsdóttur, starfs- manns Eldingar, er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er í boði fyrir norðan um vetr- artímann. Mikið hefur verið af hnúfubak á Eyjafirði, eins og sést á meðfylgjandi mynd, og norðurljós hafa einnig sést og hafa farþeg- arnir verið ánægðir með ferðirnar, að sögn fyrirtæk- isins. Hvala- skoðun um vetur Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Nú er svæðisstuðningur á bilinu 173 til 268 þúsund á býli á ári. Hann verður 235 til 294 þúsund á næsta ári og hækkar í 344 til 430 þúsund á árinu 2018, samkvæmt búvörulögum. Sérstakar reglur gilda um stuðn- ing við framleiðendur í Árneshreppi á Ströndum. „Maður getur alveg notað 350 þúsund krónur,“ segir Guðbrandur Þor- kelsson um stuðninginn sem hann er að missa af og bendir á að upp- hæðin sé ekki langt frá því að vera tvöföld mánaðarlaun sauðfjárbónda. Guðbrandur hefur hug á því að gera formlega athugasemd við tillögur Byggðastofnunar. Tvöföld mánaðarlaun bónda MUNAR UM STUÐNINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.